Beyglaði svanurinn lifir tiltölulega eðlilegu lífi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. mars 2022 21:00 Vöxturinn á hálsi svansins hefur valdið mörgum áhyggjum. vísir/óttar Bæklaður svanur hefur vanið komur sínar í tjörnina í Reykjavík. Við kíktum á svaninn, sem margir hafa áhyggjur af, og veltum upp hvað sé að honum með fuglafræðingi. Það kannast margir við svaninn og hafa orðið hans varir á síðustu árum. Hér má til dæmis líta tveggja ára gamlan spjallþráð af netinu þar sem fólk veltir fyrir sér hvað hafi komið fyrir fuglinn. Við kíktum niður að tjörn til að sjá hvort við myndum ekki rekast á hann og viti menn, þarna var hann. Hægt er að horfa á fund okkar við svaninn í fréttinni í spilaranum hér að neðan: Þegar maður sér greyið kallinn á tjörninni, sem sker sig dáldið úr hópnum frá hinum svönunum, er stutt í ljóð Einars Braga þar sem hann spyr: Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru? Okkur skilst þó á fróðum mönnum að þessi undarlegi vöxtur á hálsi hans eigi ekkert að koma niður á daglegu lífi hans. Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru?vísir/óttar „Nei, nei hann virðist geta lifað eðlilegu lífi þannig lagað séð. Eins og ég segi þá er hann búinn að vera þarna í nokkur ár. En lifa eðlilegu lífi jú en ég hef ekki séð hann paraðan eða með unga en hann svona lifir,“ segir Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur Nielsen er einnig formaður Fuglaverndar.vísir/egill Ekki efst í goggunarröðinni Hinum svönunum virðist þannig ekki lítast neitt sérstaklega á þennan bæklaða svan. Við tókum einmitt eftir því að hann virtist vera dálítið út úr hópnum á Tjörninni. „Nei, hann er allavega ekki efstur í goggunarröðinni. Það er alveg öruggt,“ segir Ólafur. En hvers vegna í ósköpunum er hálsinn á svaninum svona undarlegur? Svanurinn hefur að mati Ólafs lent í slysi í æsku og hálsinn ekki vaxið rétt síðan. vísir/óttar Einhverjir hafa látið sér detta í hug að hann hafi gleypt vinkil. Það útilokar Ólafur. Gírafagæsin „Það er líkast því sem hann hafi orðið fyrir slysi. Þá væntanlega í æsku,“ segir hann. Á Tjörnina eiga heima um hundrað svanir á hverjum vetri. Og í þeim hópi eru reglulega fuglar með bæklaðan háls. Enda er hann nú engin smá smíði. „Þetta er nú hálslangur fugl og kannski ekki að ósekju að þeir hafa stundum verið kallaðir gírafagæsir. Þeir eru með þennan gríðarlega háls,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir ástarleysið virðist svanurinn hafa nóg að bíta og brenna enda búinn að vera á lífi með hálsinn svona vaxinn í nokkur ár. vísir/óttar Dýr Fuglar Reykjavík Dýraheilbrigði Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Það kannast margir við svaninn og hafa orðið hans varir á síðustu árum. Hér má til dæmis líta tveggja ára gamlan spjallþráð af netinu þar sem fólk veltir fyrir sér hvað hafi komið fyrir fuglinn. Við kíktum niður að tjörn til að sjá hvort við myndum ekki rekast á hann og viti menn, þarna var hann. Hægt er að horfa á fund okkar við svaninn í fréttinni í spilaranum hér að neðan: Þegar maður sér greyið kallinn á tjörninni, sem sker sig dáldið úr hópnum frá hinum svönunum, er stutt í ljóð Einars Braga þar sem hann spyr: Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru? Okkur skilst þó á fróðum mönnum að þessi undarlegi vöxtur á hálsi hans eigi ekkert að koma niður á daglegu lífi hans. Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru?vísir/óttar „Nei, nei hann virðist geta lifað eðlilegu lífi þannig lagað séð. Eins og ég segi þá er hann búinn að vera þarna í nokkur ár. En lifa eðlilegu lífi jú en ég hef ekki séð hann paraðan eða með unga en hann svona lifir,“ segir Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur Nielsen er einnig formaður Fuglaverndar.vísir/egill Ekki efst í goggunarröðinni Hinum svönunum virðist þannig ekki lítast neitt sérstaklega á þennan bæklaða svan. Við tókum einmitt eftir því að hann virtist vera dálítið út úr hópnum á Tjörninni. „Nei, hann er allavega ekki efstur í goggunarröðinni. Það er alveg öruggt,“ segir Ólafur. En hvers vegna í ósköpunum er hálsinn á svaninum svona undarlegur? Svanurinn hefur að mati Ólafs lent í slysi í æsku og hálsinn ekki vaxið rétt síðan. vísir/óttar Einhverjir hafa látið sér detta í hug að hann hafi gleypt vinkil. Það útilokar Ólafur. Gírafagæsin „Það er líkast því sem hann hafi orðið fyrir slysi. Þá væntanlega í æsku,“ segir hann. Á Tjörnina eiga heima um hundrað svanir á hverjum vetri. Og í þeim hópi eru reglulega fuglar með bæklaðan háls. Enda er hann nú engin smá smíði. „Þetta er nú hálslangur fugl og kannski ekki að ósekju að þeir hafa stundum verið kallaðir gírafagæsir. Þeir eru með þennan gríðarlega háls,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir ástarleysið virðist svanurinn hafa nóg að bíta og brenna enda búinn að vera á lífi með hálsinn svona vaxinn í nokkur ár. vísir/óttar
Dýr Fuglar Reykjavík Dýraheilbrigði Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira