Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim Davíð Bergmann skrifar 18. mars 2022 17:01 Erum við að búa til bótaþega með því að takast ekki á við vanda ungs fólks? Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim eða inn í heim Tryggingastofnunar. Í byrjun mars kom athyglisverð grein í Fréttablaðinu um stöðu ungmenna hér á landi eftir Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjóra almannatengsla og útgáfumála hjá VIRK „Mikilvægt að sinna ungu fólki sem dettur úr skóla og vinnu“ Það sem ég furða mig á að það eru engin viðbrögð að hálfu hins opinbera og ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi almennt sýnt þessu máli áhuga. Ég sendi áskorun á Velferðarnefnd Alþingis um þessar vangaveltur mínar að þetta væri eitthvað sem yrði að bregðast við strax. Svörin voru annað hvort þetta er þekkt vandamál eða „já, við erum alveg að fara kynna nýja áætlun um eitthvað þetta „klassíska!“ Ég tel það grafalvarlegt að ellefu prósent nítján ára einstaklinga hér á landi séu hvorki í skóla né vinnu. Hvar eru þessir krakkar ef þau eru ekki í skóla eða vinnu? Á sama tíma er ekki verið að auka fjárframlög til að mynda til Fjölsmiðjunnar sem er einmitt virkni úrræði fyrir svona einstaklinga. Hvað kostar það þjóðarbúið að gera ekkert? Ef einhvern tímann ætti að auka og styrkja slík úrræði þá er það núna og það mun margborga sig til framtíðar. Það er ekki trúverðugt þegar verið er að væla yfir fjölgun ungra tryggingaþega ef við bregðumst ekki við strax því það er mannanna verk hvernig er komið fyrir þessum einstaklingum og það er mannanna verk að laga þetta og það strax. Er hugsanlegt að við séum farin að sjúkdómsvæða börnin okkar að óþörfu? Það líður ekki sú vika að ekki sé talað um kvíða og þunglyndi hjá ungu fólki hér á landi. Hver orsökin eru get ég ekki sett fingurinn á en þeir sem dirfast að hafa skoðun á því eiga á hættu að vera upphrópaðir og útilokaðir frá umræðunni. Hvort það er samfélagsmiðlum eða einfaldlega hraða samfélagsins um að kenna eða hver er skýringin get ég ekki fullyrt um hér, hins vegar held ég að við höfum farið offari í greiningum og geðlyfjanotkun barna síðustu áratugi. Mig minnir að við séum í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum í þeirri notkun á heimsvísu. Á þeim árum sem ég hef verið að vinna í þessum vettvangi eða síðan 1994 þegar ég byrjaði Útideildinni sálugu finnst mér við hafa gleymt að leggja áherslu á verklega þætti. Félagsleg einangrun ungs fólks og mótlæti í lífinu verður ekki einungis leyst með því að kafa í naflan á þeim á skrifstofutíma og reka úr þeim garnirnar og gefa lyf þess fyrir utan. Ég held að ég hafi heyrt allar afsakanir veraldar fyrir að fólk geti ekki gert hlutina eða þegar það er verið að biðja um afslátt fyrir að gera ekki hlutina vegna þess að viðkomandi sé með hina og þessa greininguna. Þessa þróun tel ég hættulega og við þurfum að fara snúa okkur aftur til gömlu gildanna og leggja minni áherslu á að leysa allt með pilluáti og endalausum samtölum. Hvernig væri að kenna fólki að vinna? Að þekkja ekki muninn á sléttuskrúfjárni frá stjörnu getur ekki verið góð þróun eða vera algjörlega ósjálfbjarga kannski vegna þess að maður hafi sjúkdómsmerkimiða Þegar ég heyri að það verði að leggja meira í sálfræði þetta eða hitt hugsa ég líka og hvað svo? Það þarf meira. Það verður að vera eitthvað þarna út sem tekur á móti þessum einstaklingum annars er það „one way ticket í heim Tryggingastofnunar“ með greiningu upp á vasann. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Erum við að búa til bótaþega með því að takast ekki á við vanda ungs fólks? Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim eða inn í heim Tryggingastofnunar. Í byrjun mars kom athyglisverð grein í Fréttablaðinu um stöðu ungmenna hér á landi eftir Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjóra almannatengsla og útgáfumála hjá VIRK „Mikilvægt að sinna ungu fólki sem dettur úr skóla og vinnu“ Það sem ég furða mig á að það eru engin viðbrögð að hálfu hins opinbera og ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi almennt sýnt þessu máli áhuga. Ég sendi áskorun á Velferðarnefnd Alþingis um þessar vangaveltur mínar að þetta væri eitthvað sem yrði að bregðast við strax. Svörin voru annað hvort þetta er þekkt vandamál eða „já, við erum alveg að fara kynna nýja áætlun um eitthvað þetta „klassíska!“ Ég tel það grafalvarlegt að ellefu prósent nítján ára einstaklinga hér á landi séu hvorki í skóla né vinnu. Hvar eru þessir krakkar ef þau eru ekki í skóla eða vinnu? Á sama tíma er ekki verið að auka fjárframlög til að mynda til Fjölsmiðjunnar sem er einmitt virkni úrræði fyrir svona einstaklinga. Hvað kostar það þjóðarbúið að gera ekkert? Ef einhvern tímann ætti að auka og styrkja slík úrræði þá er það núna og það mun margborga sig til framtíðar. Það er ekki trúverðugt þegar verið er að væla yfir fjölgun ungra tryggingaþega ef við bregðumst ekki við strax því það er mannanna verk hvernig er komið fyrir þessum einstaklingum og það er mannanna verk að laga þetta og það strax. Er hugsanlegt að við séum farin að sjúkdómsvæða börnin okkar að óþörfu? Það líður ekki sú vika að ekki sé talað um kvíða og þunglyndi hjá ungu fólki hér á landi. Hver orsökin eru get ég ekki sett fingurinn á en þeir sem dirfast að hafa skoðun á því eiga á hættu að vera upphrópaðir og útilokaðir frá umræðunni. Hvort það er samfélagsmiðlum eða einfaldlega hraða samfélagsins um að kenna eða hver er skýringin get ég ekki fullyrt um hér, hins vegar held ég að við höfum farið offari í greiningum og geðlyfjanotkun barna síðustu áratugi. Mig minnir að við séum í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum í þeirri notkun á heimsvísu. Á þeim árum sem ég hef verið að vinna í þessum vettvangi eða síðan 1994 þegar ég byrjaði Útideildinni sálugu finnst mér við hafa gleymt að leggja áherslu á verklega þætti. Félagsleg einangrun ungs fólks og mótlæti í lífinu verður ekki einungis leyst með því að kafa í naflan á þeim á skrifstofutíma og reka úr þeim garnirnar og gefa lyf þess fyrir utan. Ég held að ég hafi heyrt allar afsakanir veraldar fyrir að fólk geti ekki gert hlutina eða þegar það er verið að biðja um afslátt fyrir að gera ekki hlutina vegna þess að viðkomandi sé með hina og þessa greininguna. Þessa þróun tel ég hættulega og við þurfum að fara snúa okkur aftur til gömlu gildanna og leggja minni áherslu á að leysa allt með pilluáti og endalausum samtölum. Hvernig væri að kenna fólki að vinna? Að þekkja ekki muninn á sléttuskrúfjárni frá stjörnu getur ekki verið góð þróun eða vera algjörlega ósjálfbjarga kannski vegna þess að maður hafi sjúkdómsmerkimiða Þegar ég heyri að það verði að leggja meira í sálfræði þetta eða hitt hugsa ég líka og hvað svo? Það þarf meira. Það verður að vera eitthvað þarna út sem tekur á móti þessum einstaklingum annars er það „one way ticket í heim Tryggingastofnunar“ með greiningu upp á vasann. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun