Áminntur fyrir að kalla þingmenn Samfylkingarinnar krónprinsessu og jóker Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2022 15:49 Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, áminnti Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir að kalla tvo þingmenn Samfylkingarinnar krónprinsessu og jóker í spilastokk Samfylkingarinnar. Friðjón, sem einnig er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í haust, kvaddi sér hljóðs í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu og umræðu þingmanna Samfylkingarinnar um þau mál. Gagnrýndi Friðjón húsnæðisstefnu meirihlutans í Reykjavíkurborg, þar sem Samfylkingin hefur haft forystu undanfarin ár. Þakkaði hann Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir að hafa hafið umræðu um þessi mál. „Við kunnum hæstvirtum þingmönnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessunni og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar, þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar. Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum, sagði Friðjón. Andrés bað Birgi um að kenna Friðjóni Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greip orðið að lokinni ræðu Friðjóns og áminnti hann um að gæta orða sinna. „Forseti áminnir þingmenn að gæta orða sinna þegar vikið er að öðrum hæstvirtum þingmönnum,“ sagði Birgir. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvað sér síðar hljóðs og gagnrýndi Friðjón fyrir að uppnefna aðra þingmenn og benti forseta Alþingis á að Kristrún og Jóhann gætu ekki svarað fyrir sig. „Það sem forseti hefði hins vegar líka þurft að gera er að kenna hinum nýja varaþingmanni þá sjálfsögðu kurteisisvenju að eiga ekki orðastað við fjarstadda þingmenn sem ekki geta bætt sér á mælendaskrá eins og raunin er í störfum þingsins. Þar eigum við siði og venjur og það er eitthvað sem ég vona að hæstvirtur forseti geri þingmanninum ljóst.“ Sagði Birgir þá að mælst væri til þess að þingmenn kalli ekki eftir svörum eða víki ekki að einstökum þingmönnum í störfum þingsins þegar þingmenn eigi ekki kost á því að bæta sér á mælendaskrá. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún og Jóhann svöruðu fyrir sig Nokkru síðar kvað Kristrún sér til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta og setti hún ræðu Friðjóns í samhengi við það að hann væri í framboði í borgarstjórnarkosningunum. „Ég veit ekki hvort viðkomandi þingmaður ætli sér að halda áfram ákveðnum samskiptamáta sem hefur kannski átt sér stað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en þannig eigum við ekki samskipti hér á þingi. Við reynum að vera málefnaleg. Við getum auðvitað tekist á um einstaka hluti,“ sagði Kristrún. Það sama gerði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson.Vísir/Vilhelm „Ég vil bjóða hæstvirtan þingmann. Friðjón R. Friðjónsson, velkominn hér til starfa. Svolítið krúttlegt, að fylgjast með þessum kosningaskjálfta sem er hlaupinn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er bara gott og blessað og ég vil bara bjóða honum líka að eiga hér orðastað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt samskipti, gangi honum bara vel í sínu.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Friðjón, sem einnig er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í haust, kvaddi sér hljóðs í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu og umræðu þingmanna Samfylkingarinnar um þau mál. Gagnrýndi Friðjón húsnæðisstefnu meirihlutans í Reykjavíkurborg, þar sem Samfylkingin hefur haft forystu undanfarin ár. Þakkaði hann Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir að hafa hafið umræðu um þessi mál. „Við kunnum hæstvirtum þingmönnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessunni og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar, þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar. Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum, sagði Friðjón. Andrés bað Birgi um að kenna Friðjóni Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greip orðið að lokinni ræðu Friðjóns og áminnti hann um að gæta orða sinna. „Forseti áminnir þingmenn að gæta orða sinna þegar vikið er að öðrum hæstvirtum þingmönnum,“ sagði Birgir. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvað sér síðar hljóðs og gagnrýndi Friðjón fyrir að uppnefna aðra þingmenn og benti forseta Alþingis á að Kristrún og Jóhann gætu ekki svarað fyrir sig. „Það sem forseti hefði hins vegar líka þurft að gera er að kenna hinum nýja varaþingmanni þá sjálfsögðu kurteisisvenju að eiga ekki orðastað við fjarstadda þingmenn sem ekki geta bætt sér á mælendaskrá eins og raunin er í störfum þingsins. Þar eigum við siði og venjur og það er eitthvað sem ég vona að hæstvirtur forseti geri þingmanninum ljóst.“ Sagði Birgir þá að mælst væri til þess að þingmenn kalli ekki eftir svörum eða víki ekki að einstökum þingmönnum í störfum þingsins þegar þingmenn eigi ekki kost á því að bæta sér á mælendaskrá. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún og Jóhann svöruðu fyrir sig Nokkru síðar kvað Kristrún sér til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta og setti hún ræðu Friðjóns í samhengi við það að hann væri í framboði í borgarstjórnarkosningunum. „Ég veit ekki hvort viðkomandi þingmaður ætli sér að halda áfram ákveðnum samskiptamáta sem hefur kannski átt sér stað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en þannig eigum við ekki samskipti hér á þingi. Við reynum að vera málefnaleg. Við getum auðvitað tekist á um einstaka hluti,“ sagði Kristrún. Það sama gerði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson.Vísir/Vilhelm „Ég vil bjóða hæstvirtan þingmann. Friðjón R. Friðjónsson, velkominn hér til starfa. Svolítið krúttlegt, að fylgjast með þessum kosningaskjálfta sem er hlaupinn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er bara gott og blessað og ég vil bara bjóða honum líka að eiga hér orðastað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt samskipti, gangi honum bara vel í sínu.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent