„Þorskur þessi veiddist á línu á Þorsteini SH 145 um sjö mílur norður af Rifi árið 1990. Þyngd hans var 54 kíló og lengd 164 sentímetrar. Þorskurinn er með þeim stærstu sem veiðst hafa við Ísland,“ segir á sýningarspjaldi um þorskinn uppstoppaða en safnið er í Sjómannagarðinum á Hellissandi.
Í frétt á vef Síldarvinnslunnar, um þorskinn sem Eyjamenn veiddu, segir að hann hafi verið um 50 kíló að þyngd og um 1,8 metrar að lengd.

Á vísindavef Háskóla Íslands er svarað spurningu um stærsta þorsk, sem veiðst hefur við Ísland, og vitnað í fiskabók Gunnars Jónssonar.
„Í fiskabók Gunnars Jónssonar segir að lengsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland hafi verið 181 cm á lengd og veiddist hann á línu í Miðnessjó í apríl árið 1941. Þyngdina hefur höfundur ekki en sennilega hefur hann verið í kringum 60 kíló,“ segir á vísindavefnum.
Fjallað var um Sjóminjasafnið á Hellissandi í þættinum Um land allt árið 2017 þegar útgerðarstöðin Snæfellsbær var heimsótt á vetrarvertíð. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+ en hér má sjá kynningarstikluna: