Stærsta endurkoman síðan Laudrup kom til baka í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 13:00 Danskir stuðningsmenn munu örugglega fjölmenn á Parken í Kaupmannahöfn 29. mars næstkomandi. Getty/Jonathan Nackstrand Danir fagna endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og hann gæti spilað á táknrænum stað undir lok mánaðarins. Danski knattspyrnusérfræðingurinn Flemming Toft skrifaði pistil um endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og að hans mati gæti 29. mars næstkomandi orðið hluti af sögu danska landsliðsins. „Við munum aldrei gleyma 12. júní 2021, daginn sem Christian Eriksen hné niður í grasið og var líflaus í nokkrar mínútur á Parken. Við munum heldur ekki gleyma 29. mars 2022 þegar hann mun líklega snúa aftur á sama stað,“ skrifaði Flemming Toft í pistli sínum á vef TV2. Christian Eriksen has been included in the Denmark squad for the first time since suffering cardiac arrest at Euro 2020. pic.twitter.com/3DvR4yQgBO— GOAL (@goal) March 15, 2022 Eriksen er byrjaður að spila með Brentford í enski úrvalsdeildinni og var valinn í danska landsliðshópinn í gær. Hann lék fyrst með landsliðinu í mars 2010 þegar hann var bara átján ára gamall. „Nú erum við að horfa upp á stærstu endurkomuna í danska landsliðið síðan Michael Laudrup kom til baka árið 1993 eftir að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið í þrjú ár,“ skrifar Toft. Michael Laudrup, þá langstærsta knattspyrnustjarna Dana og ein sú stærsta í Evrópu, enda leikmaður Juventus og Real Madrid á þessum árum. Hann var ósáttur með danska landsliðsþjálfarann Richard Möller Nielsen og var því ekki í danska landsliðinu sem kom öllum á óvart og varð Evrópumeistari sumarið 1992. Laudrup kom hins vegar aftur 1993 og átti eftir að spila með danska landsliðinu til ársins 1998. Christian Eriksen is in Denmark's squad for the first time since suffering a cardiac arrest at Euro 2020.Fantastic to see him back pic.twitter.com/9xaku5rHLg— ESPN FC (@ESPNFC) March 15, 2022 Það vilja allir sjá Eriksen aftur í dönsku landsliðstreyjunni og ekki síst hann sjálfur. Hann hefur sett stefnuna á því að spila með Dönum á HM í Katar í nóvember og fyrsta skrefið í þá átt er að spila þessa vináttulandsleiki í lok mars. „Landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand hefur verið í góðu sambandi við Christian Eriksen. Þeir hafa ekkert verið að flýta sér og ættu báðir að vera tilbúnir fyrir þessa endurkomu,“ skrifar Toft. Danska landsliðið fer fyrst í æfingabúðir á Spáni og þær ætti að gefast tími til þjappa hópnum aftur saman. Svo er útileikur á móti Hollendingum áður en kemur að leiknum á móti Serbum á Parken. Það er leikurinn sem allir vilja sjá Eriksen spila og komast yfir minninguna frá því í Finnlandsleiknum í júní í fyrra. „Hann er nógu góður. Meira en nógu góður. Til halda halda (Fótbolta) lífi sínu áfram,“ skrifaði Flemming Toft að lokum en það má finna allan pistil hans hér. HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Danski knattspyrnusérfræðingurinn Flemming Toft skrifaði pistil um endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og að hans mati gæti 29. mars næstkomandi orðið hluti af sögu danska landsliðsins. „Við munum aldrei gleyma 12. júní 2021, daginn sem Christian Eriksen hné niður í grasið og var líflaus í nokkrar mínútur á Parken. Við munum heldur ekki gleyma 29. mars 2022 þegar hann mun líklega snúa aftur á sama stað,“ skrifaði Flemming Toft í pistli sínum á vef TV2. Christian Eriksen has been included in the Denmark squad for the first time since suffering cardiac arrest at Euro 2020. pic.twitter.com/3DvR4yQgBO— GOAL (@goal) March 15, 2022 Eriksen er byrjaður að spila með Brentford í enski úrvalsdeildinni og var valinn í danska landsliðshópinn í gær. Hann lék fyrst með landsliðinu í mars 2010 þegar hann var bara átján ára gamall. „Nú erum við að horfa upp á stærstu endurkomuna í danska landsliðið síðan Michael Laudrup kom til baka árið 1993 eftir að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið í þrjú ár,“ skrifar Toft. Michael Laudrup, þá langstærsta knattspyrnustjarna Dana og ein sú stærsta í Evrópu, enda leikmaður Juventus og Real Madrid á þessum árum. Hann var ósáttur með danska landsliðsþjálfarann Richard Möller Nielsen og var því ekki í danska landsliðinu sem kom öllum á óvart og varð Evrópumeistari sumarið 1992. Laudrup kom hins vegar aftur 1993 og átti eftir að spila með danska landsliðinu til ársins 1998. Christian Eriksen is in Denmark's squad for the first time since suffering a cardiac arrest at Euro 2020.Fantastic to see him back pic.twitter.com/9xaku5rHLg— ESPN FC (@ESPNFC) March 15, 2022 Það vilja allir sjá Eriksen aftur í dönsku landsliðstreyjunni og ekki síst hann sjálfur. Hann hefur sett stefnuna á því að spila með Dönum á HM í Katar í nóvember og fyrsta skrefið í þá átt er að spila þessa vináttulandsleiki í lok mars. „Landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand hefur verið í góðu sambandi við Christian Eriksen. Þeir hafa ekkert verið að flýta sér og ættu báðir að vera tilbúnir fyrir þessa endurkomu,“ skrifar Toft. Danska landsliðið fer fyrst í æfingabúðir á Spáni og þær ætti að gefast tími til þjappa hópnum aftur saman. Svo er útileikur á móti Hollendingum áður en kemur að leiknum á móti Serbum á Parken. Það er leikurinn sem allir vilja sjá Eriksen spila og komast yfir minninguna frá því í Finnlandsleiknum í júní í fyrra. „Hann er nógu góður. Meira en nógu góður. Til halda halda (Fótbolta) lífi sínu áfram,“ skrifaði Flemming Toft að lokum en það má finna allan pistil hans hér.
HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira