Samþykktar íbúðir ekki endilega öruggari en ósamþykktar Snorri Másson skrifar 4. mars 2022 23:53 Bruni í Auðbrekku í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Góðar brunavarnir skiptu sköpum í eldsvoða í Auðbrekku í gær, þar sem eldur braust út í ósamþykktu húsnæði. Talið er að allt að sjö þúsund manns búi í óleyfisíbúðum á Íslandi. „Útkallið kemur þrjú eða hálffjögur. Það er alltaf sérstakt og erfitt fyrir okkur að fá útkall um miðja nótt, því þá vitum við að það séu meiri líkur á að einhver sé inni og það sofandi,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu. Húsnæðið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, sem er ekki óalgengt á höfuðborgarsvæðinu. En í þessu tilviki voru eldvarnir samt traustar. Hólfanir, flóttaleiðir og reykskynjarar á réttum stöðum. „Eldvarnirnar virkuðu þannig að bruninn var afmarkaður við eitt herbergi. Mikill bruni, en reykur leitaði um húsnæðið víða en þetta var ákveðið hættuástand sem var þarna í gangi,“ segir Jón Viðar. Það munaði litlu að færi verr, skrifar slökkviliðskonan Áslaug Birna Bergsveinsdóttir á Twitter. Hún var á meðal fyrstu reykkafara á vettvang. Við fórum inn til að leita að fólki - reykurinn var svo þykkur og svartur að við sáum ekki neitt. Fólkið slapp út sem betur fer, skrifar Áslaug, en það getur vel lokast inni við svona aðstæður. Ég og María vorum fyrstu reykkafarar á staðinn í nótt og slökktum eldinn á augabragði. Munaði litlu að það færi verr eins og sést á fyrstu myndinni. Hitinn var búinn að brjóta glugga á efri hæðinni en eldurinn náði ekki að kveikja í því rými. 1/ pic.twitter.com/f5va2Y2D58— Áslaug Birna🇺🇦 (@slaug20) March 3, 2022 „Það sem eru mikilvægustu skilaboðin við þetta útkall eru að brunavarnir verða að vera í lagi óháð því hvar þú býrð. Þó þú búir í íbúðarhúsnæði geta líka verið slakar brunavarnir, þannig að fólk má ekki bara einblína á brunavarnir í búsettu atvinnuhúsnæði, heldur brunavarnir almennt verða að vera í lagi. Og þetta sannar það, þarna komust fjórtán einstaklingar út,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Eldurinn var svo mikill að grunur lék strax á um íkveikju. Manni var sleppt úr haldi eftir skýrslutöku í gær. Málið er enn óupplýst. Kópavogur Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira
„Útkallið kemur þrjú eða hálffjögur. Það er alltaf sérstakt og erfitt fyrir okkur að fá útkall um miðja nótt, því þá vitum við að það séu meiri líkur á að einhver sé inni og það sofandi,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu. Húsnæðið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, sem er ekki óalgengt á höfuðborgarsvæðinu. En í þessu tilviki voru eldvarnir samt traustar. Hólfanir, flóttaleiðir og reykskynjarar á réttum stöðum. „Eldvarnirnar virkuðu þannig að bruninn var afmarkaður við eitt herbergi. Mikill bruni, en reykur leitaði um húsnæðið víða en þetta var ákveðið hættuástand sem var þarna í gangi,“ segir Jón Viðar. Það munaði litlu að færi verr, skrifar slökkviliðskonan Áslaug Birna Bergsveinsdóttir á Twitter. Hún var á meðal fyrstu reykkafara á vettvang. Við fórum inn til að leita að fólki - reykurinn var svo þykkur og svartur að við sáum ekki neitt. Fólkið slapp út sem betur fer, skrifar Áslaug, en það getur vel lokast inni við svona aðstæður. Ég og María vorum fyrstu reykkafarar á staðinn í nótt og slökktum eldinn á augabragði. Munaði litlu að það færi verr eins og sést á fyrstu myndinni. Hitinn var búinn að brjóta glugga á efri hæðinni en eldurinn náði ekki að kveikja í því rými. 1/ pic.twitter.com/f5va2Y2D58— Áslaug Birna🇺🇦 (@slaug20) March 3, 2022 „Það sem eru mikilvægustu skilaboðin við þetta útkall eru að brunavarnir verða að vera í lagi óháð því hvar þú býrð. Þó þú búir í íbúðarhúsnæði geta líka verið slakar brunavarnir, þannig að fólk má ekki bara einblína á brunavarnir í búsettu atvinnuhúsnæði, heldur brunavarnir almennt verða að vera í lagi. Og þetta sannar það, þarna komust fjórtán einstaklingar út,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Eldurinn var svo mikill að grunur lék strax á um íkveikju. Manni var sleppt úr haldi eftir skýrslutöku í gær. Málið er enn óupplýst.
Kópavogur Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira