Þrjúþúsund milljón ástæður Jón Kaldal skrifar 8. mars 2022 14:01 Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði. Ástæðurnar fyrir þessum ákafa þeirra eru einfaldar. Síðla árs 2017 var 45,2 prósent hlutur í Fiskeldi Austfjarða seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum var klásúla um aðkaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði. Fer gegn hagsmunum bæjarbúa Í síðustu viku fengum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum símtal frá okkar góðu baráttusystkinum í Vá - Félagi um vernd fjarðar. Erindið var hvort við gætum komið austur á Seyðisfjörð til að hjálpa þeim að spyrja gagnrýninna spurninga á fundi sem Fiskeldi Austfjarðar hafði boðað til. Við svöruðum að sjálfsögðu kallinu og mættum á fundinn sem fór fram fyrir fullum sal í félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn fimmtudag. Mikill meirihluti íbúa á Seyðisfirði vill ekki sjá sjókvíar með eldislaxi í firðinum. Telur þá starfsemi í fyrsta lagi beinlínis fara gegn þeirri metnaðarfullu uppbyggingu í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi sem hefur verið unnið að af ástríðu í bænum um árabil. Í öðru lagi óttast heimafólk réttilega þann skaða sem sjókvíaeldið mun hafa á náttúru og lífríki fjarðarins. Frétt frá október 2018 þegar norskir eigendur Fiskeldis Austfjarða kynntu áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum á Austfjörðum frá Noregi. Thank You For Smoking Málflutningur þeirra sem töluðu fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða á fundinum var allur á kunnuglegum slóðum. Efst á blaði var meint atvinnusköpun og að umhverfisáhrif af iðnaðinum væru hverfandi. Erindi vísindamannsins sem talaði minnti á þá vísindamenn sem tóbaksiðnaðurinn tefldi fram á sínum tíma og héldu því fram að reykingar væru ekki heilsuspillandi. Nú eða þá fáu vísindamenn okkar tíma sem segja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum, og eru flestir styrkþegar stóru olíufyrirtækjanna þegar betur að gáð. Það er einfaldlega óboðlegt að bjóða upp á erindi þar sem efast er um að hættuna af erfðablöndun sleppifisks úr sjókvíaeldi á villta laxastofna. Stór hluti af störfum í sjókvíaeldi, sem áður þurfti að sinna á staðnum, er nú fjarstýrt af fólki sem situr við tölvuskjái. Fiskeldi Austfjarða kynnti árið 2018 áætlanir um að fjarstýra fóðrun eldislaxa í austfirskum fjörðum frá Noregi (þar sem móðurfélagið er staðsett). Þegar vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum hætti félagið við, enda hvarf þar gulrótin sem fyrirtækið dinglar framan í sveitarstjórnarfólkið og aðra bláeyga stjórnmálamenn um að þessi iðnaður snúist um að skapa störf fyrir íbúa í sjávarbyggðum. Færri störf en var lofað Engin ástæða er til að efast um að um leið og öll tiltæk leyfi eru í höfn, mun þessum áformum verða hrint í framkvæmd. Fyrirtækið mun gera allt sem er á þess valdi til að spara í rekstri og hámarka arð hluthafanna. Þessi saga hefur öll gerst í Noregi áður og um hana verið skrifaðar bækur og greinar. Störfin hafa alltaf orðið miklu færri en var lofað og gróðinn tekinn út annars staðar en í héraði. Árið 1987 störfuðu til dæmis um fjögur þúsund manns við sjókvíaeldi í Noregi og þá var framleiðslan var 46 þúsund tonn.Árið 2018 hafði framleiðslan 28-faldast, var komin í 1,3 milljónir tonna, en störfin voru þó aðeins um 7.500. Þar af sinnti erlent farandverkafólk á lágmarkslaunum stórum hluta þeirra, ekki heimafólk á staðnum. Allt þetta liggur fyrir. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða vilja ólmir að Íslendingar endurtaki sömu mistökin. Þeir munu líka græða persónulega á því. Hvorki við í Íslenska náttúruverndarsjóðnum né íbúar á Seyðisfirði ætlum að sitja þegjandi undir þeim áformum. Samstaðan á fundinum á Herðubreið var alger. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði. Ástæðurnar fyrir þessum ákafa þeirra eru einfaldar. Síðla árs 2017 var 45,2 prósent hlutur í Fiskeldi Austfjarða seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum var klásúla um aðkaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði. Fer gegn hagsmunum bæjarbúa Í síðustu viku fengum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum símtal frá okkar góðu baráttusystkinum í Vá - Félagi um vernd fjarðar. Erindið var hvort við gætum komið austur á Seyðisfjörð til að hjálpa þeim að spyrja gagnrýninna spurninga á fundi sem Fiskeldi Austfjarðar hafði boðað til. Við svöruðum að sjálfsögðu kallinu og mættum á fundinn sem fór fram fyrir fullum sal í félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn fimmtudag. Mikill meirihluti íbúa á Seyðisfirði vill ekki sjá sjókvíar með eldislaxi í firðinum. Telur þá starfsemi í fyrsta lagi beinlínis fara gegn þeirri metnaðarfullu uppbyggingu í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi sem hefur verið unnið að af ástríðu í bænum um árabil. Í öðru lagi óttast heimafólk réttilega þann skaða sem sjókvíaeldið mun hafa á náttúru og lífríki fjarðarins. Frétt frá október 2018 þegar norskir eigendur Fiskeldis Austfjarða kynntu áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum á Austfjörðum frá Noregi. Thank You For Smoking Málflutningur þeirra sem töluðu fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða á fundinum var allur á kunnuglegum slóðum. Efst á blaði var meint atvinnusköpun og að umhverfisáhrif af iðnaðinum væru hverfandi. Erindi vísindamannsins sem talaði minnti á þá vísindamenn sem tóbaksiðnaðurinn tefldi fram á sínum tíma og héldu því fram að reykingar væru ekki heilsuspillandi. Nú eða þá fáu vísindamenn okkar tíma sem segja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum, og eru flestir styrkþegar stóru olíufyrirtækjanna þegar betur að gáð. Það er einfaldlega óboðlegt að bjóða upp á erindi þar sem efast er um að hættuna af erfðablöndun sleppifisks úr sjókvíaeldi á villta laxastofna. Stór hluti af störfum í sjókvíaeldi, sem áður þurfti að sinna á staðnum, er nú fjarstýrt af fólki sem situr við tölvuskjái. Fiskeldi Austfjarða kynnti árið 2018 áætlanir um að fjarstýra fóðrun eldislaxa í austfirskum fjörðum frá Noregi (þar sem móðurfélagið er staðsett). Þegar vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum hætti félagið við, enda hvarf þar gulrótin sem fyrirtækið dinglar framan í sveitarstjórnarfólkið og aðra bláeyga stjórnmálamenn um að þessi iðnaður snúist um að skapa störf fyrir íbúa í sjávarbyggðum. Færri störf en var lofað Engin ástæða er til að efast um að um leið og öll tiltæk leyfi eru í höfn, mun þessum áformum verða hrint í framkvæmd. Fyrirtækið mun gera allt sem er á þess valdi til að spara í rekstri og hámarka arð hluthafanna. Þessi saga hefur öll gerst í Noregi áður og um hana verið skrifaðar bækur og greinar. Störfin hafa alltaf orðið miklu færri en var lofað og gróðinn tekinn út annars staðar en í héraði. Árið 1987 störfuðu til dæmis um fjögur þúsund manns við sjókvíaeldi í Noregi og þá var framleiðslan var 46 þúsund tonn.Árið 2018 hafði framleiðslan 28-faldast, var komin í 1,3 milljónir tonna, en störfin voru þó aðeins um 7.500. Þar af sinnti erlent farandverkafólk á lágmarkslaunum stórum hluta þeirra, ekki heimafólk á staðnum. Allt þetta liggur fyrir. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða vilja ólmir að Íslendingar endurtaki sömu mistökin. Þeir munu líka græða persónulega á því. Hvorki við í Íslenska náttúruverndarsjóðnum né íbúar á Seyðisfirði ætlum að sitja þegjandi undir þeim áformum. Samstaðan á fundinum á Herðubreið var alger. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar