Smástirni sprakk norður af Íslandi Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 10:43 Stjörnu-Sævar ásamt smástirni, þó ekki því sem sprakk í gærkvöldi. Vísir/Baldur/Getty Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, greindi frá atburðinum á Facebook í morgun. Hann segir smástirnið hafa sprungið yfir hafi norðan Íslands um klukkan 21:23 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hann að erfitt sé að segja til um úr hverju smástirnið var en það hafi líklega verið úr venjulegu grjóti, svipuðu því sem finna má víða hér á landi. Hann segir stirnið ekki hafa verið stórt, um þrír til fjórir metrar að þvermáli eða svipað og venjulegur fólksbíll. Það hafi þó vegið ansi mikið enda var sprengingin gríðarmikil, til að líkja eftir henni þyrfti um tvö til þrjú þúsund tonn af dínamíti. Einungis fimmta skipti sem feigu smástirni er veitt heiti Athygli vekur að smástirnið fannst skömmu áður en það rakst á jörðina og var gefið skrárheitið 2022 EB5. Aðeins fjórum sinnum áður hefur smástirni verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni þrátt fyrir að það gerist um það bil vikulega. Árið 2008 uppgötvaðist smástirni fyrst skömmu áður en það skall á jörðinni en síðan þá hafa mennirnir vaktað himininn betur og fjögur bæst í hópinn. Smástirnið sem uppgötvaðist 2008 tilheyrir einmitt sama smástirnahópi og það sem sprakk í gærkvöldi. Smástirni úr hópi Apollo-jarðnándarsmástirnar skera reglulega braut jarðarinnar en þau eru svo lítil að engin hætta stafar af þeim, að sögn Sævars. Hefði ekki farið fram hjá nokkrum manni Sem áður segir sprakk smástirnið yfir hafi norður af Íslandi svo ólíklegt er að nokkur maður hafi séð það springa. Sævari hafa þó borist nokkur skilaboð frá fólki á Norðurlandi sem kveðst hafa orðið vart við einhvers konar blossa í gærkvöldi. Sævar Helgi segir það hefði verið mikið sjónarspil hefði smástirnið sprungið örlítið sunnar yfir Íslandi. Smástirnið hefði lýst upp næturhimininn, töluvert skærar en tunglið, og nokkrum mínútum eftir sprenginguna hefðu heyrst miklar drunur. Þá hefðu brot úr stirninu sáldrast yfir landið, án nokkurrar hættu þó. Hvað eru eiginlega smástirni? Smástirni eru litlir hnettir eða hnullungar úr bergi og/eða málmum á braut um sólina, að því er segir á Stjörnufræðivefnum, sem Sævar Helgi ritstýrir. Þau geta verið allt frá einum metra upp í tæplega eitt þúsund kílómetra að stærð og eru þar af leiðandi ekki nægilega stór til að teljast reikistjörnur. Stærsta smástirnið, Ceres, er þó einnig skráð sem dvergreikistjarna. Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega stóð að smástirnið hefði sprungið klukkan 22:25. Geimurinn Norðurþing Akureyri Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, greindi frá atburðinum á Facebook í morgun. Hann segir smástirnið hafa sprungið yfir hafi norðan Íslands um klukkan 21:23 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hann að erfitt sé að segja til um úr hverju smástirnið var en það hafi líklega verið úr venjulegu grjóti, svipuðu því sem finna má víða hér á landi. Hann segir stirnið ekki hafa verið stórt, um þrír til fjórir metrar að þvermáli eða svipað og venjulegur fólksbíll. Það hafi þó vegið ansi mikið enda var sprengingin gríðarmikil, til að líkja eftir henni þyrfti um tvö til þrjú þúsund tonn af dínamíti. Einungis fimmta skipti sem feigu smástirni er veitt heiti Athygli vekur að smástirnið fannst skömmu áður en það rakst á jörðina og var gefið skrárheitið 2022 EB5. Aðeins fjórum sinnum áður hefur smástirni verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni þrátt fyrir að það gerist um það bil vikulega. Árið 2008 uppgötvaðist smástirni fyrst skömmu áður en það skall á jörðinni en síðan þá hafa mennirnir vaktað himininn betur og fjögur bæst í hópinn. Smástirnið sem uppgötvaðist 2008 tilheyrir einmitt sama smástirnahópi og það sem sprakk í gærkvöldi. Smástirni úr hópi Apollo-jarðnándarsmástirnar skera reglulega braut jarðarinnar en þau eru svo lítil að engin hætta stafar af þeim, að sögn Sævars. Hefði ekki farið fram hjá nokkrum manni Sem áður segir sprakk smástirnið yfir hafi norður af Íslandi svo ólíklegt er að nokkur maður hafi séð það springa. Sævari hafa þó borist nokkur skilaboð frá fólki á Norðurlandi sem kveðst hafa orðið vart við einhvers konar blossa í gærkvöldi. Sævar Helgi segir það hefði verið mikið sjónarspil hefði smástirnið sprungið örlítið sunnar yfir Íslandi. Smástirnið hefði lýst upp næturhimininn, töluvert skærar en tunglið, og nokkrum mínútum eftir sprenginguna hefðu heyrst miklar drunur. Þá hefðu brot úr stirninu sáldrast yfir landið, án nokkurrar hættu þó. Hvað eru eiginlega smástirni? Smástirni eru litlir hnettir eða hnullungar úr bergi og/eða málmum á braut um sólina, að því er segir á Stjörnufræðivefnum, sem Sævar Helgi ritstýrir. Þau geta verið allt frá einum metra upp í tæplega eitt þúsund kílómetra að stærð og eru þar af leiðandi ekki nægilega stór til að teljast reikistjörnur. Stærsta smástirnið, Ceres, er þó einnig skráð sem dvergreikistjarna. Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega stóð að smástirnið hefði sprungið klukkan 22:25.
Geimurinn Norðurþing Akureyri Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira