Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2022 08:18 Óskar Hallgrímsson hefur búið í Kænugarði í nokkur ár. stöð 2 Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. Hart hefur verið barist í Kænugarði frá því í gærkvöldi og minnst tveir féllu í borginni í morgun í stórskotaliðsárás Rússa. Þá hæfði eldflaug íbúðablokk í Kænugarði í morgun og berjast slökkviliðsmenn nú við eldana sem kviknuðu í blokkinni í kjölfarið. Enn eru einhverjir fastir inni í blokkinni. Miklar sprengingar heyrðust í höfuðborginni í morgun og segir Óskar í samtali við fréttastofu að loftvarnaflautur hafi gengið nær stanslaust í allan morgun. Heyra megi sprengingar og skotárásir í nágrenninu og herþotur fljúga yfir borgina. „Við vöknuðum klukkan fimm við massívar sprengingar og læti beint fyrir utan hjá okkur. Við héldum að það væru sprengingar á húsinu okkar. Við vitum ekkert hvað er í gangi en það er massív brunalykt, svona sprengingar-púðurlykt úti. Núna er klukkan að verða sex og sólin komin upp,“ segir Óskar í myndbandi sem hann tók upp í morgun og sendi fréttastofu. Hann segist mjög þreyttur eftir nóttina, þau hjónin hafi varla sofið og lagt sig inni á baði, sem þau hafa notað sem hálfgert sprengjuskýli. Samkvæmt frétt AP eyðilagðist inngangurinn að aðalneðanjarðarlestarstöðinni, sem hefur verið notuð sem sprengjubyrgi af mörgum í Kænugarði, í sprengjuárás í morgun. Óskar segir að skothríðin í borginni í gærkvöldi hafi verið sú fyrsta sem hann heyrði í nokkra daga. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Hart hefur verið barist í Kænugarði frá því í gærkvöldi og minnst tveir féllu í borginni í morgun í stórskotaliðsárás Rússa. Þá hæfði eldflaug íbúðablokk í Kænugarði í morgun og berjast slökkviliðsmenn nú við eldana sem kviknuðu í blokkinni í kjölfarið. Enn eru einhverjir fastir inni í blokkinni. Miklar sprengingar heyrðust í höfuðborginni í morgun og segir Óskar í samtali við fréttastofu að loftvarnaflautur hafi gengið nær stanslaust í allan morgun. Heyra megi sprengingar og skotárásir í nágrenninu og herþotur fljúga yfir borgina. „Við vöknuðum klukkan fimm við massívar sprengingar og læti beint fyrir utan hjá okkur. Við héldum að það væru sprengingar á húsinu okkar. Við vitum ekkert hvað er í gangi en það er massív brunalykt, svona sprengingar-púðurlykt úti. Núna er klukkan að verða sex og sólin komin upp,“ segir Óskar í myndbandi sem hann tók upp í morgun og sendi fréttastofu. Hann segist mjög þreyttur eftir nóttina, þau hjónin hafi varla sofið og lagt sig inni á baði, sem þau hafa notað sem hálfgert sprengjuskýli. Samkvæmt frétt AP eyðilagðist inngangurinn að aðalneðanjarðarlestarstöðinni, sem hefur verið notuð sem sprengjubyrgi af mörgum í Kænugarði, í sprengjuárás í morgun. Óskar segir að skothríðin í borginni í gærkvöldi hafi verið sú fyrsta sem hann heyrði í nokkra daga.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
„Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01
Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47
Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32