Börsungar unnu þrjá El Clásico á aðeins tíu dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 16:01 Börsungar fögnuðu þremur sigrum á erkifjendunum í Real Madrid á rúmri viku. getty/Quality Sport Images/MANU REINO/Anadolu Agency Síðustu dagar hafa verið góðir hjá Barcelona, bæði karla- og kvennaliðum félagsins í fótbolta. Þau unnu meðal annars þrjá sigra á erkifjendunum í Real Madrid. Barcelona vann 1-3 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Madrídingar náðu forystunni með marki Olgu García Carmona á 8. mínútu og voru yfir í hálfleik. En í seinni hálfleik tóku Börsungar öll völd á vellinum. Alexia Putellas, besta fótboltakona heims, jafnaði með marki úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og þegar tíu mínútur voru eftir kom Claudia Pina gestunum yfir. Putellas skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Barcelona í uppbótartíma. Barcelona er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á Nývangi í næstu viku. Uppselt er á leikinn en búist er við því að 85 þúsund verði á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IKTsCRLt2x0">watch on YouTube</a> Þetta var annar sigur kvennaliðs Barcelona á Real Madrid á tíu dögum. Þann 13. mars rústuðu Börsungar Madrídingum á heimavelli, 5-0. Á sunudaginn vann karlalið Barcelona svo Real Madrid, 0-4, á Santiago Bernabéu. Þetta var fyrsti sigur Barcelona á Real Madrid í sex leikjum. Börsungar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og virðast svo sannarlega vera komnir til baka undir stjórn Xavis. Barcelona hefur því unnið þrjá leiki gegn Real Madrid á tíu dögum með markatölunni 12-1. Kvennalið Barcelona hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu, 24 í deild, tvo í bikar, tvo í ofurbikar og sjö í Meistaradeild. Barcelona vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili og þykir líklegt til að endurtaka leikinn í ár. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Barcelona vann 1-3 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Madrídingar náðu forystunni með marki Olgu García Carmona á 8. mínútu og voru yfir í hálfleik. En í seinni hálfleik tóku Börsungar öll völd á vellinum. Alexia Putellas, besta fótboltakona heims, jafnaði með marki úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og þegar tíu mínútur voru eftir kom Claudia Pina gestunum yfir. Putellas skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Barcelona í uppbótartíma. Barcelona er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á Nývangi í næstu viku. Uppselt er á leikinn en búist er við því að 85 þúsund verði á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IKTsCRLt2x0">watch on YouTube</a> Þetta var annar sigur kvennaliðs Barcelona á Real Madrid á tíu dögum. Þann 13. mars rústuðu Börsungar Madrídingum á heimavelli, 5-0. Á sunudaginn vann karlalið Barcelona svo Real Madrid, 0-4, á Santiago Bernabéu. Þetta var fyrsti sigur Barcelona á Real Madrid í sex leikjum. Börsungar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og virðast svo sannarlega vera komnir til baka undir stjórn Xavis. Barcelona hefur því unnið þrjá leiki gegn Real Madrid á tíu dögum með markatölunni 12-1. Kvennalið Barcelona hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu, 24 í deild, tvo í bikar, tvo í ofurbikar og sjö í Meistaradeild. Barcelona vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili og þykir líklegt til að endurtaka leikinn í ár.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó