Enn sem komið er hefur ekki verið gefið út hvað átti sér stað við skólann þar sem lögregla sagðist aðeins verið að rannsaka stórfellt brot tengt einhvers konar átökum. Upprunalega var talið að fjöldi nemenda hafi slasast en svo reyndist ekki vera.
Einn var handtekinn og hefur lögregla nú gefið það út að um átján ára gamlan nemanda við skólann hafi verið að ræða en ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til. Konurnar sem létust voru á sextugsaldri.
Det är med stor sorg som vi kan konstatera att två personer har avlidit i samband med kvällens fruktansvärda händelse på Latinskolan i Malmö. Mina tankar går till anhöriga och vänner. Läs mer här https://t.co/4CjgaUJfRT
— Petra Stenkula (@PStenkula) March 21, 2022
Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að maðurinn hafi gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist í kjölfarið á fólk. Skólanum verður lokað á morgun vegna málsins en rektor skólans sagði að um hörmulegt atvik væri að ræða.
Mikill viðbúnaður var á svæðinu á sjötta tímanum en um 50 nemendur voru inni í skólanum þegar atvikið átti sér stað, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, SVT. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og verða nemendur yfirheyrðir í kvöld. Lögreglan í Malmö mun halda blaðamannafund vegna málsins í fyrramálið, klukkan hálf níu að íslenskum tíma.
Nemendur sem SVT ræddi við sögðust ekki hafa fengið upplýsingar um hvað hafi gerst en að lögreglumenn hafi komið vopnaðir inn í skólann. Þá sagðist einn nemandi hafa séð tvo særða einstaklinga á sjúkrabörum skömmu síðar.