Konur sem elska feðraveldið Lúðvík Júlíusson skrifar 17. mars 2022 13:30 Alla daga les ég fréttir og greinar þar sem konur segjast vera feministar og aðhyllast jafnrétti. Þær vilja að karlar taki meiri þátt í hinum hefðbundu hlutverkum kvenna, t.d. barnauppeldi. Skoðum það aðeins nánar. Hlutverk feðra og mæðra Ríkjandi hugmyndir á Íslandi um foreldra eru litaðar af hugmyndum feðraveldisins. Foreldrar skulu vera einn karl sem er fyrirvinna og ein kona sem sér um umönnun barna. Enginn möguleiki er á því að báðir foreldrar sinni bæði tekjuöflun og umönnun. Þetta sést best ef foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa þeir að ákveða hvort þeirra tekur að sér „umönnunarhlutverkið“(hefur lögheimili barnanna) og hvort þeirra tekur að sér að vera „fyrirvinnan.“ Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir þessu því það foreldri sem tekur að sér „umönnunarhlutverkið“ fær alls konar stuðning frá hinu opinbera en hitt foreldrið fær að éta það sem úti frýs. Feðraveldið snýst ekki um að karlar séu alltaf í betri stöðu en konur heldur einnig um að fólk hegði sér með ákveðnum hætti með óbeinni hótun um refsingu. Feðraveldið berst gegn feðrum sem vilja taka að sér aukið umönnunarhlutverk. Er þetta í anda jafnréttis og feminisma? Ég held að flestir sjái að svo er ekki. Feður geta hvorki verið fátækir né eiga þeir að halda gleðileg jól Þessi trú að halda að aðeins annað foreldrið geti sinnt umönnun barna birtist víða. Nýlega gerði Reykjavíkurborg skýrslu um sárafátækt. Ekki var einu orði fjallað um stöðu feðra sem standa höllum fæti. Til dæmis ef báðir foreldrar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda að þá fær bara það foreldri sem sinnir „umönnunarhlutverkinu“ sérstakan styrk til að halda hátíðleg jól með börnunum, aðallega mæður. Hitt foreldrið, þrátt fyrir að það sé einnig að fá fjárhagsaðstoð og sé jafn mikið með börnunum, fær ekki sambærilegan styrk. Það eru aðallega feður. Ég hef rætt við fólk sem vill uppræta fátækt barna en á sama tíma er það algjörlega andsnúið því að styðja báða foreldra, bæði heimili barnsins. Í mínum huga verður að greiða bætur til foreldra óháð lögheimili ef það á að uppræta fátækt barna. Hvernig ætlar fólk annars að ná þessu markmiði? Hér er fólk fast í hugarfari feðraveldisins. Haldið þið að börn séu að spá í því hvort foreldið sé „alvöru“ foreldrið og hvort þeirra sé „geymslustaðurinn“? Þessar hugmyndir um foreldra og innræting um hlutverk kynjanna koma frá fullorðnu fólki, ekki börnum. Ert þú að verja feðraveldið? Konur, næst þegar þið gerið kröfu um aukna þátttöku karla athugið þá hvort þið sjálfar séuð hindrunin. Athugið hvað þið getið gert til að opna dyrnar fyrir körlum sem vilja axla ábyrgð en koma alls staðar að lokuðum dyrum. Eruð þið að bjóða feður/karla velkomna í hópinn? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alla daga les ég fréttir og greinar þar sem konur segjast vera feministar og aðhyllast jafnrétti. Þær vilja að karlar taki meiri þátt í hinum hefðbundu hlutverkum kvenna, t.d. barnauppeldi. Skoðum það aðeins nánar. Hlutverk feðra og mæðra Ríkjandi hugmyndir á Íslandi um foreldra eru litaðar af hugmyndum feðraveldisins. Foreldrar skulu vera einn karl sem er fyrirvinna og ein kona sem sér um umönnun barna. Enginn möguleiki er á því að báðir foreldrar sinni bæði tekjuöflun og umönnun. Þetta sést best ef foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa þeir að ákveða hvort þeirra tekur að sér „umönnunarhlutverkið“(hefur lögheimili barnanna) og hvort þeirra tekur að sér að vera „fyrirvinnan.“ Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir þessu því það foreldri sem tekur að sér „umönnunarhlutverkið“ fær alls konar stuðning frá hinu opinbera en hitt foreldrið fær að éta það sem úti frýs. Feðraveldið snýst ekki um að karlar séu alltaf í betri stöðu en konur heldur einnig um að fólk hegði sér með ákveðnum hætti með óbeinni hótun um refsingu. Feðraveldið berst gegn feðrum sem vilja taka að sér aukið umönnunarhlutverk. Er þetta í anda jafnréttis og feminisma? Ég held að flestir sjái að svo er ekki. Feður geta hvorki verið fátækir né eiga þeir að halda gleðileg jól Þessi trú að halda að aðeins annað foreldrið geti sinnt umönnun barna birtist víða. Nýlega gerði Reykjavíkurborg skýrslu um sárafátækt. Ekki var einu orði fjallað um stöðu feðra sem standa höllum fæti. Til dæmis ef báðir foreldrar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda að þá fær bara það foreldri sem sinnir „umönnunarhlutverkinu“ sérstakan styrk til að halda hátíðleg jól með börnunum, aðallega mæður. Hitt foreldrið, þrátt fyrir að það sé einnig að fá fjárhagsaðstoð og sé jafn mikið með börnunum, fær ekki sambærilegan styrk. Það eru aðallega feður. Ég hef rætt við fólk sem vill uppræta fátækt barna en á sama tíma er það algjörlega andsnúið því að styðja báða foreldra, bæði heimili barnsins. Í mínum huga verður að greiða bætur til foreldra óháð lögheimili ef það á að uppræta fátækt barna. Hvernig ætlar fólk annars að ná þessu markmiði? Hér er fólk fast í hugarfari feðraveldisins. Haldið þið að börn séu að spá í því hvort foreldið sé „alvöru“ foreldrið og hvort þeirra sé „geymslustaðurinn“? Þessar hugmyndir um foreldra og innræting um hlutverk kynjanna koma frá fullorðnu fólki, ekki börnum. Ert þú að verja feðraveldið? Konur, næst þegar þið gerið kröfu um aukna þátttöku karla athugið þá hvort þið sjálfar séuð hindrunin. Athugið hvað þið getið gert til að opna dyrnar fyrir körlum sem vilja axla ábyrgð en koma alls staðar að lokuðum dyrum. Eruð þið að bjóða feður/karla velkomna í hópinn? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun