Stærsta endurkoman síðan Laudrup kom til baka í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 13:00 Danskir stuðningsmenn munu örugglega fjölmenn á Parken í Kaupmannahöfn 29. mars næstkomandi. Getty/Jonathan Nackstrand Danir fagna endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og hann gæti spilað á táknrænum stað undir lok mánaðarins. Danski knattspyrnusérfræðingurinn Flemming Toft skrifaði pistil um endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og að hans mati gæti 29. mars næstkomandi orðið hluti af sögu danska landsliðsins. „Við munum aldrei gleyma 12. júní 2021, daginn sem Christian Eriksen hné niður í grasið og var líflaus í nokkrar mínútur á Parken. Við munum heldur ekki gleyma 29. mars 2022 þegar hann mun líklega snúa aftur á sama stað,“ skrifaði Flemming Toft í pistli sínum á vef TV2. Christian Eriksen has been included in the Denmark squad for the first time since suffering cardiac arrest at Euro 2020. pic.twitter.com/3DvR4yQgBO— GOAL (@goal) March 15, 2022 Eriksen er byrjaður að spila með Brentford í enski úrvalsdeildinni og var valinn í danska landsliðshópinn í gær. Hann lék fyrst með landsliðinu í mars 2010 þegar hann var bara átján ára gamall. „Nú erum við að horfa upp á stærstu endurkomuna í danska landsliðið síðan Michael Laudrup kom til baka árið 1993 eftir að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið í þrjú ár,“ skrifar Toft. Michael Laudrup, þá langstærsta knattspyrnustjarna Dana og ein sú stærsta í Evrópu, enda leikmaður Juventus og Real Madrid á þessum árum. Hann var ósáttur með danska landsliðsþjálfarann Richard Möller Nielsen og var því ekki í danska landsliðinu sem kom öllum á óvart og varð Evrópumeistari sumarið 1992. Laudrup kom hins vegar aftur 1993 og átti eftir að spila með danska landsliðinu til ársins 1998. Christian Eriksen is in Denmark's squad for the first time since suffering a cardiac arrest at Euro 2020.Fantastic to see him back pic.twitter.com/9xaku5rHLg— ESPN FC (@ESPNFC) March 15, 2022 Það vilja allir sjá Eriksen aftur í dönsku landsliðstreyjunni og ekki síst hann sjálfur. Hann hefur sett stefnuna á því að spila með Dönum á HM í Katar í nóvember og fyrsta skrefið í þá átt er að spila þessa vináttulandsleiki í lok mars. „Landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand hefur verið í góðu sambandi við Christian Eriksen. Þeir hafa ekkert verið að flýta sér og ættu báðir að vera tilbúnir fyrir þessa endurkomu,“ skrifar Toft. Danska landsliðið fer fyrst í æfingabúðir á Spáni og þær ætti að gefast tími til þjappa hópnum aftur saman. Svo er útileikur á móti Hollendingum áður en kemur að leiknum á móti Serbum á Parken. Það er leikurinn sem allir vilja sjá Eriksen spila og komast yfir minninguna frá því í Finnlandsleiknum í júní í fyrra. „Hann er nógu góður. Meira en nógu góður. Til halda halda (Fótbolta) lífi sínu áfram,“ skrifaði Flemming Toft að lokum en það má finna allan pistil hans hér. HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Danski knattspyrnusérfræðingurinn Flemming Toft skrifaði pistil um endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og að hans mati gæti 29. mars næstkomandi orðið hluti af sögu danska landsliðsins. „Við munum aldrei gleyma 12. júní 2021, daginn sem Christian Eriksen hné niður í grasið og var líflaus í nokkrar mínútur á Parken. Við munum heldur ekki gleyma 29. mars 2022 þegar hann mun líklega snúa aftur á sama stað,“ skrifaði Flemming Toft í pistli sínum á vef TV2. Christian Eriksen has been included in the Denmark squad for the first time since suffering cardiac arrest at Euro 2020. pic.twitter.com/3DvR4yQgBO— GOAL (@goal) March 15, 2022 Eriksen er byrjaður að spila með Brentford í enski úrvalsdeildinni og var valinn í danska landsliðshópinn í gær. Hann lék fyrst með landsliðinu í mars 2010 þegar hann var bara átján ára gamall. „Nú erum við að horfa upp á stærstu endurkomuna í danska landsliðið síðan Michael Laudrup kom til baka árið 1993 eftir að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið í þrjú ár,“ skrifar Toft. Michael Laudrup, þá langstærsta knattspyrnustjarna Dana og ein sú stærsta í Evrópu, enda leikmaður Juventus og Real Madrid á þessum árum. Hann var ósáttur með danska landsliðsþjálfarann Richard Möller Nielsen og var því ekki í danska landsliðinu sem kom öllum á óvart og varð Evrópumeistari sumarið 1992. Laudrup kom hins vegar aftur 1993 og átti eftir að spila með danska landsliðinu til ársins 1998. Christian Eriksen is in Denmark's squad for the first time since suffering a cardiac arrest at Euro 2020.Fantastic to see him back pic.twitter.com/9xaku5rHLg— ESPN FC (@ESPNFC) March 15, 2022 Það vilja allir sjá Eriksen aftur í dönsku landsliðstreyjunni og ekki síst hann sjálfur. Hann hefur sett stefnuna á því að spila með Dönum á HM í Katar í nóvember og fyrsta skrefið í þá átt er að spila þessa vináttulandsleiki í lok mars. „Landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand hefur verið í góðu sambandi við Christian Eriksen. Þeir hafa ekkert verið að flýta sér og ættu báðir að vera tilbúnir fyrir þessa endurkomu,“ skrifar Toft. Danska landsliðið fer fyrst í æfingabúðir á Spáni og þær ætti að gefast tími til þjappa hópnum aftur saman. Svo er útileikur á móti Hollendingum áður en kemur að leiknum á móti Serbum á Parken. Það er leikurinn sem allir vilja sjá Eriksen spila og komast yfir minninguna frá því í Finnlandsleiknum í júní í fyrra. „Hann er nógu góður. Meira en nógu góður. Til halda halda (Fótbolta) lífi sínu áfram,“ skrifaði Flemming Toft að lokum en það má finna allan pistil hans hér.
HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira