Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2022 21:07 Jón Gnarr ætlar ekki að stofna Lestarflokkinn. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Þeir sem fylgjast með Jóni á Twitter hafa væntanlega lesið tíst hans þar sem hann talar um mikilvægi þess að komið yrði á lestarkerfi á Íslandi, ekki síst á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur vakið athygli og ýmsir velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Þannig var því slegið upp á vef Hringbrautar í dag að Jón hafi stofnað flokkinn Lestarflokkinn. Jón var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi hugmyndir hans um lestarkerfi nánar. Þar sagðist hann þó ekki vera á leiðinni í framboð. Þú talar á Twitter undir myllumerkinu Lestarflokkurinn. Ertu að boða framboð eða ertu að vonast til þess að einhver grípi þennan bolta? „Já, ég er nú meira að vonast til þess. Ég er einu sinni búinn að fara í framboð og ég er búinn með það,“ sagði Jón sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Járnbrautatenging myndi gjörbreyta öllum lífsháttum á Íslandi og bæta lífsgæði, lýðheilsu og gera vaxandi og flæðandi mannlíf um allt land að raunveruleika, myndi gjörbreyta vöruflutningum og minnka kostnað og áhættu #Lestarflokkurinn— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 29, 2022 „Það þarf einhverja pólitíska sýn í þessu máli. Þetta varðar ekki bara samgöngur heldur varðar þetta líka byggðastefnuna á Íslandi. Viljum við tryggja raunhæfa og blómlega byggð um allt land og erum við til í að fjárfesta í þeim innviðum sem við þurfum til að gera það. Það tel ég okkur gera með lestarkerfi,“ sagði Jón. Veðmál á vegum úti Eins og fram hefur komið í Twitter-færslum Jóns hafa tíðar bílferðir hans á milli Akureyrar og Reykjavíkur í vetur vakið athygli hans á nauðsyn þess að hér verði komið á fót lestarkerfi. „Það sem gerði útslagið var um daginn. Ég er að keyra þjóðveginn og það er flutningabíll að koma á móti mér, stór með aftanívagn. Þegar ég er alveg að mæta flutningabílnum skýst jeppi aftan úr sem ætlar að taka fram úr, hafði ekki séð mig. Þetta er bara „gambl“. Þarna fór ég að rifja þetta upp aftur, hvað er nauðsynlegt að hafa lestir á Íslandi, hvað þetta væri til mikilla hagsbóta fyrir allt landið,“ sagði Jón. ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð pic.twitter.com/2ZUBKgOjN0— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 28, 2022 Segist hann vilja byrja á því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ég sé fyrir mér fyrst og fremst vöruflutningalestir til að flytja vörur á milli landshluta og um landið og síðan fólksflutninga,“ sagði Jón. Þá segist hann hafa rætt við sérfræðinga sem segi að verkfræðilega sé fátt sem standi í vegi fyrir slíkum lestarteinum þrátt fyrir válynd veður og langar vegalengdir. „Ég er búinn að ræða við verkfræðinga og þau segja mér að það séu engar hindranir sem eru ekki yfirstíganlegar og ekki búið að leysa annars staðar.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Þeir sem fylgjast með Jóni á Twitter hafa væntanlega lesið tíst hans þar sem hann talar um mikilvægi þess að komið yrði á lestarkerfi á Íslandi, ekki síst á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur vakið athygli og ýmsir velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Þannig var því slegið upp á vef Hringbrautar í dag að Jón hafi stofnað flokkinn Lestarflokkinn. Jón var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi hugmyndir hans um lestarkerfi nánar. Þar sagðist hann þó ekki vera á leiðinni í framboð. Þú talar á Twitter undir myllumerkinu Lestarflokkurinn. Ertu að boða framboð eða ertu að vonast til þess að einhver grípi þennan bolta? „Já, ég er nú meira að vonast til þess. Ég er einu sinni búinn að fara í framboð og ég er búinn með það,“ sagði Jón sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Járnbrautatenging myndi gjörbreyta öllum lífsháttum á Íslandi og bæta lífsgæði, lýðheilsu og gera vaxandi og flæðandi mannlíf um allt land að raunveruleika, myndi gjörbreyta vöruflutningum og minnka kostnað og áhættu #Lestarflokkurinn— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 29, 2022 „Það þarf einhverja pólitíska sýn í þessu máli. Þetta varðar ekki bara samgöngur heldur varðar þetta líka byggðastefnuna á Íslandi. Viljum við tryggja raunhæfa og blómlega byggð um allt land og erum við til í að fjárfesta í þeim innviðum sem við þurfum til að gera það. Það tel ég okkur gera með lestarkerfi,“ sagði Jón. Veðmál á vegum úti Eins og fram hefur komið í Twitter-færslum Jóns hafa tíðar bílferðir hans á milli Akureyrar og Reykjavíkur í vetur vakið athygli hans á nauðsyn þess að hér verði komið á fót lestarkerfi. „Það sem gerði útslagið var um daginn. Ég er að keyra þjóðveginn og það er flutningabíll að koma á móti mér, stór með aftanívagn. Þegar ég er alveg að mæta flutningabílnum skýst jeppi aftan úr sem ætlar að taka fram úr, hafði ekki séð mig. Þetta er bara „gambl“. Þarna fór ég að rifja þetta upp aftur, hvað er nauðsynlegt að hafa lestir á Íslandi, hvað þetta væri til mikilla hagsbóta fyrir allt landið,“ sagði Jón. ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð pic.twitter.com/2ZUBKgOjN0— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 28, 2022 Segist hann vilja byrja á því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ég sé fyrir mér fyrst og fremst vöruflutningalestir til að flytja vörur á milli landshluta og um landið og síðan fólksflutninga,“ sagði Jón. Þá segist hann hafa rætt við sérfræðinga sem segi að verkfræðilega sé fátt sem standi í vegi fyrir slíkum lestarteinum þrátt fyrir válynd veður og langar vegalengdir. „Ég er búinn að ræða við verkfræðinga og þau segja mér að það séu engar hindranir sem eru ekki yfirstíganlegar og ekki búið að leysa annars staðar.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira