Frá Vestmannaeyjum til Vestfjarða: „Ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2022 20:30 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Vestra. Vísir/Sigurjón „Langur og ekki langur, hvað er langt og hvað er stutt. Þetta voru einhverjir dagar, þetta var ekkert sem ég sagði já við einn tveir og bingó,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Lengjudeildarliðs Vestra, í viðtali í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Eftir að hafa misst þjálfara sinn til ÍA nýverið vantaði Vestra þjálfara. Liðið hefur loks fundið sinn mann en fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar var í gærkvöld ráðinn þjálfari liðsins. „Það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir. Hann Sammi (Samúel Samúelsson) er með sannfæringakraft, við getum sagt það. Hann sannfærði mig um að ég væri rétti maðurinn í þetta verkefni.“ „Þetta er virkilega spennandi. Auðvitað er maður ekkert nýr af nálinni í þessu en sem þjálfari er maður tiltölulega ferskur og ungur. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og erfitt að segja nei við svona liði og svona fólki sem vinnur í kringum þetta,“ sagði Gunnar Heiðar um nýjustu áskorun sína en hann hefur undanfarið stýrt liði KFS sem tryggði sér sæti í 3. deildinni síðastliðið haust. Gunnar Heiðar hló dátt er hann var spurður hvort stefnan væri sett beint upp eða hvort hann fengi smá tíma í uppbyggingarferli. „Ég er líka með rosalega mikinn metnað. Ég ætla samt ekki að gefa neitt út, ætla að byrja á að hitta strákana í liðinu og svo getum við ákveðið hvað við ætlum að gera.“ „Nú er ég að koma mér inn í allar þessar Facebook-grúppur til að hafa samband við fólk í kringum mig. Auðvitað er aðstaðan fyrir Vestan ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en það eru tveir leikir um helgina og það verður fyrsta skipti sem ég hitti þá allavega.“ „Það er ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan eða eitthvað, þetta er nú bara hérna á Íslandi. Þetta verður bara skemmtilegt og gaman að upplifa sumar á Vestfjörðum.“ Að lokum var Gunnar Heiðar spurður hvort Vestri þyrfti styrkingu fyrir komandi tímabil. „Ekki hugmynd. Ég ætla að vera algjörlega heiðarlegur með það.“ Klippa: Viðtal: Gunnar Heiðar Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Sportpakkinn Ísafjarðarbær Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira
Eftir að hafa misst þjálfara sinn til ÍA nýverið vantaði Vestra þjálfara. Liðið hefur loks fundið sinn mann en fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar var í gærkvöld ráðinn þjálfari liðsins. „Það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir. Hann Sammi (Samúel Samúelsson) er með sannfæringakraft, við getum sagt það. Hann sannfærði mig um að ég væri rétti maðurinn í þetta verkefni.“ „Þetta er virkilega spennandi. Auðvitað er maður ekkert nýr af nálinni í þessu en sem þjálfari er maður tiltölulega ferskur og ungur. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og erfitt að segja nei við svona liði og svona fólki sem vinnur í kringum þetta,“ sagði Gunnar Heiðar um nýjustu áskorun sína en hann hefur undanfarið stýrt liði KFS sem tryggði sér sæti í 3. deildinni síðastliðið haust. Gunnar Heiðar hló dátt er hann var spurður hvort stefnan væri sett beint upp eða hvort hann fengi smá tíma í uppbyggingarferli. „Ég er líka með rosalega mikinn metnað. Ég ætla samt ekki að gefa neitt út, ætla að byrja á að hitta strákana í liðinu og svo getum við ákveðið hvað við ætlum að gera.“ „Nú er ég að koma mér inn í allar þessar Facebook-grúppur til að hafa samband við fólk í kringum mig. Auðvitað er aðstaðan fyrir Vestan ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en það eru tveir leikir um helgina og það verður fyrsta skipti sem ég hitti þá allavega.“ „Það er ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan eða eitthvað, þetta er nú bara hérna á Íslandi. Þetta verður bara skemmtilegt og gaman að upplifa sumar á Vestfjörðum.“ Að lokum var Gunnar Heiðar spurður hvort Vestri þyrfti styrkingu fyrir komandi tímabil. „Ekki hugmynd. Ég ætla að vera algjörlega heiðarlegur með það.“ Klippa: Viðtal: Gunnar Heiðar
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Sportpakkinn Ísafjarðarbær Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira