Forseti PSG ætlaði í dómarann eftir leik og lét öllum illum látum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 09:01 Nasser Al-Khelaifi er forseti Paris Saint-Germain og hefur sett mikinn pening í félagið til að vinna loksins Meistaradeildina. Hann þarf að bíða í eitt ár enn að minnsta kosti. Getty/Sebnem Coskun Forráðamenn Paris Saint-Germain voru öskuillir eftir leik Real Madrid og Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gærkvöldi þar sem Real sló PSG út. Það þurfti að kalla til öryggisverði til að halda aftur af Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG, og íþróttastjóranum Leonardo eftir leikinn. Þeir ætluðu báðir að finna dómara leiksins og kvarta yfir hans frammistöðu. PSG were left fuming after Real Madrid's win at the Bernabeu, with security having to intervene when president Nasser Al-Khelaifi and sporting director Leonardo went looking for the referee to complain about his performance, sources have told @alexkirkland. pic.twitter.com/UhNt7f6wYH— ESPN FC (@ESPNFC) March 10, 2022 Parísarliðið var í góðum málum eftir að Kylian Mbappe kom liðinu 1-0 yfir og þar með 2-0 samanlagt. Karim Benzema skoraði hins vegar þrennu í seinni hálfleik og tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitum. PSG-menn voru sérstaklega ósáttir með jöfnunarmarkið hjá Karim Benzema en þeir töldu að Benzema hefði þar brotið á markverðinum Gianluigi Donnarumma áður en hann skoraði. At the end of the match, PSG president Nasser Al-Khelaifi went to the locker room reportedly hitting and yelling while looking for the referees, per @m_marchante pic.twitter.com/WbXv16luVa— B/R Football (@brfootball) March 9, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir því að þeir Al-Khelaifi og Leonardo hefðu yfirgefið forsetasvítuna í leikslok látandi öllum illum látum. Þeir öskruðu og kölluðu ákvörðun dómarans skammarlega áður en þeir lögðu af stað í átt að leikmannagöngunum til að leita uppi búningsklefa dómaranna. Þeir fundu ekki dómaraherbergið strax en það tókst á endanum. Þeir bönkuðu þá á dyrnar en öryggisverðir mættu þá að staðinn til að róa menn niður og koma í veg fyrir að PSG-mennirnir færu í dómarann. Einn heimildarmaður ESPN sagði að hann hefði aldrei séð háttsetta menn haga sér svona á knattspyrnuleik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Það þurfti að kalla til öryggisverði til að halda aftur af Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG, og íþróttastjóranum Leonardo eftir leikinn. Þeir ætluðu báðir að finna dómara leiksins og kvarta yfir hans frammistöðu. PSG were left fuming after Real Madrid's win at the Bernabeu, with security having to intervene when president Nasser Al-Khelaifi and sporting director Leonardo went looking for the referee to complain about his performance, sources have told @alexkirkland. pic.twitter.com/UhNt7f6wYH— ESPN FC (@ESPNFC) March 10, 2022 Parísarliðið var í góðum málum eftir að Kylian Mbappe kom liðinu 1-0 yfir og þar með 2-0 samanlagt. Karim Benzema skoraði hins vegar þrennu í seinni hálfleik og tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitum. PSG-menn voru sérstaklega ósáttir með jöfnunarmarkið hjá Karim Benzema en þeir töldu að Benzema hefði þar brotið á markverðinum Gianluigi Donnarumma áður en hann skoraði. At the end of the match, PSG president Nasser Al-Khelaifi went to the locker room reportedly hitting and yelling while looking for the referees, per @m_marchante pic.twitter.com/WbXv16luVa— B/R Football (@brfootball) March 9, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir því að þeir Al-Khelaifi og Leonardo hefðu yfirgefið forsetasvítuna í leikslok látandi öllum illum látum. Þeir öskruðu og kölluðu ákvörðun dómarans skammarlega áður en þeir lögðu af stað í átt að leikmannagöngunum til að leita uppi búningsklefa dómaranna. Þeir fundu ekki dómaraherbergið strax en það tókst á endanum. Þeir bönkuðu þá á dyrnar en öryggisverðir mættu þá að staðinn til að róa menn niður og koma í veg fyrir að PSG-mennirnir færu í dómarann. Einn heimildarmaður ESPN sagði að hann hefði aldrei séð háttsetta menn haga sér svona á knattspyrnuleik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira