Innrásin í Úkraínu – mannréttindi og NATO-aðild Íslands Eyjólfur Ármannsson skrifar 15. mars 2022 10:30 Pútín Rússlandsforseti hefur hafið styrjöld í Evrópu gegn frjálsri og fullvalda þjóð, tilverurétti hennar og mannréttindum. Átökin ógna friði í heiminum enda er engin vissa fyrir því að þau takmarkist við Úkraínu. Innrásin er brot á alþjóðalögum sem samskipti þjóða byggjast á og samningum sem Rússar hafa undirgengist. Í Búdapest samningnum frá 1994 lofuðu Rússar og stórveldin að virða sjálfstæði og landamæri Úkraínu. Mikilvægi NATO-aðildar – Andstaða VG Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands og öryggis- og varnarmál byggja á. Þrátt fyrir það er hvorki minnst einu orði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á Atlantshafsbandalagið (NATO) né Varnarsamninginn við Bandaríkin þegar kemur að öryggis- og varnarmálum okkar Íslendinga. Forsætisráðherra landsins er andstæðingur NATO og Varnarsamningsins við Bandaríkin, þessum grunnstoðum í öryggismálum þjóðarinnar. Stefna VG – flokks forsætisráðherra - fer gegn grundvallaröryggishagsmunum Vesturlanda. Ótrúlegt er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki haft öryggishagsmuni þjóðarinnar í huga við gerð sjálfs stjórnarsáttmálans og sýnir það innihalds- og stefnuleysi. Þjóðir Austur-Evrópu sem voru hersetnar af Sovétríkjunum í Kaldastríðinu og fengu frelsi við fall Sovétríkjanna lögðu strax gríðarlega áherslu á NATO-aðild. Það var til að þjóðirnar gætu varið nýfengið frelsi og mannréttindi sem því fylgdi og eru vestrænum þjóðum svo sjálfsögð. NATO-aðildin ver þetta frelsi og það þarf að gera með herstyrk NATO. Saga Evrópu hefur kennt þessum þjóðum og Evrópu það. Mannréttindi í Evrópu Evrópuráðinu og mannréttindakerfi Evrópu – Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindadómstól Evrópu, mikilvægustu stofnunum Evrópuráðsins – var komið á í Kaldastríðinu til að skapa grundvöll fyrir baráttu hins frjálsa heims og hvaða grunngildum og mannréttindum NATO er ætlað að verja. Forsætisráðherra og flokkur hans eru andstæðingar þessarar varnar og hefur verið svo frá upphafi. Mannréttindasáttmáli Evrópu er önnur af tveim grunnstoðum Íslands þegar kemur að mannréttindum og hefur sáttmálinn haft gríðarleg áhrif hér á landi. Hin stoðin, mannréttindakafli stjórnarskrárinnar byggir á sáttmálanum og voru ákvæði hans tekin nánast orðrétt upp í stjórnarskránna við endurskoðun kaflans árið 1995. Holur hljómur er hjá þeim sem eru skreyta sig í umræðu um mannréttindi hér á landi og viðurkenna ekki sögulegan uppruna mannréttindakerfis Evrópu og eru andsnúnir aðild að því varnarbandalagi sem hefur það hlutverk að verja það. Nánast allar réttarbætur á Íslandi síðustu áratuga hafa orðið á vegna áhrifa Mannréttindasáttmála Evrópu. Nokkrar merkustu ræður í sögu Alþingis voru fluttar þegar Ísland gerðist aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu um miðja síðustu öld. Jóhann Jósefsson, alþingismaður, vitnaði í Pétur Benediktsson sendiherra, sem sagði: „Þessi samtök til verndunar mannréttindum eru hornsteinn þess varnarvirkis, sem verður bakhjarl baráttu vorrar fyrir mannréttindum gegn þeim, sem nú ógna rétti og persónulegu frelsi.“ Bjarni Benediktsson, þá dómsmálaráðherra, sagði: „Íslendingar, eða meginhluti landsfólksins hér, teljum þessi réttindi sjálfsögð, þá er því ekki að leyna, að bæði er uppi hér á landi og annars staðar öflug pólitísk hreyfing, sem hefur það fyrir meginkjarna í sinni stefnu að afneita þessum réttindum.“ Samstaða með úkraínsku þjóðinni Úkraína er ekki aðildarríki NATO og úkraínska þjóðin háir nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Mikilvægt er að Ísland standi þétt með vestrænum þjóðum í þeim aðgerðum sem þau hafa farið í til að stöðva stríðið í Úkraínu, sem hófst með innrás Pútíns, og þeim aðgerðum sem ætlað er tryggja öryggi okkar. Þýskaland, öflugasta ríki Evrópu, hefur nú gjörbreytt um stefnu varnamálum og stóraukið fjármagn til varnarmála og sent vopn til Úkraínu. Hér eru grundvallarbreytingu að ræða sem kallað hefur verið eftir í árum saman. Eftirstríðsárunum lauk 24. febrúar 2022 með innrás Rússa í Úkraínu. Ekki er bjart framundan í þessu stríðsátökum. Rússar hafa áður jafnað borgir líkt og Grozný í Téténíu og Aleppo í Sýrlandi við jörðu og slíkar hörmungar gætu orðið í Úkraínu. Ísland á að lýsa yfir fullri samstöðu með hinni hugrökku úkraínsku þjóð sem berst við ofurefli á þessari örlagastundu. Við eigum einnig að lýsa yfir samstöðu með þeim fjölmörgu hugrökku Rússum sem hafa mótmælt árásum yfirvalda þar í landi á nágrannaþjóð í fjölmörgum borgum Rússlands. Þúsundir Rússa hafa verið handteknir vegna þessara mótmæla og frelsi fjölmiðla hefur verið skert enn frekar. Við þurfum að taka vel á móti þeim Úkraínumönnum sem hingað vilja leita á þessum erfiðu tímum í sögu úkraínsku þjóðarinnar og Evrópu allrar. Einnig þurfum við að veita aðstoð þeim mikla fjölda flóttamanna sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það getum við gert með því að bjóða fram aðstoð okkar í formi sérfræðiaðstoðar í aðhlynningu og áfallahjálp og ekki síst að senda fjármagn til alþjóðastofnanna og samtaka sem eru að taka á móti flóttamönnum. Það er skylda okkar að standa með vestrænum þjóðum og taka þátt í NATO í samræmi við stærð okkar og getu sem herlausrar smáþjóðar. Þó ekki sé samstaða innan ríkisstjórnarinnar um NATO-aðild er mikilvægt að Ísland sýni samstöðu í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar sjálfan grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Alþingi Utanríkismál NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Flokkur fólksins Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Pútín Rússlandsforseti hefur hafið styrjöld í Evrópu gegn frjálsri og fullvalda þjóð, tilverurétti hennar og mannréttindum. Átökin ógna friði í heiminum enda er engin vissa fyrir því að þau takmarkist við Úkraínu. Innrásin er brot á alþjóðalögum sem samskipti þjóða byggjast á og samningum sem Rússar hafa undirgengist. Í Búdapest samningnum frá 1994 lofuðu Rússar og stórveldin að virða sjálfstæði og landamæri Úkraínu. Mikilvægi NATO-aðildar – Andstaða VG Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands og öryggis- og varnarmál byggja á. Þrátt fyrir það er hvorki minnst einu orði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á Atlantshafsbandalagið (NATO) né Varnarsamninginn við Bandaríkin þegar kemur að öryggis- og varnarmálum okkar Íslendinga. Forsætisráðherra landsins er andstæðingur NATO og Varnarsamningsins við Bandaríkin, þessum grunnstoðum í öryggismálum þjóðarinnar. Stefna VG – flokks forsætisráðherra - fer gegn grundvallaröryggishagsmunum Vesturlanda. Ótrúlegt er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki haft öryggishagsmuni þjóðarinnar í huga við gerð sjálfs stjórnarsáttmálans og sýnir það innihalds- og stefnuleysi. Þjóðir Austur-Evrópu sem voru hersetnar af Sovétríkjunum í Kaldastríðinu og fengu frelsi við fall Sovétríkjanna lögðu strax gríðarlega áherslu á NATO-aðild. Það var til að þjóðirnar gætu varið nýfengið frelsi og mannréttindi sem því fylgdi og eru vestrænum þjóðum svo sjálfsögð. NATO-aðildin ver þetta frelsi og það þarf að gera með herstyrk NATO. Saga Evrópu hefur kennt þessum þjóðum og Evrópu það. Mannréttindi í Evrópu Evrópuráðinu og mannréttindakerfi Evrópu – Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindadómstól Evrópu, mikilvægustu stofnunum Evrópuráðsins – var komið á í Kaldastríðinu til að skapa grundvöll fyrir baráttu hins frjálsa heims og hvaða grunngildum og mannréttindum NATO er ætlað að verja. Forsætisráðherra og flokkur hans eru andstæðingar þessarar varnar og hefur verið svo frá upphafi. Mannréttindasáttmáli Evrópu er önnur af tveim grunnstoðum Íslands þegar kemur að mannréttindum og hefur sáttmálinn haft gríðarleg áhrif hér á landi. Hin stoðin, mannréttindakafli stjórnarskrárinnar byggir á sáttmálanum og voru ákvæði hans tekin nánast orðrétt upp í stjórnarskránna við endurskoðun kaflans árið 1995. Holur hljómur er hjá þeim sem eru skreyta sig í umræðu um mannréttindi hér á landi og viðurkenna ekki sögulegan uppruna mannréttindakerfis Evrópu og eru andsnúnir aðild að því varnarbandalagi sem hefur það hlutverk að verja það. Nánast allar réttarbætur á Íslandi síðustu áratuga hafa orðið á vegna áhrifa Mannréttindasáttmála Evrópu. Nokkrar merkustu ræður í sögu Alþingis voru fluttar þegar Ísland gerðist aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu um miðja síðustu öld. Jóhann Jósefsson, alþingismaður, vitnaði í Pétur Benediktsson sendiherra, sem sagði: „Þessi samtök til verndunar mannréttindum eru hornsteinn þess varnarvirkis, sem verður bakhjarl baráttu vorrar fyrir mannréttindum gegn þeim, sem nú ógna rétti og persónulegu frelsi.“ Bjarni Benediktsson, þá dómsmálaráðherra, sagði: „Íslendingar, eða meginhluti landsfólksins hér, teljum þessi réttindi sjálfsögð, þá er því ekki að leyna, að bæði er uppi hér á landi og annars staðar öflug pólitísk hreyfing, sem hefur það fyrir meginkjarna í sinni stefnu að afneita þessum réttindum.“ Samstaða með úkraínsku þjóðinni Úkraína er ekki aðildarríki NATO og úkraínska þjóðin háir nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Mikilvægt er að Ísland standi þétt með vestrænum þjóðum í þeim aðgerðum sem þau hafa farið í til að stöðva stríðið í Úkraínu, sem hófst með innrás Pútíns, og þeim aðgerðum sem ætlað er tryggja öryggi okkar. Þýskaland, öflugasta ríki Evrópu, hefur nú gjörbreytt um stefnu varnamálum og stóraukið fjármagn til varnarmála og sent vopn til Úkraínu. Hér eru grundvallarbreytingu að ræða sem kallað hefur verið eftir í árum saman. Eftirstríðsárunum lauk 24. febrúar 2022 með innrás Rússa í Úkraínu. Ekki er bjart framundan í þessu stríðsátökum. Rússar hafa áður jafnað borgir líkt og Grozný í Téténíu og Aleppo í Sýrlandi við jörðu og slíkar hörmungar gætu orðið í Úkraínu. Ísland á að lýsa yfir fullri samstöðu með hinni hugrökku úkraínsku þjóð sem berst við ofurefli á þessari örlagastundu. Við eigum einnig að lýsa yfir samstöðu með þeim fjölmörgu hugrökku Rússum sem hafa mótmælt árásum yfirvalda þar í landi á nágrannaþjóð í fjölmörgum borgum Rússlands. Þúsundir Rússa hafa verið handteknir vegna þessara mótmæla og frelsi fjölmiðla hefur verið skert enn frekar. Við þurfum að taka vel á móti þeim Úkraínumönnum sem hingað vilja leita á þessum erfiðu tímum í sögu úkraínsku þjóðarinnar og Evrópu allrar. Einnig þurfum við að veita aðstoð þeim mikla fjölda flóttamanna sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það getum við gert með því að bjóða fram aðstoð okkar í formi sérfræðiaðstoðar í aðhlynningu og áfallahjálp og ekki síst að senda fjármagn til alþjóðastofnanna og samtaka sem eru að taka á móti flóttamönnum. Það er skylda okkar að standa með vestrænum þjóðum og taka þátt í NATO í samræmi við stærð okkar og getu sem herlausrar smáþjóðar. Þó ekki sé samstaða innan ríkisstjórnarinnar um NATO-aðild er mikilvægt að Ísland sýni samstöðu í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar sjálfan grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun