Skorar sérstaklega á eigendur fjölmiðla á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2022 16:40 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, skorar á alla sem vettlingi geta valdið að leggja söfnuninni lið en alveg sérstaklega eigendur fjölmiðla á Íslandi. Þannig geti þeir sýnt stuðning í verki og tekið sér stöðu með sannleikanum og blaðamönnum sem miðla honum til almennings. Sannleikurinn sé eitt það fyrsta sem láti undan í stríði og því sé mikilvægara sem aldrei fyrr að styðja við bakið á blaðamönnum. „Það er gríðarlega mikilvægt á stundum sem þessum að umheimurinn fái upplýsingar byggðar á staðreyndum um það sem þarna er í gangi.“ Starfsbræður-og systur í Úkraínu búi við hörmulegar aðstæður. Verulegur skortur sé á öryggisbúnaði fyrir blaðamenn sem eru á staðnum sem og hjálpargögnum til fyrstu hjálpar. Þessi skortur sé sérstaklega áberandi hjá blaða-og fréttamönnum sem starfa hjá smærri miðlum. „Við vitum til að mynda að það vantar hluti eins og öryggisvesti, hjálma, rafhlöður í hleðslubanka og annað. Við vitum líka til þess að það er hópur fólks sem þarf að flytja sig um set af öryggisástæðum og við vorum að vonast til að geta veitt fjárhagslegan stuðning til að fólkið geti komist í öruggt skjól.“ Sigríður segir að stríð gegn upplýsingum sé veigamikill þáttur í hernaði Rússlandsforseta. „Þótt við sjáum hryllilegustu afleiðingar stríðsins bitna á almenningi í Úkraínu með ólýsanlegum hörmungum á borð við mannfall og stórfelldan flótta fólks af heimilum sínum og öðrum hryllingi þá er ljóst að Pútín háir ekki aðeins stríð gegn úkraínsku þjóðinni heldur fer hluti af stríðsrekstri hans fram heima fyrir og þar háir hann stríð gegn sannleikanum; gegn eigin fólki sem hann hefur undanfarin ár svipt grunnvallarmannréttindum sem er rétturinn til upplýsinga. Hann hefur ritskoðað fjölmiðla, beitt ofbeldi, morðum og fangelsun.“ Í morgun bárust fréttir af því að yfirvöld í Rússlandi hafi lokað fréttasíðum BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle og Meduza. Fjölmiðlarnir eru allir sakaðir um að dreifa „falsfréttum“ um innrás Rússa í Úkraínu. „Pútín beitir öllum ráðum til að reyna að stýra upplýsingaflæði til fólks enda er litið svo á að eina leiðin til að stöðva hann sé almenningur í Rússlandi. En forsenda þess að almenningur geti risið upp gegn þessum hryllingi er að hann fái upplýsingar um það sem er í gangi og það er sannarlega ekki von til þess að það gerist í gegnum rússneska fjölmiðla. Þess vegna veit ég að heimsbyggðin öll stendur við bakið á úkraínskum fjölmiðlum og öðrum fjölmiðlum sem eru að reyna að miðla sannleikanum.“ Blaðamannafélagið hyggst einnig styrkja söfnunina. Styrktarreikningur í umsjón blaðamannafélags Íslands: Kt. 690372-0109 Reikningsnr: 0130-26-001515 Úkraína Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraína: Tæplega 300 milljónir króna frá íslenskum stjórnvöldum til mannúðaraðstoðar Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlög til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu að heildarupphæð eina milljón evra, eða um 145 milljónum íslenskra króna. 4. mars 2022 15:03 Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. 3. mars 2022 16:31 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Þannig geti þeir sýnt stuðning í verki og tekið sér stöðu með sannleikanum og blaðamönnum sem miðla honum til almennings. Sannleikurinn sé eitt það fyrsta sem láti undan í stríði og því sé mikilvægara sem aldrei fyrr að styðja við bakið á blaðamönnum. „Það er gríðarlega mikilvægt á stundum sem þessum að umheimurinn fái upplýsingar byggðar á staðreyndum um það sem þarna er í gangi.“ Starfsbræður-og systur í Úkraínu búi við hörmulegar aðstæður. Verulegur skortur sé á öryggisbúnaði fyrir blaðamenn sem eru á staðnum sem og hjálpargögnum til fyrstu hjálpar. Þessi skortur sé sérstaklega áberandi hjá blaða-og fréttamönnum sem starfa hjá smærri miðlum. „Við vitum til að mynda að það vantar hluti eins og öryggisvesti, hjálma, rafhlöður í hleðslubanka og annað. Við vitum líka til þess að það er hópur fólks sem þarf að flytja sig um set af öryggisástæðum og við vorum að vonast til að geta veitt fjárhagslegan stuðning til að fólkið geti komist í öruggt skjól.“ Sigríður segir að stríð gegn upplýsingum sé veigamikill þáttur í hernaði Rússlandsforseta. „Þótt við sjáum hryllilegustu afleiðingar stríðsins bitna á almenningi í Úkraínu með ólýsanlegum hörmungum á borð við mannfall og stórfelldan flótta fólks af heimilum sínum og öðrum hryllingi þá er ljóst að Pútín háir ekki aðeins stríð gegn úkraínsku þjóðinni heldur fer hluti af stríðsrekstri hans fram heima fyrir og þar háir hann stríð gegn sannleikanum; gegn eigin fólki sem hann hefur undanfarin ár svipt grunnvallarmannréttindum sem er rétturinn til upplýsinga. Hann hefur ritskoðað fjölmiðla, beitt ofbeldi, morðum og fangelsun.“ Í morgun bárust fréttir af því að yfirvöld í Rússlandi hafi lokað fréttasíðum BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle og Meduza. Fjölmiðlarnir eru allir sakaðir um að dreifa „falsfréttum“ um innrás Rússa í Úkraínu. „Pútín beitir öllum ráðum til að reyna að stýra upplýsingaflæði til fólks enda er litið svo á að eina leiðin til að stöðva hann sé almenningur í Rússlandi. En forsenda þess að almenningur geti risið upp gegn þessum hryllingi er að hann fái upplýsingar um það sem er í gangi og það er sannarlega ekki von til þess að það gerist í gegnum rússneska fjölmiðla. Þess vegna veit ég að heimsbyggðin öll stendur við bakið á úkraínskum fjölmiðlum og öðrum fjölmiðlum sem eru að reyna að miðla sannleikanum.“ Blaðamannafélagið hyggst einnig styrkja söfnunina. Styrktarreikningur í umsjón blaðamannafélags Íslands: Kt. 690372-0109 Reikningsnr: 0130-26-001515
Úkraína Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraína: Tæplega 300 milljónir króna frá íslenskum stjórnvöldum til mannúðaraðstoðar Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlög til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu að heildarupphæð eina milljón evra, eða um 145 milljónum íslenskra króna. 4. mars 2022 15:03 Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. 3. mars 2022 16:31 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Úkraína: Tæplega 300 milljónir króna frá íslenskum stjórnvöldum til mannúðaraðstoðar Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlög til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu að heildarupphæð eina milljón evra, eða um 145 milljónum íslenskra króna. 4. mars 2022 15:03
Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. 3. mars 2022 16:31