Vatnið – Lífæð þjóðar Jón Trausti Kárason skrifar 22. mars 2022 09:00 22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þema dagsins í ár er grunnvatn. Vatn er ein grundvallarforsenda þess að líf geti þrifist hér á jörðu, sem og annarsstaðar ef út í það er farið. Aðgengi og gæðum vatns er mjög misskipt eftir því hvar niður er borið á jarðkringlunni en hér á landi búum við ansi hreint vel þar sem meginþorri þjóðar býr við góðan vatnsforða og heilnæmi neysluvatns er almennt með allra besta móti. Það má því segja að við sem hér byggjum land, séum í þeirri forréttindastöðu að við búum, og höfum búið, við allsnægtir þegar kemur að aðgengi að hreinu vatni. Afar mikilvægt er að við sem samfélag áttum okkur á því að umrædd forréttindi eru ekki sjálfgefin. Við höfum komist á þann stað sem við erum á með mikilli framsýni og fyrirhöfn. Það er hlutverk okkar sem kyndilberar nútíðarinnar að horfa fram á veginn og skila af okkur þeirri dýrmætu auðlind sem kalda vatnið er til komandi kynslóða í sama, eða betra, ástandi en við tókum við henni. Breytingar á loftslagi jarðar hafa og munu breyta leiknum þegar kemur að því að tryggja þau lífsgæði sem vatninu fylgja. Samfélagið fékk áminningu síðasta sumar þegar gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk eftir langvarandi þurrka. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist mátti ekki mikið út af bera til þess að raunin hefði orðið önnur. Í samhengi þessara atburða, þá er mikilvægt að átta sig á því að Heiðmörk er vatnsverndarsvæði og því karfan sem geymir fjöregg höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að vatnsöflun. Það var fumlausu og samstilltu átaki þeirra sem hafa almannavarnir á sínu forræði að þakka að ekki fór verr. Fari eitthvað úrskeiðis sem ógnað gæti þeim vatnsbólunum sem þar er að finna, er aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að neysluvatni sett í uppnám. Við hjá Veitum tökum alvarlega það hlutverk okkar að hlúa að og nýta auðlindina með sjálfbærni og almannahagsmuni að leiðarljósi og erum sífellt á varðbergi þegar kemur að því að leita leiða til þess að vernda og tryggja þessa lífnauðsynlegu innviði. Þrátt fyrir að ábyrgðin á vatnsverndinni hvíli formlega á herðum skilgreindra aðila er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hún liggur í raun hjá hverju og einu okkar þegar stóra samhengi hlutanna er skoðað. Boðskapur minn á Degi vatnsins til okkar sem þjóðar er eftirfarandi. Á meðan við njótum á ábyrgan hátt þeirra gjafa sem náttúra okkar hefur upp á að bjóða skulum við sífellt hafa það í huga að forréttindi okkar eru ekki sjálfgefin og að samheldni og samstillt átak þjóðar þarf til þess að þeirra verði áfram notið um ókomin ár. Höfundur er forstöðumaður vatnsveitu Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þema dagsins í ár er grunnvatn. Vatn er ein grundvallarforsenda þess að líf geti þrifist hér á jörðu, sem og annarsstaðar ef út í það er farið. Aðgengi og gæðum vatns er mjög misskipt eftir því hvar niður er borið á jarðkringlunni en hér á landi búum við ansi hreint vel þar sem meginþorri þjóðar býr við góðan vatnsforða og heilnæmi neysluvatns er almennt með allra besta móti. Það má því segja að við sem hér byggjum land, séum í þeirri forréttindastöðu að við búum, og höfum búið, við allsnægtir þegar kemur að aðgengi að hreinu vatni. Afar mikilvægt er að við sem samfélag áttum okkur á því að umrædd forréttindi eru ekki sjálfgefin. Við höfum komist á þann stað sem við erum á með mikilli framsýni og fyrirhöfn. Það er hlutverk okkar sem kyndilberar nútíðarinnar að horfa fram á veginn og skila af okkur þeirri dýrmætu auðlind sem kalda vatnið er til komandi kynslóða í sama, eða betra, ástandi en við tókum við henni. Breytingar á loftslagi jarðar hafa og munu breyta leiknum þegar kemur að því að tryggja þau lífsgæði sem vatninu fylgja. Samfélagið fékk áminningu síðasta sumar þegar gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk eftir langvarandi þurrka. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist mátti ekki mikið út af bera til þess að raunin hefði orðið önnur. Í samhengi þessara atburða, þá er mikilvægt að átta sig á því að Heiðmörk er vatnsverndarsvæði og því karfan sem geymir fjöregg höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að vatnsöflun. Það var fumlausu og samstilltu átaki þeirra sem hafa almannavarnir á sínu forræði að þakka að ekki fór verr. Fari eitthvað úrskeiðis sem ógnað gæti þeim vatnsbólunum sem þar er að finna, er aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að neysluvatni sett í uppnám. Við hjá Veitum tökum alvarlega það hlutverk okkar að hlúa að og nýta auðlindina með sjálfbærni og almannahagsmuni að leiðarljósi og erum sífellt á varðbergi þegar kemur að því að leita leiða til þess að vernda og tryggja þessa lífnauðsynlegu innviði. Þrátt fyrir að ábyrgðin á vatnsverndinni hvíli formlega á herðum skilgreindra aðila er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hún liggur í raun hjá hverju og einu okkar þegar stóra samhengi hlutanna er skoðað. Boðskapur minn á Degi vatnsins til okkar sem þjóðar er eftirfarandi. Á meðan við njótum á ábyrgan hátt þeirra gjafa sem náttúra okkar hefur upp á að bjóða skulum við sífellt hafa það í huga að forréttindi okkar eru ekki sjálfgefin og að samheldni og samstillt átak þjóðar þarf til þess að þeirra verði áfram notið um ókomin ár. Höfundur er forstöðumaður vatnsveitu Veitna.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun