Fótbolti

Mjög sáttur með frammistöðu sinna manna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thomas Tuchel hrósaði sínum mönnum í hástert eftir leik.
Thomas Tuchel hrósaði sínum mönnum í hástert eftir leik. EPA-EFE/ANDY RAIN

Thomas Tuchel var mjög ánægður með sína menn er Chelsea vann 2-0 útisigur á Middlesbrough í átta liða úrslitum FA bikarsins í knattspyrnu. Þjálfarinn var hvað ánægðastur með einbeitingu sinna manna en mikið hefur gengið á hjá Chelsea að undanförnu.

„Þetta var verðskuldaður sigur. Við höfum spilað mikið af leikjum að undanförnu. Aðeins þremur dögum eftir einvígi í Meistaradeild Evrópu þarftu að spila leik í allt öðruvísi keppni með allt öðruvísi leikplan,“ sagði Tuchel í viðtali eftir leik.

„Strákarnir voru mjög einbeittir og áttu sigurinn skilið. Ég vil hrósa liði mínu, ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag,“ bætti hann við.

„Við verðum að sætta okkur við þær aðstæður sem við erum í. Það er ekkert sem við getum gert til að breyta þeim, það er ekki í okkar höndum. Það sem er í okkar höndum er að setja fordæmi á vellinum. Við verðum að sýna liðsanda og rétt hugarfar, það er mjög mikilvægt,“ sagði Tuchel einnig og átti þar við þær aðstæður sem Chelsea er í.

Roman Abramovich er að reyna selja félagið og takmarkanir frá bresku ríkisstjórninni koma í veg fyrir ýmislegt sem einkennir topplið á Englandi.

„Ég vona að söluferlið fari fljótt í gegn svo við getum farið að einbeita okkur að framtíðinni,“ sagði Tuchel að endingu.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×