Viðskiptavinur kom starfsmönnum Domino's til bjargar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 10:48 Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi, segir að starfsfólkið sé alltaf sett í fyrsta sæti. Samsett Ósáttur kúnni kastaði pizzu í starfsmann Domino‘s í Skeifunni rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Vaskur viðskiptavinur kom starfsmönnum verslunarinnar til bjargar og forstjóri segir að starfsmanninum hafi ekki orðið meint af. Hann leitar nú að bjargvættinum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að einstaklingarnir hafi verið farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en nánari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi segir atvik á borð við þessi alltaf leiðinleg. Málið fari sinn veg hjá lögreglunni en fyrirtækið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort til standi að kæra. Taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun „Hann verður reiður einhver kúnni því hann taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun og hafði í hótunum við starfsfólkið. Eftir einhverjar hótanir fram og til baka til starfsfólksins þá kemur vaskur viðskiptavinur og fleygir honum út. Og það endar með því að hann fleygir þarna frá sér einhverjum vörum og svona. Búðinni var í raun ekki lokað en við ræstum út rekstrarteymið okkar. Við töluðum við viðkomandi starfsmann og það var allt í góðu,“ segir Magnús og bætir við að starfsmaðurinn hafi kosið að vinna áfram. Honum hafi þó að sjálfsögðu staðið til boða að fara heim. Vill þakka viðskiptavininum fyrir hjálpina Aðspurður kveðst hann ekki vita hvort margir hafi verið inni á Domino‘s þegar atvikið átti sér stað en segist þakklátur fyrir aðstoð viðskiptavinarins. „Það er fyrst og fremst geggjað að viðskiptavinur hafi stokkið inn og hjálpað til. Og við erum að reyna að leita viðkomandi uppi til að geta launað honum hjálpina. Ef hann vill gefa sig fram þá væri það mjög gott,“ segir Magnús og kveðst vilja launa honum ríkulega fyrir hjálpina. „Það er starfsfólkið manns sem maður hefur áhyggjur af, mér er alveg sama um pizzuna,“ segir Magnús Hafliðson forstjóri Domino's. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að einstaklingarnir hafi verið farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en nánari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi segir atvik á borð við þessi alltaf leiðinleg. Málið fari sinn veg hjá lögreglunni en fyrirtækið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort til standi að kæra. Taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun „Hann verður reiður einhver kúnni því hann taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun og hafði í hótunum við starfsfólkið. Eftir einhverjar hótanir fram og til baka til starfsfólksins þá kemur vaskur viðskiptavinur og fleygir honum út. Og það endar með því að hann fleygir þarna frá sér einhverjum vörum og svona. Búðinni var í raun ekki lokað en við ræstum út rekstrarteymið okkar. Við töluðum við viðkomandi starfsmann og það var allt í góðu,“ segir Magnús og bætir við að starfsmaðurinn hafi kosið að vinna áfram. Honum hafi þó að sjálfsögðu staðið til boða að fara heim. Vill þakka viðskiptavininum fyrir hjálpina Aðspurður kveðst hann ekki vita hvort margir hafi verið inni á Domino‘s þegar atvikið átti sér stað en segist þakklátur fyrir aðstoð viðskiptavinarins. „Það er fyrst og fremst geggjað að viðskiptavinur hafi stokkið inn og hjálpað til. Og við erum að reyna að leita viðkomandi uppi til að geta launað honum hjálpina. Ef hann vill gefa sig fram þá væri það mjög gott,“ segir Magnús og kveðst vilja launa honum ríkulega fyrir hjálpina. „Það er starfsfólkið manns sem maður hefur áhyggjur af, mér er alveg sama um pizzuna,“ segir Magnús Hafliðson forstjóri Domino's. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36