Maðurinn látinn sem fékk grætt í sig svínshjarta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2022 15:31 Hjartaskurðlæknirinn Barthley Griffith og hjartaþeginn David Bennett. University of Maryland School of Medicine Fyrsta manneskjan í heiminum til að fá svínshjarta grætt í sig er látin. David Bennett, sem glímdi við banvænan hjartasjúkdóm, lifði í tvo mánuði eftir að hjartað var grætt í hann í skurðaðgerð í Bandaríkjunum. BBC greinir frá og hefur eftir læknum Bennett í Baltimore að ástand hans hafi byrjað að versna fyrir nokkrum dögum. Hann lést í gær 57 ára. Átta tíma aðgerð Skurðaðgerðin fór fram þann 7. janúar og var hún talin marka tímamót í læknavísindunum. Hún tók átta klukkustundir og var líðan Bennett með ágætum að henni lokinni. „Það býr til púls, það skapar þrýsting; það er hjartað hans,“ sagði Bartley Griffith, hjartalæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina. „Það gengur og lítur eðlilega út. Við erum gríðarlega ánægð en vitum ekki hvað gerist á morgun. Þetta hefur aldrei áður verið gert.“ Annaðhvort aðgerð eða dauði Bennett ákvað að slá til þegar Griffith leitaði til hans með hugmyndina. Bennett þjáðist af hjartasjúkdóm sem hefði leitt hann til dauða. Allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað var að hann fengi líffæri úr manni. „Það var annað hvort að deyja eða gangast undir þessa aðgerð,“ sagði Bennett fyrir aðgerðina. „Ég vil lifa. Ég veit að þetta er áhættusamt en fyrir mig er þetta lokaúrræðið.“ Dyr að opnast en langur vegur eftir David Klassen, líffæraskurðlæknir og yfirlæknir United Network for Organ sharing, sagði í viðtali við New York Yimes í janúar að dyr væru að opnast sem hann teldi að myndu leiða til stórfelldra breytinga í því hvernig líffærabilanir yrðu meðhöndlaðar. Hann varaði þó við því að enn ætti eftir að yfirstíga margar hindranir og benti á að oftsinnis hafni líffæraþegar nýjum líffærum jafnvel þótt þau séu úr manneskju og hafi verið metinn þannig að þau hæfðu þeganum. „Það er mikið gert úr svona viðburðum í fjölmiðlum og það er mikilvægt að horfa á þetta í samhengi,“ sagði Klassen. „Það tekur langan tíma að fullþróa meðferð sem þessa.“ Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
BBC greinir frá og hefur eftir læknum Bennett í Baltimore að ástand hans hafi byrjað að versna fyrir nokkrum dögum. Hann lést í gær 57 ára. Átta tíma aðgerð Skurðaðgerðin fór fram þann 7. janúar og var hún talin marka tímamót í læknavísindunum. Hún tók átta klukkustundir og var líðan Bennett með ágætum að henni lokinni. „Það býr til púls, það skapar þrýsting; það er hjartað hans,“ sagði Bartley Griffith, hjartalæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina. „Það gengur og lítur eðlilega út. Við erum gríðarlega ánægð en vitum ekki hvað gerist á morgun. Þetta hefur aldrei áður verið gert.“ Annaðhvort aðgerð eða dauði Bennett ákvað að slá til þegar Griffith leitaði til hans með hugmyndina. Bennett þjáðist af hjartasjúkdóm sem hefði leitt hann til dauða. Allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað var að hann fengi líffæri úr manni. „Það var annað hvort að deyja eða gangast undir þessa aðgerð,“ sagði Bennett fyrir aðgerðina. „Ég vil lifa. Ég veit að þetta er áhættusamt en fyrir mig er þetta lokaúrræðið.“ Dyr að opnast en langur vegur eftir David Klassen, líffæraskurðlæknir og yfirlæknir United Network for Organ sharing, sagði í viðtali við New York Yimes í janúar að dyr væru að opnast sem hann teldi að myndu leiða til stórfelldra breytinga í því hvernig líffærabilanir yrðu meðhöndlaðar. Hann varaði þó við því að enn ætti eftir að yfirstíga margar hindranir og benti á að oftsinnis hafni líffæraþegar nýjum líffærum jafnvel þótt þau séu úr manneskju og hafi verið metinn þannig að þau hæfðu þeganum. „Það er mikið gert úr svona viðburðum í fjölmiðlum og það er mikilvægt að horfa á þetta í samhengi,“ sagði Klassen. „Það tekur langan tíma að fullþróa meðferð sem þessa.“
Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14