„Sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 07:31 Leikmenn Manchester United voru fljótir að gefast upp í gær að mati Roy Keane sem segir þörf á miklum breytingum í félaginu. Getty/Lynne Cameron Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var foxillur vegna frammistöðu liðsins gegn Manchester City í gær og sagði United-menn einfaldlega hafa gefist upp. Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu tvö mörk hvor fyrir City í öruggum 4-1 sigri þar sem United-menn áttu ekki eitt einasta skot allan seinni hálfleikinn. „Þeir gáfust upp. Fyrir leikmann í grannaslag eða hvaða leik sem er þá er það óverjanlegt,“ sagði Keane á Sky Sports. Manchester United have failed to have a single shot in the second half of a Premier League game just two times in the last six seasons: vs. Liverpool (2017) vs. Man City (2022)Embarrassing. pic.twitter.com/SFraDRQVmK— Squawka Football (@Squawka) March 6, 2022 „Fegurðin við leiki á hæsta stigi er að það er hvergi hægt að fela sig. Við sáum öll hvað upp á vantaði hjá United. Það er hægt að tapa fótboltaleik með ýmsum hætti en United tapaði með því að leikmenn hættu að hlaupa og gáfust upp. Ég botna ekkert í því að leikmenn hlaupi ekki aftur til að verjast,“ sagði Keane. „Svo langt á eftir hinum liðunum“ „Stjórinn mun fá sína gagnrýni fyrir taktík en það er algjörlega óásættanlegt að leikmenn sem spila fyrir Manchester United hlaupi ekki í vörn. Þeir hentu inn handklæðinu og það er skammarlegt. Þetta er erfitt þegar maður er að mæta virkilega góðu liði. En menn verða að hlaupa til baka – verða að tækla. Þetta sýnir hvar liðið og félagið er statt. Það er svo langt á eftir hinum liðunum,“ sagði Keane. Fyrirgefur mistök en ekki að menn hlaupi ekki í vörn Hann minntist sérstaklega á Aaron Wan-Bissaka, Fred, Harry Maguire og Marcus Rashford sem hefðu valdið honum vonbrigðum í gær en gagnrýndi einnig fleiri. „Menn verða að sýna smá stolt. Það hlýtur að koma á einhverju stigi. Ég get fyrirgefið mistök en ekki að menn hlaupi ekki aftur í vörn. Ég gæti nefnt fimm eða sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United að mínu mati. Þetta var skammarlegt. Alveg skammarlegt,“ sagði Keane. Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira
Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu tvö mörk hvor fyrir City í öruggum 4-1 sigri þar sem United-menn áttu ekki eitt einasta skot allan seinni hálfleikinn. „Þeir gáfust upp. Fyrir leikmann í grannaslag eða hvaða leik sem er þá er það óverjanlegt,“ sagði Keane á Sky Sports. Manchester United have failed to have a single shot in the second half of a Premier League game just two times in the last six seasons: vs. Liverpool (2017) vs. Man City (2022)Embarrassing. pic.twitter.com/SFraDRQVmK— Squawka Football (@Squawka) March 6, 2022 „Fegurðin við leiki á hæsta stigi er að það er hvergi hægt að fela sig. Við sáum öll hvað upp á vantaði hjá United. Það er hægt að tapa fótboltaleik með ýmsum hætti en United tapaði með því að leikmenn hættu að hlaupa og gáfust upp. Ég botna ekkert í því að leikmenn hlaupi ekki aftur til að verjast,“ sagði Keane. „Svo langt á eftir hinum liðunum“ „Stjórinn mun fá sína gagnrýni fyrir taktík en það er algjörlega óásættanlegt að leikmenn sem spila fyrir Manchester United hlaupi ekki í vörn. Þeir hentu inn handklæðinu og það er skammarlegt. Þetta er erfitt þegar maður er að mæta virkilega góðu liði. En menn verða að hlaupa til baka – verða að tækla. Þetta sýnir hvar liðið og félagið er statt. Það er svo langt á eftir hinum liðunum,“ sagði Keane. Fyrirgefur mistök en ekki að menn hlaupi ekki í vörn Hann minntist sérstaklega á Aaron Wan-Bissaka, Fred, Harry Maguire og Marcus Rashford sem hefðu valdið honum vonbrigðum í gær en gagnrýndi einnig fleiri. „Menn verða að sýna smá stolt. Það hlýtur að koma á einhverju stigi. Ég get fyrirgefið mistök en ekki að menn hlaupi ekki aftur í vörn. Ég gæti nefnt fimm eða sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United að mínu mati. Þetta var skammarlegt. Alveg skammarlegt,“ sagði Keane.
Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira