Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 11:59 Ólöfu Helgu Adolfsdóttur var sagt upp í ágúst síðastliðinn eftir að hafa starfað um árabil sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt. Hæstiréttur vísaði til þess að meginágreiningur Icelandair og varnaraðila lyti að því hvort Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður við uppsögn. Hæstiréttur taldi ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair. Ólöf Helga Adolfsdóttir bauð sig fram til embættis formanns Eflingar í febrúnar en beið þar lægri hlut.Vísir/Vilhelm Ólöf Helga hafði gegnt embætti trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli frá árinu 2018 og tilnefnd sem trúnaðarmaður Eflingar stéttarfélags frá mars 2018 til marsmánaðar 2020. Í febrúar 2020 mun Flugfélag Íslands hafa sent tilkynningu um skipan öryggisnefndar sinnar til Vinnueftirlitsins og átti Ólöf Helga sæti í henni sem öryggistrúnaðarmaður. Icelandair svo tók yfir ráðningarsamning hennar á vormánuðum 2020, en með bréfi 20. ágúst 2021 sagði Icelandair henni upp störfum frá og með 31. sama mánaðar. Laut ágreiningur málsins meðal annars að því hvort Ólöf Helga hefði haldið stöðu sinni sem öryggistrúnaðarmaður við sameiningu Flugfélags Íslands ehf. og Icelandair. Sóknaraðilinn í málinu krafðist þess fyrir Hæstarétti að úrskurður Félagsdóms yrði felldur úr gildi og kröfunni yrði vísað frá Félagsdómi. ASÍ krafðist hins vegar staðfestingar hins kærða úrskurðar. Líkt og áður sagði taldi Hæstiréttur ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu sóknaraðilanna. Sóknaraðilum var gert að greiða kærumálskostnað, alls hálfa milljón króna. Dómsmál Vinnumarkaður Stéttarfélög Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Hæstiréttur vísaði til þess að meginágreiningur Icelandair og varnaraðila lyti að því hvort Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður við uppsögn. Hæstiréttur taldi ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair. Ólöf Helga Adolfsdóttir bauð sig fram til embættis formanns Eflingar í febrúnar en beið þar lægri hlut.Vísir/Vilhelm Ólöf Helga hafði gegnt embætti trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli frá árinu 2018 og tilnefnd sem trúnaðarmaður Eflingar stéttarfélags frá mars 2018 til marsmánaðar 2020. Í febrúar 2020 mun Flugfélag Íslands hafa sent tilkynningu um skipan öryggisnefndar sinnar til Vinnueftirlitsins og átti Ólöf Helga sæti í henni sem öryggistrúnaðarmaður. Icelandair svo tók yfir ráðningarsamning hennar á vormánuðum 2020, en með bréfi 20. ágúst 2021 sagði Icelandair henni upp störfum frá og með 31. sama mánaðar. Laut ágreiningur málsins meðal annars að því hvort Ólöf Helga hefði haldið stöðu sinni sem öryggistrúnaðarmaður við sameiningu Flugfélags Íslands ehf. og Icelandair. Sóknaraðilinn í málinu krafðist þess fyrir Hæstarétti að úrskurður Félagsdóms yrði felldur úr gildi og kröfunni yrði vísað frá Félagsdómi. ASÍ krafðist hins vegar staðfestingar hins kærða úrskurðar. Líkt og áður sagði taldi Hæstiréttur ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu sóknaraðilanna. Sóknaraðilum var gert að greiða kærumálskostnað, alls hálfa milljón króna.
Dómsmál Vinnumarkaður Stéttarfélög Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31
Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48