Friðrik Ingi: Ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2022 20:31 Friðrik Ingi ræðir hér við Eggert Þór Aðalsteinsson dómara sem dæmdi þó ekki í Grindavík í kvöld. Friðrik var óánægður með dómgæsluna í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn „Þetta var bara villa. Hann er með lítinn skurð á enninu sem blæðir úr þannig að það segir allt sem segja þarf,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari ÍR sem vildi villu í síðustu sókn ÍR í tapleiknum gegn Grindavík í kvöld. Atvikið sem Friðrik Ingi er að tala um gerist þegar fjórtán sekúndur eru eftir af leiknum. Jordan Semple var þá undir körfunni, náði skoti en hitti ekki. ÍR-ingar vildu villu en ekkert var dæmt og þess í stað fór Grindavík upp völlinn og EC Matthews tryggði þeim sigur með flautukörfu. Friðrik Ingi ræddi við dómarana eftir leik en lítið var um svör að hans mati. „Þeir gátu ekki svarað neinu, þeir töldu að ég væri of æstur. Ég kannski aðeins hækkaði röddina en var samt ekkert dónalegur. Ég ætla bara að segja það að ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem ég segi það í viðtali,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik í kvöld. „Hins vegar eru atriði í mínu liði þar sem við hefðum getað gert betur til að klára leikinn og allt það. Ég hef alveg þann þroska og skilning á því að það þarf meira til. Það er 21-12 í vítum, menn geta bara skoðað þetta,“ bætti Friðrik Ingi við. ÍR-ingar komust átján stigum yfir í öðrum leikhluta en Grindvíkingar skoruðu ellefu síðustu stig leikhlutans og náðu að minnka muninn verulega fyrir leikhlé. „Við skoruðum líka í einhverjum kippum, svona er bara þessi leikur. Við komumst aftur yfir og ég átti alveg von á leiknum með þessum hætti. Vissulega, komnir átján stigum yfir, þá fórum við aðeins út úr okkar kennileiti og ég var ekki ánægður með það.“ „Ég óska Grindavík til hamingju, þeir fengu þessi tvö stig og þannig er það.“ Von ÍR-inga um sæti í úrslitakeppni er veik eftir tapið en þeir eru fjórum stigum á eftir KR og Breiðablik með tvo leiki eftir í deildinni. „Ég held að Breiðablik sé í sterkustu stöðunni. Ég er svo sem ekkert að hugsa um þetta núna, ég er fyrst og fremst óánægður með að við höfum ekki náð að vinna þennan leik. Meiri partinn af leiknum var ég mjög ánægður með spilamennskuna. Nú er bara stutt hvíld því það er leikur aftur á sunnudag,“ sagði Friðrik Ingi að endingu. UMF Grindavík ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Atvikið sem Friðrik Ingi er að tala um gerist þegar fjórtán sekúndur eru eftir af leiknum. Jordan Semple var þá undir körfunni, náði skoti en hitti ekki. ÍR-ingar vildu villu en ekkert var dæmt og þess í stað fór Grindavík upp völlinn og EC Matthews tryggði þeim sigur með flautukörfu. Friðrik Ingi ræddi við dómarana eftir leik en lítið var um svör að hans mati. „Þeir gátu ekki svarað neinu, þeir töldu að ég væri of æstur. Ég kannski aðeins hækkaði röddina en var samt ekkert dónalegur. Ég ætla bara að segja það að ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem ég segi það í viðtali,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik í kvöld. „Hins vegar eru atriði í mínu liði þar sem við hefðum getað gert betur til að klára leikinn og allt það. Ég hef alveg þann þroska og skilning á því að það þarf meira til. Það er 21-12 í vítum, menn geta bara skoðað þetta,“ bætti Friðrik Ingi við. ÍR-ingar komust átján stigum yfir í öðrum leikhluta en Grindvíkingar skoruðu ellefu síðustu stig leikhlutans og náðu að minnka muninn verulega fyrir leikhlé. „Við skoruðum líka í einhverjum kippum, svona er bara þessi leikur. Við komumst aftur yfir og ég átti alveg von á leiknum með þessum hætti. Vissulega, komnir átján stigum yfir, þá fórum við aðeins út úr okkar kennileiti og ég var ekki ánægður með það.“ „Ég óska Grindavík til hamingju, þeir fengu þessi tvö stig og þannig er það.“ Von ÍR-inga um sæti í úrslitakeppni er veik eftir tapið en þeir eru fjórum stigum á eftir KR og Breiðablik með tvo leiki eftir í deildinni. „Ég held að Breiðablik sé í sterkustu stöðunni. Ég er svo sem ekkert að hugsa um þetta núna, ég er fyrst og fremst óánægður með að við höfum ekki náð að vinna þennan leik. Meiri partinn af leiknum var ég mjög ánægður með spilamennskuna. Nú er bara stutt hvíld því það er leikur aftur á sunnudag,“ sagði Friðrik Ingi að endingu.
UMF Grindavík ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00