Katrín segir það hafa verið mjög áhrifamikið að heyra beint í Selenskí Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. mars 2022 17:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt leiðtogum ríkjanna sem mynda Sameiginlegu viðbragðssveitina (e. Joint Expeditionary Force) AP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í Lundúnum í dag með leiðtogum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja, Bretlands og Hollands sem mynda Sameiginlegu viðbragðssveitina (e. Joint Expeditionary Force) um stöðuna í Úkraínu. Að sögn Katrínar var fyrst og fremst um samráðsfund að ræða. „Það var rætt um hvað væri hægt að gera meira innan þess sem við ramma sem við störfum samkvæmt innan Atlantshafsbandalagsins. Einnig hvort hægt væri að ganga lengra í efnahagslegum refsiaðgerðum og hvaða áhrif þær eru að hafa,“ segir Katrín. „Ég held að ég geti sagt að það er mikill samhljómur meðal þessara ríkja þegar kemur að stuðningi við refsiaðgerðir og líka þegar kemur að mannúðaraðstoð og öðru slíku.“ Selenskí ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og hvatti ríkin til þess að setja viðskiptabann á Rússland. „Það er það sem við þurfum og það sem þið þurfið einnig, líkt og önnur lönd í heiminum, til þess að tryggja frið í Evrópu og Úkraínu.“ Katrín segir Selenskí einnig hafa lýst stöðunni í heimalandinu. „Hann lýsti þessari stöðu sem er auðvitað bara skelfileg fyrir óbreytta borgara í Úkraínu. Við erum að sjá óbreytta borgara falla, við erum auðvitað að sjá fjölda fólks á flótta þannig að þetta var mjög áhrifamikið.“ Katrín segir refsiaðgerðir í stöðugri endurskoðun. „Það er krafa um að ganga enn lengra og við munum halda áfram að ræða þetta á næstu dögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Að sögn Katrínar var fyrst og fremst um samráðsfund að ræða. „Það var rætt um hvað væri hægt að gera meira innan þess sem við ramma sem við störfum samkvæmt innan Atlantshafsbandalagsins. Einnig hvort hægt væri að ganga lengra í efnahagslegum refsiaðgerðum og hvaða áhrif þær eru að hafa,“ segir Katrín. „Ég held að ég geti sagt að það er mikill samhljómur meðal þessara ríkja þegar kemur að stuðningi við refsiaðgerðir og líka þegar kemur að mannúðaraðstoð og öðru slíku.“ Selenskí ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og hvatti ríkin til þess að setja viðskiptabann á Rússland. „Það er það sem við þurfum og það sem þið þurfið einnig, líkt og önnur lönd í heiminum, til þess að tryggja frið í Evrópu og Úkraínu.“ Katrín segir Selenskí einnig hafa lýst stöðunni í heimalandinu. „Hann lýsti þessari stöðu sem er auðvitað bara skelfileg fyrir óbreytta borgara í Úkraínu. Við erum að sjá óbreytta borgara falla, við erum auðvitað að sjá fjölda fólks á flótta þannig að þetta var mjög áhrifamikið.“ Katrín segir refsiaðgerðir í stöðugri endurskoðun. „Það er krafa um að ganga enn lengra og við munum halda áfram að ræða þetta á næstu dögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira