Náði holu í höggi en ekki fimmu frá öllum Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2022 14:59 Viktor Hovland með teighögg á The Players. Hann er í 3. sæti heimslistans í golfi. AP/Lynne Sladky Indverjinn Anirban Lahiri er enn með eins höggs forskot fyrir lokahringinn á The Players mótinu í golfi í dag en fjórir kylfingar koma fast á hæla honum. Lahiri lauk þriðja hring í dag á -5 höggum og er efstur á samtals -9 höggum. Kólumbíumaðurinn Sebastián Munoz átti enn betri hring, lék á -7 höggum, og er samtals á -8 höggum líkt og Doug Ghim, Paul Casey og Sam Burns. Norðmaðurinn Viktor Hovland á veika von fyrir lokahringinn þrátt fyrir að hafa náð holu í höggi á 17. brautinni á þriðja hringnum fyrr í dag. Hovland fagnaði högginu að sjálfsögðu með viðstöddum en þegar kom að því að gefa Kevin Streelman fimmu tókst það ekki þar sem að Streelman ákvað að stríða þeim norska, eins og sjá má á myndskeiðinu: HOLE-IN-ONE HOVLAND Ace on the par-3 8th. pic.twitter.com/Y7bOJMyfut— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Streelman er nær toppnum en Hovland eða á -6 höggum en Hovland er á -4 höggum samtals. Báðir voru þeir samtals á pari eftir fyrri tvo hringi mótsins. Keppni á The Players, sem stundum er kallað „fimmta risamótið“, dróst yfir á fimmta keppnisdag vegna slæms veðurs framan af móti. Kylfingarnir hefja lokahringinn því núna klukkan 17 að íslenskum tíma og ættu úrslitin að ráðast í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Lahiri lauk þriðja hring í dag á -5 höggum og er efstur á samtals -9 höggum. Kólumbíumaðurinn Sebastián Munoz átti enn betri hring, lék á -7 höggum, og er samtals á -8 höggum líkt og Doug Ghim, Paul Casey og Sam Burns. Norðmaðurinn Viktor Hovland á veika von fyrir lokahringinn þrátt fyrir að hafa náð holu í höggi á 17. brautinni á þriðja hringnum fyrr í dag. Hovland fagnaði högginu að sjálfsögðu með viðstöddum en þegar kom að því að gefa Kevin Streelman fimmu tókst það ekki þar sem að Streelman ákvað að stríða þeim norska, eins og sjá má á myndskeiðinu: HOLE-IN-ONE HOVLAND Ace on the par-3 8th. pic.twitter.com/Y7bOJMyfut— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Streelman er nær toppnum en Hovland eða á -6 höggum en Hovland er á -4 höggum samtals. Báðir voru þeir samtals á pari eftir fyrri tvo hringi mótsins. Keppni á The Players, sem stundum er kallað „fimmta risamótið“, dróst yfir á fimmta keppnisdag vegna slæms veðurs framan af móti. Kylfingarnir hefja lokahringinn því núna klukkan 17 að íslenskum tíma og ættu úrslitin að ráðast í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira