Ók á meira en 100 í íbúðargötu á flótta undan lögreglu og klessti svo á Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 19:00 Hér má sjá einn þeirra þriggja bíla sem varð fyrir bílnum í gærkvöldi. vísir/vilhelm Þrír bílar skemmdust mikið þegar ökumaður sem lögregla veitti eftirför missti stjórn á bíl sínum og klessti á þá seint í gærkvöldi. Lögregla segir mildi að enginn hafi orðið fyrir bílnum sem er talinn hafa verið á yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund. Mikil hætta skapaðist á Sogaveginum á miðnætti í gærkvöldi þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og keyrði hér inn í þrjá kyrrstæða bíla. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni var aðkoman í dag vægast sagt óhugguleg og ljóst að það var mikil mildi að ekki fór verr. Lögregla fékk tilkynningu rétt fyrir miðnætti í gær um bíl sem ók hratt í borginni og rásaði um göturnar. Hún fann hann síðan á Bústaðavegi en þegar honum var gefið merki um að stöðva gaf hann í. „Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og þá upphófst eftirför; hann sinnti ekki stöðvunarskyldu, keyrði upp á gangstéttar og gegn rauðu ljósi og svo endaði þetta hérna á Sogaveginum þegar hann keyrði yfir hraðahindrun og þar hentist bíllinn í loftköstum og lenti á þremur bílum hér,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hægt að kenna hraðahindrun um Margir íbúa götunnar vildu kenna einmitt þessu atriði um slysið; það er að segja sjálfri hraðahindruninni. En eins og sést í myndbandinu sem fylgir er vegurinn ansi holóttur þar sem hún er að hefjast. „Ég segi að það sé af og frá,“ segir Guðmundur Páll. „Hérna er 30 kíklómetra hámarkshraði og það eru margar hraðahindranir hér á Sogaveginum. Það eru krakkar sem búa hérna í hverfunum fyrir neðan sem að sækja skóla hérna Breiðagerðis og Réttarholtsskóla og það er bara nauðsynlegt að hafa þessa hraðahindrun.“ Hraða ökumannsins er hér um að kenna að sögn Guðmundar, sem er grunaður um að hafa verið á meira en 100 kílómetra hraða á klukkustund í þessari þrjátíu götu. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna. „Hann meiddist eitthvað eða slasaðist eitthvað og var fluttur á slysadeild og er þar í dag en er ekki með alvarleg meiðsli sem betur fer,“ segir Guðmundur Páll. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Mikil hætta skapaðist á Sogaveginum á miðnætti í gærkvöldi þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og keyrði hér inn í þrjá kyrrstæða bíla. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni var aðkoman í dag vægast sagt óhugguleg og ljóst að það var mikil mildi að ekki fór verr. Lögregla fékk tilkynningu rétt fyrir miðnætti í gær um bíl sem ók hratt í borginni og rásaði um göturnar. Hún fann hann síðan á Bústaðavegi en þegar honum var gefið merki um að stöðva gaf hann í. „Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og þá upphófst eftirför; hann sinnti ekki stöðvunarskyldu, keyrði upp á gangstéttar og gegn rauðu ljósi og svo endaði þetta hérna á Sogaveginum þegar hann keyrði yfir hraðahindrun og þar hentist bíllinn í loftköstum og lenti á þremur bílum hér,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hægt að kenna hraðahindrun um Margir íbúa götunnar vildu kenna einmitt þessu atriði um slysið; það er að segja sjálfri hraðahindruninni. En eins og sést í myndbandinu sem fylgir er vegurinn ansi holóttur þar sem hún er að hefjast. „Ég segi að það sé af og frá,“ segir Guðmundur Páll. „Hérna er 30 kíklómetra hámarkshraði og það eru margar hraðahindranir hér á Sogaveginum. Það eru krakkar sem búa hérna í hverfunum fyrir neðan sem að sækja skóla hérna Breiðagerðis og Réttarholtsskóla og það er bara nauðsynlegt að hafa þessa hraðahindrun.“ Hraða ökumannsins er hér um að kenna að sögn Guðmundar, sem er grunaður um að hafa verið á meira en 100 kílómetra hraða á klukkustund í þessari þrjátíu götu. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna. „Hann meiddist eitthvað eða slasaðist eitthvað og var fluttur á slysadeild og er þar í dag en er ekki með alvarleg meiðsli sem betur fer,“ segir Guðmundur Páll.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira