Þrepin þrjú til framtíðar Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 28. mars 2022 11:00 Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gaf snemma út að hann gæfi kost á sér til formennsku í sambandinu, en hann tilheyrir þeim armi hreyfingarinnar sem kallað hefur eftir róttækari og markvissari verkalýðsbaráttu líkt og Framsýn stéttarfélag, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Eins og búast mátti við leitaði hógværari armur Starfsgreinsambandsins að mótframbjóðanda gegn Vilhjálmi enda Vilhjálmur Birgisson ekki hátt skrifaður hjá þeim. Úr varð að Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags á Sauðárkróki gaf kost á sér á móti Vilhjálmi. Svo fór að Vilhjálmur sigraði kosninguna glæsilega en fyrir fram var vitað að kosningin yrði jöfn í ljósi þess að fylkingarnar eru nánast jafnar. Í aðdraganda kosninganna á þinginu var andstæðingum Vilhjálms mjög tíðrætt um ólguna sem væri innan hreyfingarinnar. Ekki var annað að heyra en ástandið væri alfarið honum og „órólegu deildinni“ að kenna. Eðlilegra hefði verið að þau hin sömu litu í eigin barm, enda hafa þau ekki setið hjá í þessum deilum með yfirlýsingum, auk þess sem þeim hefði verið hollt að skoða söguna. Eru þau t.d. búin að gleyma Flóabandalaginu sem var á sínum tíma klofningur út úr Starfsgreinasambandinu? Ég hef lengi komið að verkalýðsmálum og gengt margskonar trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna. Allt frá mínu fyrsta þingi sem ég sat í Vestmannaeyjum haustið 1983, þá ungur að árum, til þingsins á Akureyri í síðustu viku hafa verið átök innan hreyfingarnar um völd, áhrif og áherslur í málefnum verkafólks. Oft á tíðum hef ég gengið með hnífasett af dýrari gerðinni í bakinu frá svokölluðum „félögum“ mínum í hreyfingunni þar sem skoðanir okkar hafa ekki alltaf farið saman. Tími breytinga er runninn upp í verkalýðshreyfingunni. Ég hef valið að kalla þetta þrepin þrjú. Það fyrsta var að Sólveig Anna næði endurkjöri í Eflingu stéttarfélagi, sem gekk eftir. Þrep númer tvö var að Vilhjálmur Birgisson yrði kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins á Akureyri, það gekk einnig eftir. Þrep númer þrjú er að það takist að umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í haust. Þá er ég að tala um forsetateymið og miðstjórn sambandsins. Hvað það varðar er afar mikilvægt að kjörnir fulltrúar í þessum mikilvægu embættum endurspegli ólíkar skoðanir aðildarfélaga sambandsins og hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Það á t.d. ekki að viðgangast að allir fjórir forsetar sambandsins komi úr 101 Reykjavík, þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að forsetakjörið eigi að endurspegla sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins á hverjum tíma. Heiðursmannasamkomulagið var því miður brotið. Ég bind vonir við að ársins 2022 verði minnst í framtíðinni sem ári breytinga og sátta í íslenskri verkalýðshreyfingu. Höfum samt í huga að það er afar eðlilegt að í fjöldahreyfingu eins og Alþýðusambandi Íslands þrífist ólíkar skoðanir. Róm var ekki byggð á einni nóttu. Traust innan verkalýðshreyfingarinnar verður heldur ekki til á einni nóttu. Til þess þarf lengri tíma, en með samstöðuna og umburðarlyndið að vopni eru okkur allir vegir færir. Vissulega verða alltaf til aðilar sem velja utanvegaakstur í stað þess að aka beinu brautina en það er okkar hinna að draga þá upp á meðalveginn, veg sóknar, jafnréttis og jöfnuðar í þjóðfélagi þar sem misskipting hefur þrifist allt of lengi. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gaf snemma út að hann gæfi kost á sér til formennsku í sambandinu, en hann tilheyrir þeim armi hreyfingarinnar sem kallað hefur eftir róttækari og markvissari verkalýðsbaráttu líkt og Framsýn stéttarfélag, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Eins og búast mátti við leitaði hógværari armur Starfsgreinsambandsins að mótframbjóðanda gegn Vilhjálmi enda Vilhjálmur Birgisson ekki hátt skrifaður hjá þeim. Úr varð að Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags á Sauðárkróki gaf kost á sér á móti Vilhjálmi. Svo fór að Vilhjálmur sigraði kosninguna glæsilega en fyrir fram var vitað að kosningin yrði jöfn í ljósi þess að fylkingarnar eru nánast jafnar. Í aðdraganda kosninganna á þinginu var andstæðingum Vilhjálms mjög tíðrætt um ólguna sem væri innan hreyfingarinnar. Ekki var annað að heyra en ástandið væri alfarið honum og „órólegu deildinni“ að kenna. Eðlilegra hefði verið að þau hin sömu litu í eigin barm, enda hafa þau ekki setið hjá í þessum deilum með yfirlýsingum, auk þess sem þeim hefði verið hollt að skoða söguna. Eru þau t.d. búin að gleyma Flóabandalaginu sem var á sínum tíma klofningur út úr Starfsgreinasambandinu? Ég hef lengi komið að verkalýðsmálum og gengt margskonar trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna. Allt frá mínu fyrsta þingi sem ég sat í Vestmannaeyjum haustið 1983, þá ungur að árum, til þingsins á Akureyri í síðustu viku hafa verið átök innan hreyfingarnar um völd, áhrif og áherslur í málefnum verkafólks. Oft á tíðum hef ég gengið með hnífasett af dýrari gerðinni í bakinu frá svokölluðum „félögum“ mínum í hreyfingunni þar sem skoðanir okkar hafa ekki alltaf farið saman. Tími breytinga er runninn upp í verkalýðshreyfingunni. Ég hef valið að kalla þetta þrepin þrjú. Það fyrsta var að Sólveig Anna næði endurkjöri í Eflingu stéttarfélagi, sem gekk eftir. Þrep númer tvö var að Vilhjálmur Birgisson yrði kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins á Akureyri, það gekk einnig eftir. Þrep númer þrjú er að það takist að umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í haust. Þá er ég að tala um forsetateymið og miðstjórn sambandsins. Hvað það varðar er afar mikilvægt að kjörnir fulltrúar í þessum mikilvægu embættum endurspegli ólíkar skoðanir aðildarfélaga sambandsins og hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Það á t.d. ekki að viðgangast að allir fjórir forsetar sambandsins komi úr 101 Reykjavík, þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að forsetakjörið eigi að endurspegla sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins á hverjum tíma. Heiðursmannasamkomulagið var því miður brotið. Ég bind vonir við að ársins 2022 verði minnst í framtíðinni sem ári breytinga og sátta í íslenskri verkalýðshreyfingu. Höfum samt í huga að það er afar eðlilegt að í fjöldahreyfingu eins og Alþýðusambandi Íslands þrífist ólíkar skoðanir. Róm var ekki byggð á einni nóttu. Traust innan verkalýðshreyfingarinnar verður heldur ekki til á einni nóttu. Til þess þarf lengri tíma, en með samstöðuna og umburðarlyndið að vopni eru okkur allir vegir færir. Vissulega verða alltaf til aðilar sem velja utanvegaakstur í stað þess að aka beinu brautina en það er okkar hinna að draga þá upp á meðalveginn, veg sóknar, jafnréttis og jöfnuðar í þjóðfélagi þar sem misskipting hefur þrifist allt of lengi. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun