Hatursorðræða og fjórða valdið Jódís Skúladóttir skrifar 27. mars 2022 08:00 Lyfjafyrirtæki er að prófa lyf við krabbameini í legi og býður konum að skrá sig í lyfjarannsóknina. Ég læt skrá mig sem konu, því ég skilgreini mig sem konu. Lyfjafyrirtækið gerir athugasemd og hafnar mér. Ég fæddist vissulega í líkama konu, hef alltaf upplifað mig sem slíka en vegna heilsubrests varð að fjarlægja úr mér legið og því hefur ríkið og lyfjafyrirtækið tekið þá ákvörðun að banna mér að skilgreina mig sem konu. Ég passa ekki lengur inn í þann fyrir fram gefna og ferkantaða raunveruleika sem þröngsýni og kredduháttur fortíðar heimtar að mér sé troðið í. Nei sem betur fer stendur ríkið vörð um réttindi fólks og hver manneskja sem af einhverjum ástæðum, hverjar svo sem þær kunna að vera, fellur ekki að hinu hefðbundna tvíhyggjukerfi á nú lagalegan rétt þökk sé ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur og þeim sem studdu mál um kynrænt sjálfræði. En það er auðvitað galið að ég sé að eyða púðri í að svara svo ömurlegum skrifum og birtust í Morgunblaðinu þann 25. mars síðastliðinn og voru rituð af Írisi Erlingsdóttur. Höfundur titlar sig sem fjölmiðlafræðing undir greininni og mig langar því að nota tækifærið og fjalla nánar um hlutverk og takmörk fjölmiðla þegar kemur að réttindabaráttu minnihlutahópa. Fjölmiðlar eru hið svo kallaða fjórða vald samfélagsins. Þegar þrískiptingu ríkisvaldsins sleppir, ss. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi, geta fjölmiðlar haft gríðarleg áhrif á mótun samfélagsins. Við höfum séð þessu valdi beitt bæði til góðs og ills í heiminum. Áróður ýmiskonar gegn minnihlutahópum hefur í gegnum söguna verið notaður til að ýta undir hatur og ofbeldi. En einnig hafa fjölmiðlar með valdi sínu komið góðum verkum í höfn með þéttu aðhaldi og opinni umræðu um krefjandi mál. Árið 2022 er skelfilegt að jafn stór og mikilvægur fjölmiðill og Morgunblaðið er skuli leyfa sér að birta hatursorðræðu sem vegur ekki bara að heiðri eins þjóðfélagshóps heldur er til þess fallin að ýta undir mismunun og hatur gegn einstaklingum í veikri stöðu. Nú hefur maður, sem notar svipaða orðræðu um hinsegin fólk og birtist í grein Írisar, hafið stríð Í Evrópu. Orðræðu sem hefur ýtt undir mismunun og ofbeldi í hans heimalandi og jafnvel kostað mannslíf. Ekkert getur réttlætt slíka orðræðu en hún gýs jafnan upp þegar við látum áróður og fasisma í fjölmiðlum leyfast án athugasemda. Ég veit að ég nota sterk orð en staðan í löndum þar sem öfgastefnur seytla inn í meðvitund okkar gegnum fjölmiðla sem misnota vald sitt, er með slíkum hætti að transfólk er í lífshættu. Þess vegna má ekki láta svona skrif í fjölmiðla á Íslandi standa óáreitt. Við verðum að láta í okkur heyra og segja NEI við samþykkjum ekki að nokkur manneskja, hvaða hópi sem hún tilheyri, þurfi að sitja undir slíkum áróðri og niðurlægingu. Þetta er fyrir neðan virðingu miðilsins og teldi ég réttast að ritstjórn vandaði betur til verka í framtíðinni þegar birta á aðsendar greinar og jafnvel hefði ég talið fulla ástæðu til að stjórnin bæðist afsökunar fyrir hönd blaðsins á því að birta áróður og niðrandi ummæli um transfólk árið 2022 þegar okkur ber öllum að standa vörð um fjölbreytt samfélag. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Jódís Skúladóttir Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Lyfjafyrirtæki er að prófa lyf við krabbameini í legi og býður konum að skrá sig í lyfjarannsóknina. Ég læt skrá mig sem konu, því ég skilgreini mig sem konu. Lyfjafyrirtækið gerir athugasemd og hafnar mér. Ég fæddist vissulega í líkama konu, hef alltaf upplifað mig sem slíka en vegna heilsubrests varð að fjarlægja úr mér legið og því hefur ríkið og lyfjafyrirtækið tekið þá ákvörðun að banna mér að skilgreina mig sem konu. Ég passa ekki lengur inn í þann fyrir fram gefna og ferkantaða raunveruleika sem þröngsýni og kredduháttur fortíðar heimtar að mér sé troðið í. Nei sem betur fer stendur ríkið vörð um réttindi fólks og hver manneskja sem af einhverjum ástæðum, hverjar svo sem þær kunna að vera, fellur ekki að hinu hefðbundna tvíhyggjukerfi á nú lagalegan rétt þökk sé ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur og þeim sem studdu mál um kynrænt sjálfræði. En það er auðvitað galið að ég sé að eyða púðri í að svara svo ömurlegum skrifum og birtust í Morgunblaðinu þann 25. mars síðastliðinn og voru rituð af Írisi Erlingsdóttur. Höfundur titlar sig sem fjölmiðlafræðing undir greininni og mig langar því að nota tækifærið og fjalla nánar um hlutverk og takmörk fjölmiðla þegar kemur að réttindabaráttu minnihlutahópa. Fjölmiðlar eru hið svo kallaða fjórða vald samfélagsins. Þegar þrískiptingu ríkisvaldsins sleppir, ss. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi, geta fjölmiðlar haft gríðarleg áhrif á mótun samfélagsins. Við höfum séð þessu valdi beitt bæði til góðs og ills í heiminum. Áróður ýmiskonar gegn minnihlutahópum hefur í gegnum söguna verið notaður til að ýta undir hatur og ofbeldi. En einnig hafa fjölmiðlar með valdi sínu komið góðum verkum í höfn með þéttu aðhaldi og opinni umræðu um krefjandi mál. Árið 2022 er skelfilegt að jafn stór og mikilvægur fjölmiðill og Morgunblaðið er skuli leyfa sér að birta hatursorðræðu sem vegur ekki bara að heiðri eins þjóðfélagshóps heldur er til þess fallin að ýta undir mismunun og hatur gegn einstaklingum í veikri stöðu. Nú hefur maður, sem notar svipaða orðræðu um hinsegin fólk og birtist í grein Írisar, hafið stríð Í Evrópu. Orðræðu sem hefur ýtt undir mismunun og ofbeldi í hans heimalandi og jafnvel kostað mannslíf. Ekkert getur réttlætt slíka orðræðu en hún gýs jafnan upp þegar við látum áróður og fasisma í fjölmiðlum leyfast án athugasemda. Ég veit að ég nota sterk orð en staðan í löndum þar sem öfgastefnur seytla inn í meðvitund okkar gegnum fjölmiðla sem misnota vald sitt, er með slíkum hætti að transfólk er í lífshættu. Þess vegna má ekki láta svona skrif í fjölmiðla á Íslandi standa óáreitt. Við verðum að láta í okkur heyra og segja NEI við samþykkjum ekki að nokkur manneskja, hvaða hópi sem hún tilheyri, þurfi að sitja undir slíkum áróðri og niðurlægingu. Þetta er fyrir neðan virðingu miðilsins og teldi ég réttast að ritstjórn vandaði betur til verka í framtíðinni þegar birta á aðsendar greinar og jafnvel hefði ég talið fulla ástæðu til að stjórnin bæðist afsökunar fyrir hönd blaðsins á því að birta áróður og niðrandi ummæli um transfólk árið 2022 þegar okkur ber öllum að standa vörð um fjölbreytt samfélag. Höfundur er þingmaður VG.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun