„Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2022 11:12 Biden sagði bandamenn myndu standa á öruggari grunni þegar Evrópa væri ekki lengur háð orku frá Rússlandi. AP/Evan Vucci Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að setja á fót starfshóp sem er ætlað að finna leiðir til að draga úr þörf Evrópuríkjanna á að kaupa orku frá Rússlandi. Þáttur í samkomulaginu er skuldbinding Bandaríkjanna um að auka útflutning á fljótandi gasi til Evrópu um að minnsta kosti 15 milljarða rúmmetra á þessu ári. Þá stendur til að auka magnið enn meira í framtíðinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynntu um samkomulagið fyrr í dag og sögðu markmiðið að draga úr þörf Evrópu á rússneskum orkugjöfum, án þess að koma niður á getu ríkjanna til að standa við markmið sín í loftslagsmálum. „Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta á meðna við byggjum innviði fyrir fjölbreytta, þolgóða og hreina orkuframtíð,“ sagði Biden í Brussel. Hann mun í dag halda til Póllands og meðal annars hitta flóttafólk frá Úkraínu. Von der Leyen sagði skuldbindingu Bandaríkjanna myndu koma í staðinn fyrir það gas sem Evrópa fengi nú frá Rússlandi. Samvinnan ætti að koma Evrópu í gegnum átökin og styðja við sjálfstæði álfunnar. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum Hvíta hússins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Evan Vucci Um það bil 40 prósent af öllu gasi sem Evrópa notar kemur frá Rússlandi og um fjórðungur allrar olíu. Evrópa flytur inn sex sinnum meiri olíu frá Rússlandi en Bandaríkin. Bandaríkin hafa bannað innflutning á olíu og gasi frá Rússlandi en Evrópuríkin sagst munu minnka gasinnflutningin um tvo þriðju á þessu ári. Biden sagðist meðvitaður um þá erfiðleika sem það myndi valda Evrópu að hætta að kaupa orku frá Rússum en sagði skrefin sem tilkynnt hefði verið um í dag væru mikilvæg til að hindra Vladimir Pútín Rússlandsforseta frá því að nota orku til að „þvinga og spila með nágranna sína“. Hann sagði það einu siðferðilega réttu ákvörðunina og að það myndi treysta þann grunn sem vesturveldin stæðu á. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Þáttur í samkomulaginu er skuldbinding Bandaríkjanna um að auka útflutning á fljótandi gasi til Evrópu um að minnsta kosti 15 milljarða rúmmetra á þessu ári. Þá stendur til að auka magnið enn meira í framtíðinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynntu um samkomulagið fyrr í dag og sögðu markmiðið að draga úr þörf Evrópu á rússneskum orkugjöfum, án þess að koma niður á getu ríkjanna til að standa við markmið sín í loftslagsmálum. „Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta á meðna við byggjum innviði fyrir fjölbreytta, þolgóða og hreina orkuframtíð,“ sagði Biden í Brussel. Hann mun í dag halda til Póllands og meðal annars hitta flóttafólk frá Úkraínu. Von der Leyen sagði skuldbindingu Bandaríkjanna myndu koma í staðinn fyrir það gas sem Evrópa fengi nú frá Rússlandi. Samvinnan ætti að koma Evrópu í gegnum átökin og styðja við sjálfstæði álfunnar. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum Hvíta hússins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Evan Vucci Um það bil 40 prósent af öllu gasi sem Evrópa notar kemur frá Rússlandi og um fjórðungur allrar olíu. Evrópa flytur inn sex sinnum meiri olíu frá Rússlandi en Bandaríkin. Bandaríkin hafa bannað innflutning á olíu og gasi frá Rússlandi en Evrópuríkin sagst munu minnka gasinnflutningin um tvo þriðju á þessu ári. Biden sagðist meðvitaður um þá erfiðleika sem það myndi valda Evrópu að hætta að kaupa orku frá Rússum en sagði skrefin sem tilkynnt hefði verið um í dag væru mikilvæg til að hindra Vladimir Pútín Rússlandsforseta frá því að nota orku til að „þvinga og spila með nágranna sína“. Hann sagði það einu siðferðilega réttu ákvörðunina og að það myndi treysta þann grunn sem vesturveldin stæðu á.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira