Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 14:01 Myndataka mannsins átti sér stað í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í lok desember 2019. Seltjarnarnes.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019. Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir vörslu sex ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og tvö myndskeið af óþekktum hálfnöktum og nöktum stúlkubörnum í ónefndri sundhöll á Íslandi. Þriðji ákæruliðurinn snýr svo að vörslu á öðru barnaklámi. Í dómnum kemur fram að fresta skuli fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Hann var einnig dæmdur til að greiða föðurnum og tveimur dætrum hverju um sig 400 þúsund krónur í miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi þau brot sem honum var gefin að sök og viðurkenndi hann bótaskyldu en taldi bótafjárhæðirnar of háar, en samkvæmt einkarréttarkröfu var farið fram á eina milljón króna fyrir hvert þeirra, alls þrjár milljónir króna. Maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög að því er segir í dómnum, en hann var nú dæmdur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Hætta á stjórnlausri dreifingu Við ákvörðun refsingar ákærða leit dómarinn til þess að brot sem þessi feli í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs, auk þess sem brotinu var að hluta til beint að börnum. „Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður og þeirra nánustu aðstandendum andlegu tjóni eða hugarangri. Jafnframt verður í þessu samhengi að líta til þess að ávallt er hætta á því að myndefni af þessum toga fari í stjórnlausa dreifingu á internetinu á einn eða annan hátt, öðrum til ama og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Leitaði sér aðstoðar Til málsbóta var horft til játningar mannsins og að maðurinn hafi leitað sér aðstoðar eftir að brotin voru framin, meðal annars í því skyni að draga úr líkum á skaðlegri hegðun, fá greiningu á áhættuhegðun og til að byggja upp styrkleika til að koma í veg fyrir frekari brot. „Þá verður ráðið af vottorðinu að ákærði hafi frá því rannsókn málsins hófst hjá lögreglu verið illa haldinn af kvíða og depurð.“ Einnig segir að einhverjar tafir hafi orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola, alls 1,1 milljón króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að brotið hefði átt sér stað í sundlaug í Kópavogi. Sundlaugar Dómsmál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Seltjarnarnes Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir vörslu sex ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og tvö myndskeið af óþekktum hálfnöktum og nöktum stúlkubörnum í ónefndri sundhöll á Íslandi. Þriðji ákæruliðurinn snýr svo að vörslu á öðru barnaklámi. Í dómnum kemur fram að fresta skuli fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Hann var einnig dæmdur til að greiða föðurnum og tveimur dætrum hverju um sig 400 þúsund krónur í miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi þau brot sem honum var gefin að sök og viðurkenndi hann bótaskyldu en taldi bótafjárhæðirnar of háar, en samkvæmt einkarréttarkröfu var farið fram á eina milljón króna fyrir hvert þeirra, alls þrjár milljónir króna. Maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög að því er segir í dómnum, en hann var nú dæmdur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Hætta á stjórnlausri dreifingu Við ákvörðun refsingar ákærða leit dómarinn til þess að brot sem þessi feli í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs, auk þess sem brotinu var að hluta til beint að börnum. „Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður og þeirra nánustu aðstandendum andlegu tjóni eða hugarangri. Jafnframt verður í þessu samhengi að líta til þess að ávallt er hætta á því að myndefni af þessum toga fari í stjórnlausa dreifingu á internetinu á einn eða annan hátt, öðrum til ama og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Leitaði sér aðstoðar Til málsbóta var horft til játningar mannsins og að maðurinn hafi leitað sér aðstoðar eftir að brotin voru framin, meðal annars í því skyni að draga úr líkum á skaðlegri hegðun, fá greiningu á áhættuhegðun og til að byggja upp styrkleika til að koma í veg fyrir frekari brot. „Þá verður ráðið af vottorðinu að ákærði hafi frá því rannsókn málsins hófst hjá lögreglu verið illa haldinn af kvíða og depurð.“ Einnig segir að einhverjar tafir hafi orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola, alls 1,1 milljón króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að brotið hefði átt sér stað í sundlaug í Kópavogi.
Sundlaugar Dómsmál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Seltjarnarnes Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira