Sakar ráðherra og Útlendingastofnun um valdarán Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2022 14:21 Þingmönnum var heitt í hamsi þegar þeir stigu einn af öðrum í pontu Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. Þingamaður Pírata sagði Útlendingastofnun ítrekað hafa framið lögbrot. Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sakaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun um valdarán á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Það var kurr í þeim stjórnarandstöðuþingmönnum sem mættu einn af öðrum í ræðustól Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. „Það sem ég vil ítreka hér í dag er beiðni mín til hæstvirts forseta þingsins um að grípa inn í málið og tala fyrir hönd þingsins, gæta að virðingu þess og ég óska eftir svörum við því hvernig forseti hyggst bregðast við þessu valdaráni,“ sagði Arndís. Útlendingastofnun hefur látið hjá líða að veita allsherjar-og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Arndís bað þingheim um að velta því fyrir sér hvaða fordæmi málið setti. „Mig langar að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga hvaða afleiðingar það hefur ef Alþingi lætur það óátalið að stofnun, hvað þá í skjóli og að mér skilst samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sinni ekki lagaskyldum um að afhenda þinginu gögn samkvæmt þingskaparlögum. Mig langar bara að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga það hvaða fordæmi þetta setur ef við bregðumst ekki við sama hvað fólki kann að finnast um þetta tiltekna mál,“ sagði Arndís. Í minnisblaði frá lagaskrifstofu Alþingis kemur fram að Útlendingastofnun sé skylt að svara beiðnum Alþingis um gögn vegna veitingar ríkisborgararéttar og það innan viku. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Arndísi og bað forseta Alþingis um að bregðast við. „Þetta er ekki valkvætt. Útlendingastofnun skal útvega gögn frá lögreglu og skal veita umsögn. Það er ekkert val herra forseti þannig að nú þarf herra forseti að standa með þinginu og berja í borðið.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði framgöngu þessa forkastanlega. „Þetta er ekkert öðruvísi en neitt annað mál sem viðkemur eftirlitshlutverki þingsins og lagasetningu þingsins því þetta snýst nú einu sinni um að setja lög um ríkisborgararétt. Þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er lagasetning þingsins og að framkvæmdavaldið ætli að reyna að snúa út úr og segja „ nei, þetta varðar ekki eftirlitsskyldu þingsins og þar af leiðandi ætlum við ekki að láta ykkur fá gögnin“ er forkastanlegt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allherjar- og menntamálanefndar þingsins sagði að það væri langt seilst að væna Útlendingastofnun um lögbrot þegar málið snerist um að stofnunin sé of sein að veita umbeðin gögn. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Það var kurr í þeim stjórnarandstöðuþingmönnum sem mættu einn af öðrum í ræðustól Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. „Það sem ég vil ítreka hér í dag er beiðni mín til hæstvirts forseta þingsins um að grípa inn í málið og tala fyrir hönd þingsins, gæta að virðingu þess og ég óska eftir svörum við því hvernig forseti hyggst bregðast við þessu valdaráni,“ sagði Arndís. Útlendingastofnun hefur látið hjá líða að veita allsherjar-og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Arndís bað þingheim um að velta því fyrir sér hvaða fordæmi málið setti. „Mig langar að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga hvaða afleiðingar það hefur ef Alþingi lætur það óátalið að stofnun, hvað þá í skjóli og að mér skilst samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sinni ekki lagaskyldum um að afhenda þinginu gögn samkvæmt þingskaparlögum. Mig langar bara að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga það hvaða fordæmi þetta setur ef við bregðumst ekki við sama hvað fólki kann að finnast um þetta tiltekna mál,“ sagði Arndís. Í minnisblaði frá lagaskrifstofu Alþingis kemur fram að Útlendingastofnun sé skylt að svara beiðnum Alþingis um gögn vegna veitingar ríkisborgararéttar og það innan viku. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Arndísi og bað forseta Alþingis um að bregðast við. „Þetta er ekki valkvætt. Útlendingastofnun skal útvega gögn frá lögreglu og skal veita umsögn. Það er ekkert val herra forseti þannig að nú þarf herra forseti að standa með þinginu og berja í borðið.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði framgöngu þessa forkastanlega. „Þetta er ekkert öðruvísi en neitt annað mál sem viðkemur eftirlitshlutverki þingsins og lagasetningu þingsins því þetta snýst nú einu sinni um að setja lög um ríkisborgararétt. Þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er lagasetning þingsins og að framkvæmdavaldið ætli að reyna að snúa út úr og segja „ nei, þetta varðar ekki eftirlitsskyldu þingsins og þar af leiðandi ætlum við ekki að láta ykkur fá gögnin“ er forkastanlegt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allherjar- og menntamálanefndar þingsins sagði að það væri langt seilst að væna Útlendingastofnun um lögbrot þegar málið snerist um að stofnunin sé of sein að veita umbeðin gögn.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50