„Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 10:01 Lovísa Thompson skorar eitt af fimmtán mörkum sínum í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Lovísa Thompson átti sannkallaðan leik upp á tíu þegar Valur vann ÍBV í Olís deild kvenna um helgina. Hún fékk líka gott pláss í Seinni bylgjunni þar sem umferðin var gerð upp. „Mér dettur eitt í hug sem gæti hafa verið smá vandamál fyrir ÍBV. Lovísa Thompson. Þetta er leikur á heimsmælikvarða,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Lovísa skoraði fimmtán mörk í leiknum og þurfti bara sautján skot til að ná því. Hún var einnig með sjö sköpuð færi fyrir liðsfélagana og var síðan með sjö stopp í vörninni. „Þetta var rosalegur leikur hjá henni,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Bara einn þáttur um hana „Það er svo margt sem mig langar að segja að ég gæti haft einn þátt bara um hana,“ sagði Svava Kristín. „Þetta er örugglega tuttugu mínútna atriði ef við ætlum að sýna allt,“ skaut Sigurlaug inn í. „Hún var frábær í sextíu mínútur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún var örugglega alveg óþolandi fyrir ÍBV. Hún var frábær í leiknum að öllu leyti. Hún var frábær í sextíu mínútur en það sem gerist þarna í lokin er að Saga fer í gang og það var það sem Valur þurfti,“ sagði Sigurlaug. Þvílíkur leikmaður sem kom til baka „Lovísa tekur sér pásu frá handbolta fyrir áramót. Kemur svo aftur inn eftir áramót og vá, þvílíkur leikmaður sem kom til baka,“ sagði Svava. „Ég veit ekkert um hennar mál þannig en ég held að það sé mikilvægt að fólk hlusti á sjálfan sig. Hún var greinilega að meta sjálfa sig rétt. Þetta er greinilega pása sem hún þurfti því hún er búin að vera frábær,“ sagði Sigurlaug. Rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn „Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun. Það er líka þrýstingur á þig alls staðar því ertu ekki bara best á landinu. Ég held að við getum sagt að Lovísa sé besti leikmaðurinn okkar. Þetta er rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Lið lifa alveg af án þín og það er gott að skoða hvað sé best fyrir mig hverju sinni,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um frammistöðu Lovísu í leiknum sem og um pásuna sem hún tók sér fyrir áramót. Klippa: Seinni bylgjan: Stórleikur Lovísu Thompson á móti ÍBV Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Mér dettur eitt í hug sem gæti hafa verið smá vandamál fyrir ÍBV. Lovísa Thompson. Þetta er leikur á heimsmælikvarða,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Lovísa skoraði fimmtán mörk í leiknum og þurfti bara sautján skot til að ná því. Hún var einnig með sjö sköpuð færi fyrir liðsfélagana og var síðan með sjö stopp í vörninni. „Þetta var rosalegur leikur hjá henni,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Bara einn þáttur um hana „Það er svo margt sem mig langar að segja að ég gæti haft einn þátt bara um hana,“ sagði Svava Kristín. „Þetta er örugglega tuttugu mínútna atriði ef við ætlum að sýna allt,“ skaut Sigurlaug inn í. „Hún var frábær í sextíu mínútur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún var örugglega alveg óþolandi fyrir ÍBV. Hún var frábær í leiknum að öllu leyti. Hún var frábær í sextíu mínútur en það sem gerist þarna í lokin er að Saga fer í gang og það var það sem Valur þurfti,“ sagði Sigurlaug. Þvílíkur leikmaður sem kom til baka „Lovísa tekur sér pásu frá handbolta fyrir áramót. Kemur svo aftur inn eftir áramót og vá, þvílíkur leikmaður sem kom til baka,“ sagði Svava. „Ég veit ekkert um hennar mál þannig en ég held að það sé mikilvægt að fólk hlusti á sjálfan sig. Hún var greinilega að meta sjálfa sig rétt. Þetta er greinilega pása sem hún þurfti því hún er búin að vera frábær,“ sagði Sigurlaug. Rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn „Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun. Það er líka þrýstingur á þig alls staðar því ertu ekki bara best á landinu. Ég held að við getum sagt að Lovísa sé besti leikmaðurinn okkar. Þetta er rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Lið lifa alveg af án þín og það er gott að skoða hvað sé best fyrir mig hverju sinni,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um frammistöðu Lovísu í leiknum sem og um pásuna sem hún tók sér fyrir áramót. Klippa: Seinni bylgjan: Stórleikur Lovísu Thompson á móti ÍBV
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira