Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. mars 2022 14:01 Valtýr Thors, barnalæknir. Vísir/Arnar Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. „Þetta er að slaga upp í hundrað komur á dag. Aðsóknarmetin hafa lengi verið í kringum áttatíu en núna er þetta yfir níutíu á hverjum einasta degi og alveg óhemju mikið álag,” segir Valtýr. Árleg inflúensa hefur verið að gera vart við sig að undanförnu en stærstur hluti þeirra sem greinist í dag eru börn en viðbúið er að fleiri fullorðnir smitist í framhaldinu. Eitt barn er inniliggjandi á spítala með inflúensu og fimm börn með covid-19, þar af er nýburi á gjörgæslu á vökudeild. Valtýr segir að einkenni inflúensu og covid séu keimlík og oft erfitt að greina þar á milli með skoðun einni og sér. Þá sé útlit fyrir að börn sem nýverið hafi veikst séu móttækilegri fyrir næstu pest. „Við erum að sjá mjög mikið af krökkum, ekki bara á spítalanum heldur líka á heilsugæslunni og hjá öðrum barnalæknum úti í bæ, sem eru að glíma við síendurtekin veikindi, allt frá október, desember og jafnvel fyrr. Þetta veldur miklu álagi, á börnin fyrst og fremst en líka á heilbrigðisþjónustuna og auðvitað foreldrana.” Hann segir að spítalinn ráði enn við ástandið en vonar að það fari að hægjast um. „Þetta er allt á bláþræði hjá okkur, að því leytinu til að við erum ekki bara með bráðamóttökuna heldur líka inniliggjandi á deildinni. Það eru allir á hlaupum alla daga og við erum að vonast til að þegar fer að sljákka í inflúensunni að það komi tímabil þar sem fólk geti aðeins hlaðið batteríin. En það verður bara að koma í ljós,” segir Valtýr og tekur fram að þrátt fyrir eril á spítalanum eigi fólk ekki að veigra sér við því að leita þangað. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þetta er að slaga upp í hundrað komur á dag. Aðsóknarmetin hafa lengi verið í kringum áttatíu en núna er þetta yfir níutíu á hverjum einasta degi og alveg óhemju mikið álag,” segir Valtýr. Árleg inflúensa hefur verið að gera vart við sig að undanförnu en stærstur hluti þeirra sem greinist í dag eru börn en viðbúið er að fleiri fullorðnir smitist í framhaldinu. Eitt barn er inniliggjandi á spítala með inflúensu og fimm börn með covid-19, þar af er nýburi á gjörgæslu á vökudeild. Valtýr segir að einkenni inflúensu og covid séu keimlík og oft erfitt að greina þar á milli með skoðun einni og sér. Þá sé útlit fyrir að börn sem nýverið hafi veikst séu móttækilegri fyrir næstu pest. „Við erum að sjá mjög mikið af krökkum, ekki bara á spítalanum heldur líka á heilsugæslunni og hjá öðrum barnalæknum úti í bæ, sem eru að glíma við síendurtekin veikindi, allt frá október, desember og jafnvel fyrr. Þetta veldur miklu álagi, á börnin fyrst og fremst en líka á heilbrigðisþjónustuna og auðvitað foreldrana.” Hann segir að spítalinn ráði enn við ástandið en vonar að það fari að hægjast um. „Þetta er allt á bláþræði hjá okkur, að því leytinu til að við erum ekki bara með bráðamóttökuna heldur líka inniliggjandi á deildinni. Það eru allir á hlaupum alla daga og við erum að vonast til að þegar fer að sljákka í inflúensunni að það komi tímabil þar sem fólk geti aðeins hlaðið batteríin. En það verður bara að koma í ljós,” segir Valtýr og tekur fram að þrátt fyrir eril á spítalanum eigi fólk ekki að veigra sér við því að leita þangað.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira