Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 22:46 Trump er á fullu í kosningaherferð og var í Suður-Karólínu á dögunum. Vísir/Getty Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. Í málsókninni er fjöldi manns nefndur á nafn sem Trump hefur í mörg ár ásakað um samsæri gegn sér. Meðal þeirra eru fyrrum forstjóri FBI James Comey, breski njósnarinn Christopher Steele og nokkrir starfsmenn kosningateymis Hillary Clinton. Stuðningsmenn Trump segja þau öll hluta af djúpríkinu svokallaða sem hann sjálfur hefur oft nefnt, tengslaneti frjálslyndra embættismanna sem eiga að hafa staðið í vegi hans. Málsóknin telur heilar 108 blaðsíður og þar sakar hann pólitíska andstæðinga sína um samsæri gegn sér, ólöglegar málsóknir, tölvuglæpi og þjófnað á leynilegum gögnum. Hann fer fram á rúma þrjá milljarða í skaðabætur. It s difficult to put into words just how deeply flawed and utterly hopeless this lawsuit is. https://t.co/AkFJo1ePrr— Elie Honig (@eliehonig) March 24, 2022 Í málsókninni má finna ýmsar staðreyndavillur sem og ýktar ásaknir Trump sem hann hefur ítrekað haldið fram í fjölmiðlum. Í málsókninni eru Clinton og háttsettir Demókratar sakaðir um að hafa ráðið lögfræðinga og rannsóknaraðila til að falsa upplýsingar sem tengja áttu Trump við Rússland og síðan dreifa þeim upplýsingum til fjölmiðla. Kosningateymi Clinton borgaði rannsóknarfólki fyrir að finna upplýsingar sem tengdu Trump við Rússa en flestar veigamestu ásakanirnar, í málsókninni sem Trump lagði fram í dag, hafa verið hraktar af hlutlausri rannsóknarnefnd þingsins sem og af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Trump heldur því fram að þessir aðilar hafi fengið aðstoð frá fólki hliðhollu Clinton innan FBI sem hafi misnotað vald sitt í rannsóknum sínum gegn sér. Ýmsir sérfræðingar hafa tjáð sig um málsókn Trump og segja hana hluta af pólitískri skák. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Í málsókninni er fjöldi manns nefndur á nafn sem Trump hefur í mörg ár ásakað um samsæri gegn sér. Meðal þeirra eru fyrrum forstjóri FBI James Comey, breski njósnarinn Christopher Steele og nokkrir starfsmenn kosningateymis Hillary Clinton. Stuðningsmenn Trump segja þau öll hluta af djúpríkinu svokallaða sem hann sjálfur hefur oft nefnt, tengslaneti frjálslyndra embættismanna sem eiga að hafa staðið í vegi hans. Málsóknin telur heilar 108 blaðsíður og þar sakar hann pólitíska andstæðinga sína um samsæri gegn sér, ólöglegar málsóknir, tölvuglæpi og þjófnað á leynilegum gögnum. Hann fer fram á rúma þrjá milljarða í skaðabætur. It s difficult to put into words just how deeply flawed and utterly hopeless this lawsuit is. https://t.co/AkFJo1ePrr— Elie Honig (@eliehonig) March 24, 2022 Í málsókninni má finna ýmsar staðreyndavillur sem og ýktar ásaknir Trump sem hann hefur ítrekað haldið fram í fjölmiðlum. Í málsókninni eru Clinton og háttsettir Demókratar sakaðir um að hafa ráðið lögfræðinga og rannsóknaraðila til að falsa upplýsingar sem tengja áttu Trump við Rússland og síðan dreifa þeim upplýsingum til fjölmiðla. Kosningateymi Clinton borgaði rannsóknarfólki fyrir að finna upplýsingar sem tengdu Trump við Rússa en flestar veigamestu ásakanirnar, í málsókninni sem Trump lagði fram í dag, hafa verið hraktar af hlutlausri rannsóknarnefnd þingsins sem og af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Trump heldur því fram að þessir aðilar hafi fengið aðstoð frá fólki hliðhollu Clinton innan FBI sem hafi misnotað vald sitt í rannsóknum sínum gegn sér. Ýmsir sérfræðingar hafa tjáð sig um málsókn Trump og segja hana hluta af pólitískri skák.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira