Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Ragnar Schram skrifar 7. mars 2022 14:01 Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. Einkum er ástandið átakanlegt meðal um 160.000 barna sem ekki eiga foreldra á lífi, eða geta ekki búið hjá þeim. Þetta eru t.d. börn á munaðarleysingjaheimilum og hjá fósturfjölskyldum. Mörg þeirra eru á leikskólaaldri og/eða fötluð. Börnin upplifa nú miklar hörmungar, ekki nóg með það að umhverfi þeirra sé sprengt í loft upp, heldur hafa sum þeirra engan fullorðinn til að halla sér að og fá huggun hjá. Lamað barnaverndarkerfi Staðreyndin er nefnilega sú að barnaverndarkerfið í Úkraínu hefur lamast í stríðinu. Opinberar stofnanir og heimili fyrir börn eru undirmönnuð og margir starfsmenn hafa látið sig hverfa til að bjarga sjálfum sér og sínum nánustu. Þannig hafa sum börnin verið yfirgefin tvisvar; fyrst þegar þau misstu foreldra sína og síðan þegar umönnunaraðilar þeirra yfirgáfu þau í stríðinu. Fyrir vikið eru þúsundir barna yfirgefnar á stofnunum og eiga sér litla von um að einhver komi og bjargi þeim. Þau heyra öskrin og sprengingarnar en vita ekki hvenær þau fá næst að borða eða hvort þau lifi daginn af. SOS reynir að hjálpa sem flestum börnum Vart þarf að taka fram hve djúp sár munu myndast á sál þessara barna, þ.e.a.s. ef þau lifa af. Okkar sálfræðingar og aðrir sérfræðingar gera sitt besta til að ná til og hjálpa sem flestum börnum, en staðan er vægast sagt erfið. Rétt er þó að nefna sérstaklega að börnin í SOS barnaþorpinu í Brovary, eru komin í öruggt skjól í Póllandi. Aðgerðir okkar í Úkraínu snúa nú að öðrum börnum, sem ekki eru eins lánsöm. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Réttindi barna Hjálparstarf Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. Einkum er ástandið átakanlegt meðal um 160.000 barna sem ekki eiga foreldra á lífi, eða geta ekki búið hjá þeim. Þetta eru t.d. börn á munaðarleysingjaheimilum og hjá fósturfjölskyldum. Mörg þeirra eru á leikskólaaldri og/eða fötluð. Börnin upplifa nú miklar hörmungar, ekki nóg með það að umhverfi þeirra sé sprengt í loft upp, heldur hafa sum þeirra engan fullorðinn til að halla sér að og fá huggun hjá. Lamað barnaverndarkerfi Staðreyndin er nefnilega sú að barnaverndarkerfið í Úkraínu hefur lamast í stríðinu. Opinberar stofnanir og heimili fyrir börn eru undirmönnuð og margir starfsmenn hafa látið sig hverfa til að bjarga sjálfum sér og sínum nánustu. Þannig hafa sum börnin verið yfirgefin tvisvar; fyrst þegar þau misstu foreldra sína og síðan þegar umönnunaraðilar þeirra yfirgáfu þau í stríðinu. Fyrir vikið eru þúsundir barna yfirgefnar á stofnunum og eiga sér litla von um að einhver komi og bjargi þeim. Þau heyra öskrin og sprengingarnar en vita ekki hvenær þau fá næst að borða eða hvort þau lifi daginn af. SOS reynir að hjálpa sem flestum börnum Vart þarf að taka fram hve djúp sár munu myndast á sál þessara barna, þ.e.a.s. ef þau lifa af. Okkar sálfræðingar og aðrir sérfræðingar gera sitt besta til að ná til og hjálpa sem flestum börnum, en staðan er vægast sagt erfið. Rétt er þó að nefna sérstaklega að börnin í SOS barnaþorpinu í Brovary, eru komin í öruggt skjól í Póllandi. Aðgerðir okkar í Úkraínu snúa nú að öðrum börnum, sem ekki eru eins lánsöm. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun