Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. mars 2022 18:42 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir að fagfjárferstar hafi fengið afslátt af kaupum á fjórðungshlut í Íslandsbanka. Vísir/Arnar Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslunnar á tæplega fjórðungs hlut ríkisins í Íslandsbanka sem hófst í gær og lauk sex í morgun. Velflestir lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir hér sýndu útboðinu áhuga ásamt erlendum fjárfestum. Söluverð á hvern hlut var 117 kr. en Bankasýslan, Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, JP Morgan og Citigroup sáu m.a. um verðmatið. Fram kemur í upplýsingum frá Bankasýslunni að endanleg ákvörðun um verðið hafi verið í höndum fjármálaráðherra. Athygli hefur vakið að markaðsverð á hvern hlut í bankanum í Kauphöllinni í gær var hærra eða 122 kr. á hvern hlut og hafa þeir greiningaraðilar sem fréttastofa hefur rætt við í dag sagt að óánægju gæti vegna afsláttarins einkum þar sem umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum. Einhver tilboð hafi verið hærra en þetta verð. Þá hækkaði verð í bankanum í dag um tvö prósent. Ríkið fær með sölunni tæplega 53 milljarða króna en hefði fengið um tveimur milljörðum hærra verð hefði markaðsgengi dagsins í gær gilt. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur söluverð á hlutum ríkisins í bankanum í fyrra og núna óeðlilegt. „Þetta er enn einn skandall fjármálaráðherra, að gefa fjárfestum ríflegan afslátt af kaupverði og selja eignir ríkisins á undirverði. Það þarf að skoða og rannsaka af hverju verið er að selja hlut ríkisins með afslætti að næturlagi. Þá er vert að benda á að verð á hlutabréfum í bankanum hefur hækkað um 60% frá því ríkið seldi þriðjungs hlut í honum fyrir tíu mánuðum síðan. Sex erlendir fjárfestar seldu til að mynda í bankanum nokkrum dögum eftir fyrra útboðið með gríðarlegum hagnaði. Í heild hefur almenningur nú þegar orðið af tugum milljarða króna hefði bankinn verið seldur á réttu verði í fyrra útboðinu og því sem fór fram í gær. Almenningur hlýtur að krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér, þetta er bara spilling,“ segir Ragnar. Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Íslenska ríkið er í fyrsta skipti frá bankahruni orðið minnihlutaeigandi í viðskiptabönkunum þremur eftir söluna. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Tengdar fréttir Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslunnar á tæplega fjórðungs hlut ríkisins í Íslandsbanka sem hófst í gær og lauk sex í morgun. Velflestir lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir hér sýndu útboðinu áhuga ásamt erlendum fjárfestum. Söluverð á hvern hlut var 117 kr. en Bankasýslan, Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, JP Morgan og Citigroup sáu m.a. um verðmatið. Fram kemur í upplýsingum frá Bankasýslunni að endanleg ákvörðun um verðið hafi verið í höndum fjármálaráðherra. Athygli hefur vakið að markaðsverð á hvern hlut í bankanum í Kauphöllinni í gær var hærra eða 122 kr. á hvern hlut og hafa þeir greiningaraðilar sem fréttastofa hefur rætt við í dag sagt að óánægju gæti vegna afsláttarins einkum þar sem umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum. Einhver tilboð hafi verið hærra en þetta verð. Þá hækkaði verð í bankanum í dag um tvö prósent. Ríkið fær með sölunni tæplega 53 milljarða króna en hefði fengið um tveimur milljörðum hærra verð hefði markaðsgengi dagsins í gær gilt. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur söluverð á hlutum ríkisins í bankanum í fyrra og núna óeðlilegt. „Þetta er enn einn skandall fjármálaráðherra, að gefa fjárfestum ríflegan afslátt af kaupverði og selja eignir ríkisins á undirverði. Það þarf að skoða og rannsaka af hverju verið er að selja hlut ríkisins með afslætti að næturlagi. Þá er vert að benda á að verð á hlutabréfum í bankanum hefur hækkað um 60% frá því ríkið seldi þriðjungs hlut í honum fyrir tíu mánuðum síðan. Sex erlendir fjárfestar seldu til að mynda í bankanum nokkrum dögum eftir fyrra útboðið með gríðarlegum hagnaði. Í heild hefur almenningur nú þegar orðið af tugum milljarða króna hefði bankinn verið seldur á réttu verði í fyrra útboðinu og því sem fór fram í gær. Almenningur hlýtur að krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér, þetta er bara spilling,“ segir Ragnar. Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Íslenska ríkið er í fyrsta skipti frá bankahruni orðið minnihlutaeigandi í viðskiptabönkunum þremur eftir söluna.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Tengdar fréttir Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02