Sekta Hörpu eftir að hafa krafið miðakaupanda um kennitölu Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 07:42 Lagt var fyrir Hörpu að láta af söfnun upplýsinga um kennitölur og fæðingardaga í tengslum við miðakaup og eyða slíkum gögnum sem þegar höfðu safnast. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur sektað Hörpu um eina milljón króna í máli þar sem kvartað var yfir söfnun upplýsinga um kennitölu og fæðingardag einstaklings í tengslum við rafræn kaup hans á aðgöngumiða. Á síðu Persónuverndar segir að um hafi verið að ræða kvörtun yfir vinnslu sem átti sér stað áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar barst hingað til lands og þar með áður en settar voru reglur sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Í úrlausn sinni komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið nauðsynlegt að safna upplýsingum um kennitölur og fæðingardag kvartanda í þeim tilgangi að afhenda honum miða. Hægt hefði verið að efna samning um kaupin án þess að til þess kæmi. „Vinnslan hefði þannig ekki farið fram á grundvelli vinnsluheimildar og ekki samrýmst meginreglum persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæti, sanngirni, gagnsæi og lágmörkun gagna. Vinnslan hefði jafnframt brotið gegn sérákvæði laganna um að notkun kennitölu sé háð því að hún eigi sér málefnalegan tilgang og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Lagt var fyrir Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. að láta af söfnun upplýsinga um kennitölur og fæðingardaga í tengslum við kaup einstaklinga á aðgöngumiðum á viðburði á vegum fyrirtækisins, og eyða fyrirliggjandi upplýsingum um kennitölur og fæðingardaga einstaklinga sem safnað hefði verið í þeim tilgangi að auðkenna þá við afhendingu seldra aðgöngumiða. Stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.000.000 krónur var lögð á Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. Við ákvörðun um fjárhæð sektarinnar hafði það m.a. áhrif til lækkunar að Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi ohf. var ekki unnt að breyta framkvæmdinni eftir að settar voru reglur vegna sóttvarna, sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Þá varð ekki annað séð en að upplýsingunum hefði verið safnað í góðri trú um að vinnslan væri lögmæt,“ segir á vef Persónuverndar. Harpa Persónuvernd Neytendur Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Á síðu Persónuverndar segir að um hafi verið að ræða kvörtun yfir vinnslu sem átti sér stað áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar barst hingað til lands og þar með áður en settar voru reglur sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Í úrlausn sinni komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið nauðsynlegt að safna upplýsingum um kennitölur og fæðingardag kvartanda í þeim tilgangi að afhenda honum miða. Hægt hefði verið að efna samning um kaupin án þess að til þess kæmi. „Vinnslan hefði þannig ekki farið fram á grundvelli vinnsluheimildar og ekki samrýmst meginreglum persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæti, sanngirni, gagnsæi og lágmörkun gagna. Vinnslan hefði jafnframt brotið gegn sérákvæði laganna um að notkun kennitölu sé háð því að hún eigi sér málefnalegan tilgang og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Lagt var fyrir Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. að láta af söfnun upplýsinga um kennitölur og fæðingardaga í tengslum við kaup einstaklinga á aðgöngumiðum á viðburði á vegum fyrirtækisins, og eyða fyrirliggjandi upplýsingum um kennitölur og fæðingardaga einstaklinga sem safnað hefði verið í þeim tilgangi að auðkenna þá við afhendingu seldra aðgöngumiða. Stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.000.000 krónur var lögð á Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. Við ákvörðun um fjárhæð sektarinnar hafði það m.a. áhrif til lækkunar að Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi ohf. var ekki unnt að breyta framkvæmdinni eftir að settar voru reglur vegna sóttvarna, sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Þá varð ekki annað séð en að upplýsingunum hefði verið safnað í góðri trú um að vinnslan væri lögmæt,“ segir á vef Persónuverndar.
Harpa Persónuvernd Neytendur Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent