Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 10:31 Wayne Rooney og Marcus Rashford léku saman í Manchester United og enska landsliðinu. Getty/Simon Stacpoole Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. Rooney skoraði 253 mörk fyrir Manchester United og hinn 24 ára gamli Rashford á því langt í land með að ná því meti. Rashford hefur þó skorað 93 mörk í 297 leikjum fyrir United til þessa. Rashford hefur hins vegar gengið illa í vetur og aðeins skorað fimm mörk. Hlutverk hans hefur minnkað og frá áramótum hefur hann aðeins byrjað þrjá deildarleiki. Hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn á dögunum. Samkvæmt helsta félagaskiptafréttamanni fótboltans í dag, Fabrizio Romano, er Rashford farinn að velta fyrir sér að yfirgefa United en hann er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Rooney er hins vegar á því að Rashford eigi að hætta að hugsa um annað en að skora mörk fyrir United og slá á endanum markametið hjá félaginu. Rooney var viðstaddur fína samkomu í Manchester á laugardaginn þar sem hann sagði við The Sun: „Það að ná metinu og verða markahæstur í sögu United er helvíti rosalegt,“ og bætti við: „Það sem ég vona er að Marcus Rashford drullist til að taka hausinn út úr rassinum og fari og slái þetta met. Hann er Manchester-strákur.“ Wayne Rooney pleads with Man Utd's Marcus Rashford to get his "f***ing head out his a***"https://t.co/Ma9hlezbMj pic.twitter.com/iRMYxPGs6G— Mirror Football (@MirrorFootball) March 28, 2022 Vill taka við Manchester United The Sun hefur jafnframt eftir Rooney, sem er 36 ára og stýrir Derby, að hann hafi mikinn áhuga á að taka við sem knattspyrnustjóri Manchester United í framtíðinni: „Aðalástæðan fyrir því að ég gerðist knattspyrnustjóri er Manchester United. Ég fékk tilboð um að mæta í viðtal vegna starfsins hjá Everton. Ég vil verða stjóri Manchester United. Ég veit að ég er ekki tilbúinn en allar mínar áætlanir verða að miða að því að það verði einn daginn að veruleika.“ Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira
Rooney skoraði 253 mörk fyrir Manchester United og hinn 24 ára gamli Rashford á því langt í land með að ná því meti. Rashford hefur þó skorað 93 mörk í 297 leikjum fyrir United til þessa. Rashford hefur hins vegar gengið illa í vetur og aðeins skorað fimm mörk. Hlutverk hans hefur minnkað og frá áramótum hefur hann aðeins byrjað þrjá deildarleiki. Hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn á dögunum. Samkvæmt helsta félagaskiptafréttamanni fótboltans í dag, Fabrizio Romano, er Rashford farinn að velta fyrir sér að yfirgefa United en hann er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Rooney er hins vegar á því að Rashford eigi að hætta að hugsa um annað en að skora mörk fyrir United og slá á endanum markametið hjá félaginu. Rooney var viðstaddur fína samkomu í Manchester á laugardaginn þar sem hann sagði við The Sun: „Það að ná metinu og verða markahæstur í sögu United er helvíti rosalegt,“ og bætti við: „Það sem ég vona er að Marcus Rashford drullist til að taka hausinn út úr rassinum og fari og slái þetta met. Hann er Manchester-strákur.“ Wayne Rooney pleads with Man Utd's Marcus Rashford to get his "f***ing head out his a***"https://t.co/Ma9hlezbMj pic.twitter.com/iRMYxPGs6G— Mirror Football (@MirrorFootball) March 28, 2022 Vill taka við Manchester United The Sun hefur jafnframt eftir Rooney, sem er 36 ára og stýrir Derby, að hann hafi mikinn áhuga á að taka við sem knattspyrnustjóri Manchester United í framtíðinni: „Aðalástæðan fyrir því að ég gerðist knattspyrnustjóri er Manchester United. Ég fékk tilboð um að mæta í viðtal vegna starfsins hjá Everton. Ég vil verða stjóri Manchester United. Ég veit að ég er ekki tilbúinn en allar mínar áætlanir verða að miða að því að það verði einn daginn að veruleika.“
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira