Mikael braut dýra græju: „Fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 10:32 Jón Dagur Þorsteinsson á æfingu íslenska landsliðsins á Spáni. @footballiceland Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson sparkaði í og braut rándýran hljóðnema eftir leik í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum. Jón Dagur Þorsteinsson liðsfélagi hans segir danska fjölmiðla gera meira en ella úr svona málum þegar Íslendingar eigi í hlut. Mikael og Jón Dagur leika saman hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Mikael hafði skorað mark liðsins í leik gegn Viborg á sunnudag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Eftir lokaflautið var Mikael illur og á endanum gaf dómarinn honum gult spjald. Á leið sinni af vellinum þrumaði Mikael svo í hljóðnema sjónvarpsfyrirtækisins sem myndaði leikinn, og samkvæmt bold.dk kostaði það AGF 20.000 danskar krónur að bæta fyrir það eða 380.000 íslenskar krónur. „Voðalega ýkt“ „Ég sá þetta. Það var fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér í þessu liði,“ sagði Jón Dagur sposkur á svip þegar Vísir spurði hann út í atvikið á blaðamannafundi KSÍ í aðdraganda landsleiksins við Finnland á Spáni á morgun. Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.Getty/Lars Ronbog „En þetta var nú ekkert. Þeir eiga það til að gera svolítið mikið úr öllu þarna í Danmörku, sérstaklega þegar það erum við Íslendingarnir, en þetta var ekkert stórmál. Þetta er voðalega ýkt, verið að sekta hann og allt vitlaust, en það fylgir því oft að vera í AGF að það er meira gert úr hlutunum,“ sagði Jón Dagur sem er væntanlega á förum frá félaginu í sumar. Mikael er ekki með Jóni Degi og landsliðinu á Spáni þar sem að hann er nýbúinn að eignast sitt annað barn og gaf því ekki kost á sér í landsliðsverkefnið: „Hann er bara að venjast því að eiga tvö lítil börn og er bara í toppmálum þarna í Aarhus,“ sagði Jón Dagur léttur. „Þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF“ Sjálfur hefur Jón Dagur stundum þótt fara yfir strikið í kappsemi sinni og virðist eiga auðvelt með að fara í taugarnar á stuðningsmönnum mótherjanna. Þessi 23 ára, kraftmikli og knái kantmaður segist hins vegar farinn að nýta skapið á réttan hátt: „Auðvitað er það hlutur sem að ég hef verið að reyna að bæta og það kemur hægt og rólega. Þetta er mikil áskorun, í þessari deild og miðað við hvernig fótbolta við spilum. Það eru mikil læti í leikjunum okkar og það eru til að mynda 4-5 leikmenn held ég í banni í næsta leik. Það er ekki bara ég sem er eitthvað að missa stjórn á skapinu. Þetta er bara partur af leiknum. Þetta er leikur með tilfinningar, og þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF held ég. Kannski vegna þess að það hefur gengið illa,“ sagði Jón Dagur en AGF missti sæti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar og spilar því í neðri hlutanum það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Danski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira
Mikael og Jón Dagur leika saman hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Mikael hafði skorað mark liðsins í leik gegn Viborg á sunnudag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Eftir lokaflautið var Mikael illur og á endanum gaf dómarinn honum gult spjald. Á leið sinni af vellinum þrumaði Mikael svo í hljóðnema sjónvarpsfyrirtækisins sem myndaði leikinn, og samkvæmt bold.dk kostaði það AGF 20.000 danskar krónur að bæta fyrir það eða 380.000 íslenskar krónur. „Voðalega ýkt“ „Ég sá þetta. Það var fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér í þessu liði,“ sagði Jón Dagur sposkur á svip þegar Vísir spurði hann út í atvikið á blaðamannafundi KSÍ í aðdraganda landsleiksins við Finnland á Spáni á morgun. Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.Getty/Lars Ronbog „En þetta var nú ekkert. Þeir eiga það til að gera svolítið mikið úr öllu þarna í Danmörku, sérstaklega þegar það erum við Íslendingarnir, en þetta var ekkert stórmál. Þetta er voðalega ýkt, verið að sekta hann og allt vitlaust, en það fylgir því oft að vera í AGF að það er meira gert úr hlutunum,“ sagði Jón Dagur sem er væntanlega á förum frá félaginu í sumar. Mikael er ekki með Jóni Degi og landsliðinu á Spáni þar sem að hann er nýbúinn að eignast sitt annað barn og gaf því ekki kost á sér í landsliðsverkefnið: „Hann er bara að venjast því að eiga tvö lítil börn og er bara í toppmálum þarna í Aarhus,“ sagði Jón Dagur léttur. „Þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF“ Sjálfur hefur Jón Dagur stundum þótt fara yfir strikið í kappsemi sinni og virðist eiga auðvelt með að fara í taugarnar á stuðningsmönnum mótherjanna. Þessi 23 ára, kraftmikli og knái kantmaður segist hins vegar farinn að nýta skapið á réttan hátt: „Auðvitað er það hlutur sem að ég hef verið að reyna að bæta og það kemur hægt og rólega. Þetta er mikil áskorun, í þessari deild og miðað við hvernig fótbolta við spilum. Það eru mikil læti í leikjunum okkar og það eru til að mynda 4-5 leikmenn held ég í banni í næsta leik. Það er ekki bara ég sem er eitthvað að missa stjórn á skapinu. Þetta er bara partur af leiknum. Þetta er leikur með tilfinningar, og þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF held ég. Kannski vegna þess að það hefur gengið illa,“ sagði Jón Dagur en AGF missti sæti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar og spilar því í neðri hlutanum það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Danski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira