Vilja taka hjartað úr Maradona með á HM Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 07:30 Diego Maradona verður áfram dýrkaður um ókomna tíð. Getty/Rafael WOLLMANN Diego Maradona er sannkallaður guð í augum margra Argentínumanna og þó að hann sé fallinn frá vilja sumir þeirra að hluti af honum fylgi argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok árs. Það hljómar kannski of ótrúlega til að vera satt en raunin er sú að nú berjast sumir af dyggustu aðdáendum Maradona fyrir því að hjartað úr honum fari á HM. A group of fanatics want Diego Maradona's heart to be present at the 2022 Qatar World Cup. Yes, you read that correctly. pic.twitter.com/b4DpDZTjDU— Roy Nemer (@RoyNemer) March 24, 2022 Maradona lést í svefni af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, þá sextugur að aldri. Hjartað var hins vegar tekið úr honum áður en hann var grafinn og hafa yfirvöld sagt að það hafi verið gert til að rannsaka frekar dánarorsökina. Hjartað er sagt vega 503 grömm eða tvöfalt meira en venjulegt hjarta hjá mönnum á sama aldri. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nelson Castro hefur þó fullyrt að önnur ástæða fyrir því að hjartað hafi ekki fylgt Maradona ofan í gröfina hafi verið fyrirætlanir fótboltabullna um að stela hjartanu. Hvað sem því líður þá er hjartað alla vega núna í vörslu lögreglunnar í Buenos Aires, varðveitt í formalíni, og mögulega á leið til Katar í lok árs til að blása Lionel Messi og félögum byr í brjóst á HM. Sér hjartað fyrir sér í liðsrútunni og á hóteli landsliðsins „Ég er viss um að það er það sem Diego hefði sjálfur viljað. Ef við gætum spurt hann þá myndi hann segi: Gerið það,“ segir Javier Mentasti, yfirmaður auglýsingastofu og áhugamaður um að hjarta Maradona fari á HM. „Það gæti verið með í liðsrútunni og á hóteli leikmannanna. Ég sé fyrir mér göngu daginn sem að liðið leggur af stað til Katar, þar sem fólk myndi fylgja rútunni og safnast saman á flugvellinum áður en lagt væri af stað,“ sagði Mentasti og bætti við: „Þetta gæti líka orðið fólki hvatning til að gefa líffæri. Það gæti orðið mjög spennandi að taka hjartað úr Diego með á heimsmeistaramótið sem verður síðasta HM hjá Messi. Það er ákveðinn draumur.“ Cesar Perez, eigandi einnar af byggingunum sem Maradona bjó í en er nú orðin að safni, er einnig mjög hrifinn af hugmyndinni: „Við styðjum þetta framtak. Hvað væri betra en að hafa hjartað úr Diego með til Katar svo að leikmenn og fótboltadýrkendur gætu fundið fyrir nærveru hans með einhverjum hætti?“ Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Sjá meira
Það hljómar kannski of ótrúlega til að vera satt en raunin er sú að nú berjast sumir af dyggustu aðdáendum Maradona fyrir því að hjartað úr honum fari á HM. A group of fanatics want Diego Maradona's heart to be present at the 2022 Qatar World Cup. Yes, you read that correctly. pic.twitter.com/b4DpDZTjDU— Roy Nemer (@RoyNemer) March 24, 2022 Maradona lést í svefni af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, þá sextugur að aldri. Hjartað var hins vegar tekið úr honum áður en hann var grafinn og hafa yfirvöld sagt að það hafi verið gert til að rannsaka frekar dánarorsökina. Hjartað er sagt vega 503 grömm eða tvöfalt meira en venjulegt hjarta hjá mönnum á sama aldri. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nelson Castro hefur þó fullyrt að önnur ástæða fyrir því að hjartað hafi ekki fylgt Maradona ofan í gröfina hafi verið fyrirætlanir fótboltabullna um að stela hjartanu. Hvað sem því líður þá er hjartað alla vega núna í vörslu lögreglunnar í Buenos Aires, varðveitt í formalíni, og mögulega á leið til Katar í lok árs til að blása Lionel Messi og félögum byr í brjóst á HM. Sér hjartað fyrir sér í liðsrútunni og á hóteli landsliðsins „Ég er viss um að það er það sem Diego hefði sjálfur viljað. Ef við gætum spurt hann þá myndi hann segi: Gerið það,“ segir Javier Mentasti, yfirmaður auglýsingastofu og áhugamaður um að hjarta Maradona fari á HM. „Það gæti verið með í liðsrútunni og á hóteli leikmannanna. Ég sé fyrir mér göngu daginn sem að liðið leggur af stað til Katar, þar sem fólk myndi fylgja rútunni og safnast saman á flugvellinum áður en lagt væri af stað,“ sagði Mentasti og bætti við: „Þetta gæti líka orðið fólki hvatning til að gefa líffæri. Það gæti orðið mjög spennandi að taka hjartað úr Diego með á heimsmeistaramótið sem verður síðasta HM hjá Messi. Það er ákveðinn draumur.“ Cesar Perez, eigandi einnar af byggingunum sem Maradona bjó í en er nú orðin að safni, er einnig mjög hrifinn af hugmyndinni: „Við styðjum þetta framtak. Hvað væri betra en að hafa hjartað úr Diego með til Katar svo að leikmenn og fótboltadýrkendur gætu fundið fyrir nærveru hans með einhverjum hætti?“
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti