Líður öruggari með hverjum deginum sem líður: „Ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 12:09 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Íslendingur sem búsettur er í Kænugarði óttast ekki að Rússar séu að undirbúa áhlaup á borgina. Hann segir tilraunir Rússa til að ná úkraínskum borgum á sitt vald hafa misheppnast hrapalega. Næstu tveir dagar komi til með að segja mikið um framhald stríðsins. Erlendir miðlar hafa í morgun greint frá því að Rússar gætu verið að undirbúa áhlaup á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Hergagnalest þeirra hafi dreift sér í kring um borgina og Rússum orðið nokkuð ágengt í árásum sínum á bæi og svæði utan hennar. Hersveitir nálgist Kænugarð og séu komnar í um 25 kílómetra fjarlægð frá borginni. Í vaktinni hér að neðan er hægt að nálgast allar nýjustu fréttir af gangi mála í Úkraínu: Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði segir þessar fréttir ekki gefa alveg rétta mynd af stöðunni. Sérfræðingar telji að hergagnalestin hafi dreift úr sér til að koma sér úr opinni skotlínu Úkraínumanna. „Bara til þess að taka sig saman upp á nýtt af því að skipulagið eins og það hefur verið að ganga hingað til það hefur ekki gengið upp,“ segir Óskar. Ró yfir Kænugarði Rússum hafi gengið afar illa að vinna landsvæði í kring um Kænugarð. „Þeim er algjörlega haldið við og borgin sjálf er mjög mjög vel varin. Bæði á útjaðrinum og í kring um hana og síðan bara inni í borginni. Ég meina ég fór út í apótek í morgun og ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur á leiðinni og sandpoka og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar. Honum líði því ágætlega öruggum í Kænugarði eins og er. „Mér líður alltaf betur og betur varðandi mitt eigið öryggi með hverjum degi sem líður upp á það að gera að það er að færast svo mikil ró yfir borgina sjálfa hérna. Það eru ekki búnir að vera neinir skotbardagar, það eru engir Rússar inni í borginni,“ segir Óskar. Næstu dagar skipti sköpum Rússar virðast hafa gefið í árásir sínar á ýmsar borgir í morgun. Óskar er þó bjartsýnn enda hafi þeim gengið illa að ná borgum á sitt vald frá því að þeir réðust inn í landið. „Meira að segja á stöðum eins og í Mariupol. Að Mariupol sem er gjörsamlega búið að bomba í klessu að þeir ná ekki inn fyrir Mariupol. Sem er alveg ótrúlegt miðað við að hún sé rafmagnslaus, vatnslaus, hitalaus. En Úkraínuher hleypir þeim ekki inn,“ segir Óskar. Næstu dagar muni skipta sköpum í stríðinu. „Næstu svona 48 tímar munu segja okkur helvíti mikið um hvernig næstu vikur verða. Svona hvernig þetta stríð mun þróast. En það er náttúrulega ómögulegt að spá fyrir um stríð,“ segir Óskar. Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Erlendir miðlar hafa í morgun greint frá því að Rússar gætu verið að undirbúa áhlaup á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Hergagnalest þeirra hafi dreift sér í kring um borgina og Rússum orðið nokkuð ágengt í árásum sínum á bæi og svæði utan hennar. Hersveitir nálgist Kænugarð og séu komnar í um 25 kílómetra fjarlægð frá borginni. Í vaktinni hér að neðan er hægt að nálgast allar nýjustu fréttir af gangi mála í Úkraínu: Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði segir þessar fréttir ekki gefa alveg rétta mynd af stöðunni. Sérfræðingar telji að hergagnalestin hafi dreift úr sér til að koma sér úr opinni skotlínu Úkraínumanna. „Bara til þess að taka sig saman upp á nýtt af því að skipulagið eins og það hefur verið að ganga hingað til það hefur ekki gengið upp,“ segir Óskar. Ró yfir Kænugarði Rússum hafi gengið afar illa að vinna landsvæði í kring um Kænugarð. „Þeim er algjörlega haldið við og borgin sjálf er mjög mjög vel varin. Bæði á útjaðrinum og í kring um hana og síðan bara inni í borginni. Ég meina ég fór út í apótek í morgun og ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur á leiðinni og sandpoka og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar. Honum líði því ágætlega öruggum í Kænugarði eins og er. „Mér líður alltaf betur og betur varðandi mitt eigið öryggi með hverjum degi sem líður upp á það að gera að það er að færast svo mikil ró yfir borgina sjálfa hérna. Það eru ekki búnir að vera neinir skotbardagar, það eru engir Rússar inni í borginni,“ segir Óskar. Næstu dagar skipti sköpum Rússar virðast hafa gefið í árásir sínar á ýmsar borgir í morgun. Óskar er þó bjartsýnn enda hafi þeim gengið illa að ná borgum á sitt vald frá því að þeir réðust inn í landið. „Meira að segja á stöðum eins og í Mariupol. Að Mariupol sem er gjörsamlega búið að bomba í klessu að þeir ná ekki inn fyrir Mariupol. Sem er alveg ótrúlegt miðað við að hún sé rafmagnslaus, vatnslaus, hitalaus. En Úkraínuher hleypir þeim ekki inn,“ segir Óskar. Næstu dagar muni skipta sköpum í stríðinu. „Næstu svona 48 tímar munu segja okkur helvíti mikið um hvernig næstu vikur verða. Svona hvernig þetta stríð mun þróast. En það er náttúrulega ómögulegt að spá fyrir um stríð,“ segir Óskar.
Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira