Éljagangur og kalt loft kalt loft ollu þrumum og eldingum í samstarfi við kröftuga sunnanátt í morgun. Veðrið fór yfir Faxaflóa og rétt missti af Reykjanesi, að sögn Birtu Lífar Kristinsdóttur, veðusrfræðings á Veðurstofu Íslands. Hún greindi frá eldingunum á Twitter í morgun.
Öflugur klakkabakki á Snæfellsnesinu núna með fullt af eldingum pic.twitter.com/dX6ntNboue
— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) March 13, 2022
Þá segir hún klakkabakkann nú ganga inn á Breiðafjörð og að tekið sé að draga úr honum.
Birta Líf segir óalgengt að þrumur og eldingar verði hér á landi en að það gerist aðallega í éljagangi og sunnanátt líkt og í dag. Mjög fallegt og skemmtilegt, kannski ekki að lenda í þessu en að fylgjast með þessu úr sætinu mínu á Veðurstofunnni,“ segir hún í samtali við Vísi.
Veðurstofan hefur ekki gefið út viðvörun til almenning en Birta Líf segir nokkra hættu geta skapast í aðstæðum sem þessum. Flugumferðaryfirvöld voru þó látin vita af stöðunni.
„Flugvélarnar vita nákvæmlega hvar þetta er og geta flogið fram hjá þessu,“