„Hryllingur að þetta sé að gerast 2022“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2022 18:31 Flóttinn reynist mörgum erfiður og óvissan um hvað taki við er mikil. Páll Stefánsson Mikið mæðir á sjálfboðaliðum við landamæri Póllands og Úkraínu sem taka á hverjum degi á móti þúsundum flóttafólks. Ríflega tvær milljónir Úkraínumanna hafa nú flúið stríðið við Rússa. Flestir hafa farið til Póllands en þangað hefur meira ein milljón flóttamanna komið. Páll Stefánsson ljósmyndari hefur síðustu daga verið á ferð við landamærin að Úkraínu en hann vinnur að bók um flóttafólk. Sem stendur er hann staddur í Hrebenne í Póllandi þar sem komið hefur verið upp sérstökum móttökubúðum fyrir flóttafólk. „Þetta er bara hryllingur að þetta sé að gerast 2022. Maður hefði aldrei trúað þessu,“ segir Páll. Nokkuð kalt er enn í veðri sem gerir flóttann fyrir ung börn og gamalmenni erfiðari. „Það er voðalega kalt og hérna það er rétt við frostmark og fólk er að koma hérna gangandi yfir landamærin í stríðum straumi.“ Flestir koma með lítið með sér, jafnvel aðeins einn bakpoka. Hópurinn samanstendur af konum, börnum og eldri mönnum en karlmönnum á aldrinum 18-60 ára hefur verið gert að vera áfram í Úkraínu og berjast í stríðinu. Á móttökustöðinni í Hrebenne hefur verið sett upp súpueldhús og tjöld þar sem fólk getur sest og fengið sér að borða. Þá má líka finna þar hlý föt. Frá Hrebenne er fólkinu, sem kom gangandi yfir landamærin, ekið til höfuðborgar Póllands. „Það eru rútur sem eru að koma þeim til Varsjár og það eru um 450 kílómetrar héðan.“ Flestir þeirra sem sjá um að taka á móti fólkinu og aðstoða það eru sjálfboðaliðar. Páll segir suma þeirra óttast að stríðið geti breiðst út til Póllands ef Pútín Rússlandsforseti verður ekki stöðvaður „Þeim finnst þetta bara bræðraþjóð og svo er líka fólk er bara hrætt við að Rússarnir haldi áfram.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Pólland Tengdar fréttir Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59 Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Ríflega tvær milljónir Úkraínumanna hafa nú flúið stríðið við Rússa. Flestir hafa farið til Póllands en þangað hefur meira ein milljón flóttamanna komið. Páll Stefánsson ljósmyndari hefur síðustu daga verið á ferð við landamærin að Úkraínu en hann vinnur að bók um flóttafólk. Sem stendur er hann staddur í Hrebenne í Póllandi þar sem komið hefur verið upp sérstökum móttökubúðum fyrir flóttafólk. „Þetta er bara hryllingur að þetta sé að gerast 2022. Maður hefði aldrei trúað þessu,“ segir Páll. Nokkuð kalt er enn í veðri sem gerir flóttann fyrir ung börn og gamalmenni erfiðari. „Það er voðalega kalt og hérna það er rétt við frostmark og fólk er að koma hérna gangandi yfir landamærin í stríðum straumi.“ Flestir koma með lítið með sér, jafnvel aðeins einn bakpoka. Hópurinn samanstendur af konum, börnum og eldri mönnum en karlmönnum á aldrinum 18-60 ára hefur verið gert að vera áfram í Úkraínu og berjast í stríðinu. Á móttökustöðinni í Hrebenne hefur verið sett upp súpueldhús og tjöld þar sem fólk getur sest og fengið sér að borða. Þá má líka finna þar hlý föt. Frá Hrebenne er fólkinu, sem kom gangandi yfir landamærin, ekið til höfuðborgar Póllands. „Það eru rútur sem eru að koma þeim til Varsjár og það eru um 450 kílómetrar héðan.“ Flestir þeirra sem sjá um að taka á móti fólkinu og aðstoða það eru sjálfboðaliðar. Páll segir suma þeirra óttast að stríðið geti breiðst út til Póllands ef Pútín Rússlandsforseti verður ekki stöðvaður „Þeim finnst þetta bara bræðraþjóð og svo er líka fólk er bara hrætt við að Rússarnir haldi áfram.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Pólland Tengdar fréttir Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59 Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35
Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22
Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20