Haukur Helgi: „Ég er bara aumingi“ Atli Arason skrifar 22. mars 2022 07:00 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur verður eitthvað frá leiks vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og Breiðabliks á dögunum. Haukur ferðaðist ekki með Njarðvíkingum til Ísafjarðar í gær þar sem liðið lék gegn Vestra. „Ef það er ekki ökklinn þá er það bakið, ég er bara aumingi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson og hló í viðtali við Vísi í morgun. Það liggur ekki fyrir eins og er hversu lengi Haukur verður frá keppni. „Ég veit það ekki. Það gæti verið tveir dagar en það gæti líka verið tvær vikur. Við tökum stöðuna bara dag fyrir dag. Ég finn samt að ég er að verða betri, maður er farinn að þekkja líkama sinn ágætlega. Í versta falli þá verð ég ekki með í 2-3 leiki en verð orðinn 100% klár fyrir úrslitakeppnina. Þegar allt skiptir máli.“ Ökklameiðsli Hauks eru flestum körfubolta unnendum vel kunnug. Samhliða þeim hefur Haukur átt við vandamál í baki vegna brjósklos frá því hann spilaði með LF Luleå í Svíþjóð árið 2015. „Það er ekkert leyndarmál. Ég er með tvö eða þrjú brjósklos en þetta gerðist fyrst í Svíþjóð þegar ég var 23 ára. Ég er búinn að vera bakveikur síðan,“ svaraði Haukur aðspurður út í bakmeiðslin. Haukur hefur þó engar áhyggjur af liðsfélögum sínum, en liðið vann öruggan 33 stiga sigur á Vestra í gærkvöldi. „Nei nei, það er ekkert að þessu. Núna eru aðrir að stíga upp og það er bara ágætis undirbúningur fyrir úrslitakeppnina. Síðan kem ég bara betri til baka en þá verður bakið orðið gott, ökklinn og hausinn orðinn góður. Þá verður ekkert sem stoppar okkur.“ Haukur fær smá hvíld núna eftir að hafa spilað mikið eftir endurkomu sína úr ökklameiðslum. Hauki langar þó alls ekki að hvíla sig neitt á þessum tímapunkti. „Nei ég segi það ekki. Ég væri alveg til í að vera að spila núna. Ég væri mest til í að halda áfram að bæta mig og spila sem mest með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson að endingu. Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
„Ef það er ekki ökklinn þá er það bakið, ég er bara aumingi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson og hló í viðtali við Vísi í morgun. Það liggur ekki fyrir eins og er hversu lengi Haukur verður frá keppni. „Ég veit það ekki. Það gæti verið tveir dagar en það gæti líka verið tvær vikur. Við tökum stöðuna bara dag fyrir dag. Ég finn samt að ég er að verða betri, maður er farinn að þekkja líkama sinn ágætlega. Í versta falli þá verð ég ekki með í 2-3 leiki en verð orðinn 100% klár fyrir úrslitakeppnina. Þegar allt skiptir máli.“ Ökklameiðsli Hauks eru flestum körfubolta unnendum vel kunnug. Samhliða þeim hefur Haukur átt við vandamál í baki vegna brjósklos frá því hann spilaði með LF Luleå í Svíþjóð árið 2015. „Það er ekkert leyndarmál. Ég er með tvö eða þrjú brjósklos en þetta gerðist fyrst í Svíþjóð þegar ég var 23 ára. Ég er búinn að vera bakveikur síðan,“ svaraði Haukur aðspurður út í bakmeiðslin. Haukur hefur þó engar áhyggjur af liðsfélögum sínum, en liðið vann öruggan 33 stiga sigur á Vestra í gærkvöldi. „Nei nei, það er ekkert að þessu. Núna eru aðrir að stíga upp og það er bara ágætis undirbúningur fyrir úrslitakeppnina. Síðan kem ég bara betri til baka en þá verður bakið orðið gott, ökklinn og hausinn orðinn góður. Þá verður ekkert sem stoppar okkur.“ Haukur fær smá hvíld núna eftir að hafa spilað mikið eftir endurkomu sína úr ökklameiðslum. Hauki langar þó alls ekki að hvíla sig neitt á þessum tímapunkti. „Nei ég segi það ekki. Ég væri alveg til í að vera að spila núna. Ég væri mest til í að halda áfram að bæta mig og spila sem mest með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson að endingu.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira