Þetta er í nítugasta og fjórða skipti sem hátíðin verður haldin og er spennan gríðarleg. Stjörnurnar eru spenntar fyrir því að mæta á rauða dregilinn eftir faraldurinn og eru allir tilbúnir að fagna þeim frábæru kvikmyndum sem hafa verið gerðar síðustu mánuði. Það er aldrei að vita hver fer heim í lok kvöldsins með gullstyttu og titilinn óskarsveðlaunahafi svo fylgist með því allt getur gerst.
Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina.