Gagnrýnir áform um fækkun sýslumannsembætta Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 20:07 Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Framsóknar gagnrýnir harðlega fyrirætlanir dómsmálaráðherra að fækka sýslumannsembættum í eitt. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála,“ segir hann. Líneik Anna Sævarsdóttir efast um ágæti áforma Jón Gunnarssonar dómsmálaráherra að fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt og bendir á að hvergi sé minnst á þær róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Flokkur Líneikar, Framsóknarflokkurinn, er einmitt í ríkisstjórn með flokki dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokknum. Þetta segir Líneik í skoðanagrein sem hún birti hér á Vísi í kvöld. Líneik Anna segir embætti sýslumanna vera gamalgrónar og traustar stofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þeim hafi verið falið að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. „Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna,“ segir hún. Frekar eiga að efla embættin en að fækka þeim Líneik Anna segir að stjórnvöld eigi frekar að leggj allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu svo unnt sé að færa fleiri stjórnsýsluverkefni til embætta sýslumanna um land allt. Með lögum árið 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu og var lögunum ætlað að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu tekið að sér aukin verkefni, að sögn Líneikar. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu,“ segir hún. Auk þess hafi komið fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum hafi rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki verið í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hafi verið hæg en ljóst sé að hún geti leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Því eigi stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Dreifing verkefna tryggi aðlaðandi starfsumhverfi Líneik segir að með sérhæfingu og dreifingu stjórnsýsluverkefna um landið sé hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi í sýslumannsembættum um land allt, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Því vill Líneik að stjórnvöld leggi áherslu á að efla embættin frekar en að breyta lögum til að fækka þeim. Það verði í fyrsta lagi eftir fjögur til sex ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðarskipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði. „Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að,“ segir Líneik Anna að lokum. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir efast um ágæti áforma Jón Gunnarssonar dómsmálaráherra að fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt og bendir á að hvergi sé minnst á þær róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Flokkur Líneikar, Framsóknarflokkurinn, er einmitt í ríkisstjórn með flokki dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokknum. Þetta segir Líneik í skoðanagrein sem hún birti hér á Vísi í kvöld. Líneik Anna segir embætti sýslumanna vera gamalgrónar og traustar stofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þeim hafi verið falið að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. „Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna,“ segir hún. Frekar eiga að efla embættin en að fækka þeim Líneik Anna segir að stjórnvöld eigi frekar að leggj allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu svo unnt sé að færa fleiri stjórnsýsluverkefni til embætta sýslumanna um land allt. Með lögum árið 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu og var lögunum ætlað að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu tekið að sér aukin verkefni, að sögn Líneikar. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu,“ segir hún. Auk þess hafi komið fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum hafi rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki verið í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hafi verið hæg en ljóst sé að hún geti leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Því eigi stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Dreifing verkefna tryggi aðlaðandi starfsumhverfi Líneik segir að með sérhæfingu og dreifingu stjórnsýsluverkefna um landið sé hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi í sýslumannsembættum um land allt, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Því vill Líneik að stjórnvöld leggi áherslu á að efla embættin frekar en að breyta lögum til að fækka þeim. Það verði í fyrsta lagi eftir fjögur til sex ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðarskipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði. „Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að,“ segir Líneik Anna að lokum.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira