Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 20:31 Sólveig Anna Jónsdóttir. sigurjón ólason Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. Þing Starfsgreinasambandsins hófst klukkan 17 í dag á Akureyri og stendur fram á föstudag. 135 fulltrúar eiga sæti á þinginu og skiptast þeir svona eftir félögum, en Efling á lang flesta fulltrúa. Hópur Eflingar flaug til Akureyrar um þrjú leytið í dag en þegar nýkjörinn formaður gekk inn í brottfararsalinn var henni fagnað mjög með lófkalappi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem og er í hópi félaga minna í eftir allt sem á hefur gengið þannig það skiptir mig mjög miklu máli,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir. Formaður Eflingar segir formannskjörið mikilvægt sér í lagi vegna þeirra kjarasamninga sem framundan eru. Björn Snæbjörnsson lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. Spennan ríkir um formannskjörið en þessir tveir eru í framboði. Sólveig lýsti yfir miklum stuðningi við Vilhjálm í færslu á Facebook í dag. „Hann er tilbúinn til þess að gera það sem ég hef verið tilbúin til þess að gera. Setjast við samningaborðið með þá sýn og markmið að komast eins langt og hægt er.“ Nái Vilhjálmur kjöri verði ekki hallarbylting innan sambandsins. „En sannarlega mikil áherslubylting.“ Aðspurð hvort átök verði á þinginu segist Sólveig ekki hræðast þau „Ég mun þá bara takast á við þau með málefnalegri nálgun en svo sjáum við bara hvernig fer.“ Sólveig segist viss um að mjög margir fulltrúar Eflingar deili skoðunum með henni þrátt fyrir að sitjandi stjórn hafi valið fulltrúana. „Og ég held að af því leiði að margir fulltrúarnir muni sannarlega kjósa Villa.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Þing Starfsgreinasambandsins hófst klukkan 17 í dag á Akureyri og stendur fram á föstudag. 135 fulltrúar eiga sæti á þinginu og skiptast þeir svona eftir félögum, en Efling á lang flesta fulltrúa. Hópur Eflingar flaug til Akureyrar um þrjú leytið í dag en þegar nýkjörinn formaður gekk inn í brottfararsalinn var henni fagnað mjög með lófkalappi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem og er í hópi félaga minna í eftir allt sem á hefur gengið þannig það skiptir mig mjög miklu máli,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir. Formaður Eflingar segir formannskjörið mikilvægt sér í lagi vegna þeirra kjarasamninga sem framundan eru. Björn Snæbjörnsson lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. Spennan ríkir um formannskjörið en þessir tveir eru í framboði. Sólveig lýsti yfir miklum stuðningi við Vilhjálm í færslu á Facebook í dag. „Hann er tilbúinn til þess að gera það sem ég hef verið tilbúin til þess að gera. Setjast við samningaborðið með þá sýn og markmið að komast eins langt og hægt er.“ Nái Vilhjálmur kjöri verði ekki hallarbylting innan sambandsins. „En sannarlega mikil áherslubylting.“ Aðspurð hvort átök verði á þinginu segist Sólveig ekki hræðast þau „Ég mun þá bara takast á við þau með málefnalegri nálgun en svo sjáum við bara hvernig fer.“ Sólveig segist viss um að mjög margir fulltrúar Eflingar deili skoðunum með henni þrátt fyrir að sitjandi stjórn hafi valið fulltrúana. „Og ég held að af því leiði að margir fulltrúarnir muni sannarlega kjósa Villa.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent