Tárvot Osaka vildi losna við konu sem sýndi óþverraskap Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2022 09:01 Naomi Osaka felldi tár eftir að áhorfandi kallaði til hennar í leiknum gegn Veroniku Kudermetova í Kaliforníu um helgina. AP Photo/Mark J. Terrill Japanska tennisstjarnan Naomi Osaka barðist við að halda aftur af tárunum eftir að hafa orðið fyrir aðkasti úr röðum áhorfenda á Indian Wells-mótinu um helgina, á sama velli og Williams-systur urðu fyrir kynþáttaníði á fyrir tveimur áratugum. „Naomi, þú sökkar!“ heyrðist kona kalla úr áhorfendaskaranum á mótinu, þegar Osaka mætti hinni rússnesku Veroniku Kudermetova í 2. umferð mótsins um helgina og tapaði 2-0. Osaka, sem tók sér langt hlé á síðasta ári til að hlúa að andlegri heilsu sinni, hafði átt erfitt uppdráttar í fyrra setti leiksins þegar áhorfandinn kallaði á hana, og kallið hafði augljós áhrif á hana. Naomi Osaka asking chair umpire if she can borrow umpires mic to talk to the woman in the crowd. And her convo with supervisor. Naomi was crying #IndianWells pic.twitter.com/lehS7qi8EZ— NoFirstName claycourtdal (@SMSTNS) March 13, 2022 Osaka bað í fyrstu um að dómari vísaði áhorfandanum í burtu. Eftir að hafa tapað fyrra settinu 6-0 bað hún svo dómarann um að fá að tala til áhorfenda en báðum beiðnunum var hafnað. Umsjónarmaður á mótinu ákvað að ef fleiri niðrandi köll heyrðust þá yrði sökudólgurinn fundinn. Eftir að hafa tapað seinna settinu gegn Kudermetovu 6-4, og þar með leiknum, fékk Osaka hins vegar leyfi til að tala til áhorfenda. Hún rifjaði upp atvik frá árinu 2001 á sama velli, þar sem þær Venus og Serena Williams, þá rétt að hefja glæstan feril sinn, urðu fyrir kynþáttaníði og bauli. Systurnar sniðgengu mótið í 14 ár. Naomi Osaka asked for the microphone after her loss against Veronika Kudermetova. Here's what she said. pic.twitter.com/0Pj9WnNe4t— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) March 13, 2022 „Ég vildi bara þakka ykkur fyrir. Mér finnst eins og að ég gráti alveg nóg fyrir framan myndavélar,“ sagði Osaka við áhorfendur eftir tapið um helgina. „Í hreinskilni sagt þá hef ég áður orðið fyrir aðkasti áhorfenda, og það hefur í raun ekki angrað mig, en að lenda í því hér… Ég sá myndband af því þegar hér voru hrópuð ókvæðisorð að Venus og Serenu. Ef þið hafið ekki horft á það þá ættuð þið að gera það og ég veit ekki hvers vegna, en þetta festist í hausnum á mér og spilaðist þar aftur og aftur,“ sagði Osaka. Þetta var fyrsta mót Osaka síðan á Opna ástralska mótinu í janúar þar sem hún féll úr keppni í þriðju umferð. Þessi 24 ára gamla tennisstjarna hefur unnið risamót á hverju ári frá árinu 2018; tvívegis Opna bandaríska og tvívegis Opna ástralska. Hún dró sig hins vegar úr keppni á Opna franska mótinu í fyrra, eftir að hafa neitað að mæta á fjölmiðlafundi á mótinu, og greindi frá andlegum erfiðleikum sem komu einnig í veg fyrir að hún keppti á Wimbledonmótinu í fyrra. Tennis Tengdar fréttir Utan vallar: Hatrið orðið lýjandi fyrir ungt íþróttafólk Þegar fólk nær ákveðnu stigi af frægð og frama hættum við sjá það sem manneskjur. Þau eru ekki lengur mennsk í okkar augum, það er ekki hlutverkið sem við höfum gefið þeim. Við höfum afmennskað þau að mörgu ef ekki öllu leyti. 8. september 2021 08:30 Naomi Osaka brotnaði niður og grét á blaðamannafundi í nótt Tenniskonan Naomi Osaka mætti í nótt á sinn fyrsta blaðamannafund síðan hún neitaði að sinna fjölmiðlaskyldum sínum á opna franska meistaramótinu. 17. ágúst 2021 07:49 Naomi Osaka óvænt úr leik í tenniskeppni kvenna á Ólympíuleikunum Naomi Osaka, ein af andlitum Ólympíuleikanna í Tókýó og sú sem kveikti Ólympíueldinn á setningarhátíðinni, er óvænt úr leik í tenniskeppni leikanna. 27. júlí 2021 07:31 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
„Naomi, þú sökkar!“ heyrðist kona kalla úr áhorfendaskaranum á mótinu, þegar Osaka mætti hinni rússnesku Veroniku Kudermetova í 2. umferð mótsins um helgina og tapaði 2-0. Osaka, sem tók sér langt hlé á síðasta ári til að hlúa að andlegri heilsu sinni, hafði átt erfitt uppdráttar í fyrra setti leiksins þegar áhorfandinn kallaði á hana, og kallið hafði augljós áhrif á hana. Naomi Osaka asking chair umpire if she can borrow umpires mic to talk to the woman in the crowd. And her convo with supervisor. Naomi was crying #IndianWells pic.twitter.com/lehS7qi8EZ— NoFirstName claycourtdal (@SMSTNS) March 13, 2022 Osaka bað í fyrstu um að dómari vísaði áhorfandanum í burtu. Eftir að hafa tapað fyrra settinu 6-0 bað hún svo dómarann um að fá að tala til áhorfenda en báðum beiðnunum var hafnað. Umsjónarmaður á mótinu ákvað að ef fleiri niðrandi köll heyrðust þá yrði sökudólgurinn fundinn. Eftir að hafa tapað seinna settinu gegn Kudermetovu 6-4, og þar með leiknum, fékk Osaka hins vegar leyfi til að tala til áhorfenda. Hún rifjaði upp atvik frá árinu 2001 á sama velli, þar sem þær Venus og Serena Williams, þá rétt að hefja glæstan feril sinn, urðu fyrir kynþáttaníði og bauli. Systurnar sniðgengu mótið í 14 ár. Naomi Osaka asked for the microphone after her loss against Veronika Kudermetova. Here's what she said. pic.twitter.com/0Pj9WnNe4t— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) March 13, 2022 „Ég vildi bara þakka ykkur fyrir. Mér finnst eins og að ég gráti alveg nóg fyrir framan myndavélar,“ sagði Osaka við áhorfendur eftir tapið um helgina. „Í hreinskilni sagt þá hef ég áður orðið fyrir aðkasti áhorfenda, og það hefur í raun ekki angrað mig, en að lenda í því hér… Ég sá myndband af því þegar hér voru hrópuð ókvæðisorð að Venus og Serenu. Ef þið hafið ekki horft á það þá ættuð þið að gera það og ég veit ekki hvers vegna, en þetta festist í hausnum á mér og spilaðist þar aftur og aftur,“ sagði Osaka. Þetta var fyrsta mót Osaka síðan á Opna ástralska mótinu í janúar þar sem hún féll úr keppni í þriðju umferð. Þessi 24 ára gamla tennisstjarna hefur unnið risamót á hverju ári frá árinu 2018; tvívegis Opna bandaríska og tvívegis Opna ástralska. Hún dró sig hins vegar úr keppni á Opna franska mótinu í fyrra, eftir að hafa neitað að mæta á fjölmiðlafundi á mótinu, og greindi frá andlegum erfiðleikum sem komu einnig í veg fyrir að hún keppti á Wimbledonmótinu í fyrra.
Tennis Tengdar fréttir Utan vallar: Hatrið orðið lýjandi fyrir ungt íþróttafólk Þegar fólk nær ákveðnu stigi af frægð og frama hættum við sjá það sem manneskjur. Þau eru ekki lengur mennsk í okkar augum, það er ekki hlutverkið sem við höfum gefið þeim. Við höfum afmennskað þau að mörgu ef ekki öllu leyti. 8. september 2021 08:30 Naomi Osaka brotnaði niður og grét á blaðamannafundi í nótt Tenniskonan Naomi Osaka mætti í nótt á sinn fyrsta blaðamannafund síðan hún neitaði að sinna fjölmiðlaskyldum sínum á opna franska meistaramótinu. 17. ágúst 2021 07:49 Naomi Osaka óvænt úr leik í tenniskeppni kvenna á Ólympíuleikunum Naomi Osaka, ein af andlitum Ólympíuleikanna í Tókýó og sú sem kveikti Ólympíueldinn á setningarhátíðinni, er óvænt úr leik í tenniskeppni leikanna. 27. júlí 2021 07:31 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Utan vallar: Hatrið orðið lýjandi fyrir ungt íþróttafólk Þegar fólk nær ákveðnu stigi af frægð og frama hættum við sjá það sem manneskjur. Þau eru ekki lengur mennsk í okkar augum, það er ekki hlutverkið sem við höfum gefið þeim. Við höfum afmennskað þau að mörgu ef ekki öllu leyti. 8. september 2021 08:30
Naomi Osaka brotnaði niður og grét á blaðamannafundi í nótt Tenniskonan Naomi Osaka mætti í nótt á sinn fyrsta blaðamannafund síðan hún neitaði að sinna fjölmiðlaskyldum sínum á opna franska meistaramótinu. 17. ágúst 2021 07:49
Naomi Osaka óvænt úr leik í tenniskeppni kvenna á Ólympíuleikunum Naomi Osaka, ein af andlitum Ólympíuleikanna í Tókýó og sú sem kveikti Ólympíueldinn á setningarhátíðinni, er óvænt úr leik í tenniskeppni leikanna. 27. júlí 2021 07:31